Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Ritstjóri Séð og heyrt: „Það stendur ekki ‚satt er‘ heldur ‚sagt er‘“

Ei­rík­ur Jóns­son seg­ir það út hött að orð blaðs­ins um Mar­gréti Gísla­dótt­ur að­stoð­ar­konu Gunn­ars Braga bygg­ist á kven­h­atri.

Ritstjóri Séð og heyrt: „Það stendur ekki ‚satt er‘ heldur ‚sagt er‘“

Eiríkur Jónsson ritstjóri Séð og heyrt segir í samtali við Stundina að hluti þess sem skrifað var á vef tímaritsins um Margréti Gísladóttur, fyrrum aðstoðarkonu Gunnars Braga, verði leiðrétt bæði í netgrein og í næsta tölublaði á áberandi hátt.

Sú fullyrðing að hún hafi verið færð um ráðuneyti að beiðni eiginkonu Gunnars Braga verði þó ekki leiðrétt. „Ég var einmitt að fylgjast með þessu. Þarna hafa orðið mistök sem verða leiðrétt, og búið að leiðrétta að hluta. Þetta var Glaumbær en ekki Glæsibær, og Gunnarson en ekki Guðmundsson. Það er alveg rétt. Aðalmálið stendur svona,“ segir Eiríkur Jónsson.

Eðli dálksins

Máli sínu til stuðnings bendir hann á að þessi orð hafi fallið í dálknum „heyrt“. „Þetta er tekið upp úr blaðinu. Þetta er í dálkinum „heyrt“ sem er eins og „sagt er“ og þetta er sagt. Það stendur ekki „satt er“ heldur „sagt er“. Það munur á „satt er“ og „sagt er“. Við getum ekki leiðrétt að sagt sé að svona sé. Það er bara eðli dálksins. Svona dálkar eru þekktir víða um heim og hafa verið frá örófi alda og munu alltaf vera,“ segir Eiríkur.

Hafnar kvenhatri

Hann hafnar því alfarið að ummælin byggist á kvenhatri. „Það er bara út í hött. Það er ekkert kvenhatur hér. Ég veit ekki hvað er verið að tala um þegar talað er um kvenhatur. Þetta snýst ekkert um það og þú veist það líka. Það er ekkert kvenhatur á Séð og heyrt.  Séð og heyrt elskar konur,“ segir Eiríkur.

Margrét Gísladóttir
Margrét Gísladóttir Margrét var aðstoðarmaður Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra í tæpt ár.

„Ef ég væri karlmaður væri öllum sama“

Í samtali við Stundina segir Margrét sögusagnir um meint samband við Gunnar Braga Sveinsson einfaldlega birtingarmynd kvenhaturs í samfélaginu. „Þetta er vandræðalegt og ógeðslega kjánalegt. Það myndi enginn segja þessar sögur ef ég væri karlmaður. Ef ég væri karlmaður væri öllum sama. Þetta er ein birtingarmynd þess,“ segir Margrét. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
3
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár