Lögreglumönnum tókst ekki að framfylgja úrskurði Útlendingastofnunar á dögunum þegar reynt var að vísa fjögurra manna fjölskyldu úr landi í skjóli nætur. Flytja á fjölskylduna til Ítalíu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Fjölskyldan uppfyllir ekki skilyrði sem sett eru fyrir hælisveitingu.
Mikil ringulreið skapaðist við heimili fjölskyldunnar í Reykjanesbæ en þangað voru mættir vinir og aðstandendur hennar til þess að veita henni styrk í gegnum þetta erfiða ferli. Um er að ræða þau Saad og Fadilu en þau eiga tvö börn sem bæði fæddust á Íslandi, hina sex mánaða gömlu Jónínu og hinn sex mánaða gamla Hanif. Það var inngrip frá barnavernd sem stöðvaði brottflutninginn í bili en barnaverndarnefnd hefur hins vegar enga heimild til að stoppa brottvísanir og stendur brottvísunarúrskurður fjölskyldunnar því enn.
Athugasemdir