Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Reynt verði að flytja börnin fyrirvaralaust úr landi

Lög­regl­an skipu­legg­ur fyr­ir­vara­laus­an brott­flutn­ing fjöl­skyldu, með­al ann­ars hinn­ar sex mán­aða gömlu Jón­ínu og hins tveggja ára gamla Hanif, sem fædd­ust á Ís­landi, eft­ir að þau sluppu við brott­vís­un að­faranótt mið­viku­dags. Bæði börn­in fædd­ust hér á landi.

Reynt verði að flytja börnin fyrirvaralaust úr landi
Óvissa með framhaldið Hinn tveggja ára gamli Hanif átti erfitt með að átta sig á allri ringulreiðinni þegar lögreglumenn reyndu að vísa fjölskyldu hans úr landi á dögunum í skjóli nætur.

Lögreglumönnum tókst ekki að framfylgja úrskurði Útlendingastofnunar á dögunum þegar reynt var að vísa fjögurra manna fjölskyldu úr landi í skjóli nætur. Flytja á fjölskylduna til Ítalíu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Fjölskyldan uppfyllir ekki skilyrði sem sett eru fyrir hælisveitingu.

Mikil ringulreið skapaðist við heimili fjölskyldunnar í Reykjanesbæ en þangað voru mættir vinir og aðstandendur hennar til þess að veita henni styrk í gegnum þetta erfiða ferli. Um er að ræða þau Saad og Fadilu en þau eiga tvö börn sem bæði fæddust á Íslandi, hina sex mánaða gömlu Jónínu og hinn sex mánaða gamla Hanif. Það var inngrip frá barnavernd sem stöðvaði brottflutninginn í bili en barnaverndarnefnd hefur hins vegar enga heimild til að stoppa brottvísanir og stendur brottvísunarúrskurður fjölskyldunnar því enn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár