Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Ritstjóri Séð og heyrt: „Það stendur ekki ‚satt er‘ heldur ‚sagt er‘“

Ei­rík­ur Jóns­son seg­ir það út hött að orð blaðs­ins um Mar­gréti Gísla­dótt­ur að­stoð­ar­konu Gunn­ars Braga bygg­ist á kven­h­atri.

Ritstjóri Séð og heyrt: „Það stendur ekki ‚satt er‘ heldur ‚sagt er‘“

Eiríkur Jónsson ritstjóri Séð og heyrt segir í samtali við Stundina að hluti þess sem skrifað var á vef tímaritsins um Margréti Gísladóttur, fyrrum aðstoðarkonu Gunnars Braga, verði leiðrétt bæði í netgrein og í næsta tölublaði á áberandi hátt.

Sú fullyrðing að hún hafi verið færð um ráðuneyti að beiðni eiginkonu Gunnars Braga verði þó ekki leiðrétt. „Ég var einmitt að fylgjast með þessu. Þarna hafa orðið mistök sem verða leiðrétt, og búið að leiðrétta að hluta. Þetta var Glaumbær en ekki Glæsibær, og Gunnarson en ekki Guðmundsson. Það er alveg rétt. Aðalmálið stendur svona,“ segir Eiríkur Jónsson.

Eðli dálksins

Máli sínu til stuðnings bendir hann á að þessi orð hafi fallið í dálknum „heyrt“. „Þetta er tekið upp úr blaðinu. Þetta er í dálkinum „heyrt“ sem er eins og „sagt er“ og þetta er sagt. Það stendur ekki „satt er“ heldur „sagt er“. Það munur á „satt er“ og „sagt er“. Við getum ekki leiðrétt að sagt sé að svona sé. Það er bara eðli dálksins. Svona dálkar eru þekktir víða um heim og hafa verið frá örófi alda og munu alltaf vera,“ segir Eiríkur.

Hafnar kvenhatri

Hann hafnar því alfarið að ummælin byggist á kvenhatri. „Það er bara út í hött. Það er ekkert kvenhatur hér. Ég veit ekki hvað er verið að tala um þegar talað er um kvenhatur. Þetta snýst ekkert um það og þú veist það líka. Það er ekkert kvenhatur á Séð og heyrt.  Séð og heyrt elskar konur,“ segir Eiríkur.

Margrét Gísladóttir
Margrét Gísladóttir Margrét var aðstoðarmaður Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra í tæpt ár.

„Ef ég væri karlmaður væri öllum sama“

Í samtali við Stundina segir Margrét sögusagnir um meint samband við Gunnar Braga Sveinsson einfaldlega birtingarmynd kvenhaturs í samfélaginu. „Þetta er vandræðalegt og ógeðslega kjánalegt. Það myndi enginn segja þessar sögur ef ég væri karlmaður. Ef ég væri karlmaður væri öllum sama. Þetta er ein birtingarmynd þess,“ segir Margrét. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
2
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu