Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Reyndur íslenskur blaðamaður um virka í athugasemdum: „Svolítið ógnvekjandi“

Fjöl­miðla­fræð­ing­ur­inn Birg­ir Guð­munds­son kemst að þeirri nið­ur­stöðu í fræði­grein um ís­lenska blaða­menn að þeir sjálfs­rit­skoði sig til að fjalla síð­ur um eig­end­ur fjöl­miðl­anna og að þeir láti stýr­ast af „stemmn­ing­unni“ í sam­fé­lag­inu. Birg­ir full­yrð­ir að blaða­menn hafi lát­ið vera að skrifa um meint­an glæpa­fer­il Tony Omos.

Reyndur íslenskur blaðamaður um virka í athugasemdum: „Svolítið ógnvekjandi“
Dósent í fjölmiðlafræði Birgir Guðmundsson var um árabil fréttastjóri á Tímanum.

Í nýrri fræðigrein fjölmiðlafræðingsins Birgis Guðmundssonar kemur fram að skuggaritstjórar hafi áhrif á störf fjölmiðlamanna og að þeir telji jafnvel athugasemdakerfi fjölmiðlanna vera „ógnvekjandi“. 

Þá kemur fram að upplifun blaðamanna, sem störfuðu á fjölmiðlum í eigu stórfyrirtækja eða annarra umsvifamikilla aðila, var sú að þeir settu viðkvæm mál tengd eigendunum „neðst í bunkann“.

Við gerð fræðigreinarinnar, sem nefnist Sjálfsritskoðun íslenskra blaðamanna, ræddi Birgir, sem er fyrrverandi fréttastjóri Tímans og dósent í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri, við sex blaðamenn og spurði þá um sjálfsritskoðun og hvaða áhrif hún hefur á störf þeirra. Í greininni færir Birgir rök fyrir að menn svo sem Hallgrímur Helgason og Egill Helgason virki eins og nokkurs konar „skuggaritstjórar“ á íslenska blaðamenn. Hann segir sömuleiðis að tíðarandi á samfélagsmiðlum auki sjálfsritskoðun blaðamanna. Greinina má lesa í heild sinni hér.

Í greininni kemur fram að viðmælendurnir hafi verið fjórir karlar og tvær konur sem öll áttu það sameiginlegt að hafa starfað lengur en átta ár við blaðamennsku og „hafa á undanförnum árum vakið athygli í umræðu á faglegum vettvangi blaðamannastéttarinnar fyrir þá vinnu sem þeir hafa unnið.“

„Þeir veltu fyrir sér hvort það væru aðrar hliðar á málinu til að skoða, til dæmis glæpaferil flóttamannsins, en það var gegn ráðandi sjónarmiðum í umræðunni um málið.“

Segir blaðamennina hafa viljað skrifa um meinta glæpi Tony Omos

Í viðtali við Grapevine á dögunum skýrði Birgir meinta sjálfsritskoðun vegna tíðaranda með því að vitna í lekamálið. „Til að mynda í lekamálinu þegar innanríkisráðherra sagði af sér urðu fjölmiðlar mjög djúpt sokknir í málið, DV sérstaklega, sem fékk verðlaun fyrir það. Margir blaðamenn höfðu efasemdir um málið. Þeir veltu fyrir sér hvort það væru aðrar hliðar á málinu til að skoða, til dæmis glæpaferil flóttamannsins, en það var gegn ráðandi sjónarmiðum í umræðunni um málið. Margir vildu varpa fram spurningum sem voru eðlilegar, en umdeildar, og þeir viðurkenndu að hafa látið það vera,“ segir Birgir í viðtali við Grapevine.

Birgir ræðir um glæpaferil Tony Omos sem nokkurs konar staðreynd án þess að skýra það nánar. Tekið skal fram að málið raunar snerist um rógburð um meint afbrot Tony Omos. Ýmsir fjölmiðlar svo sem DV og RÚV öfluðu upplýsinga um réttarstöðu Tony Omos svo fullyrðing Birgis um að fjölmiðlar hafi látið vera að kanna þann anga málsins vegna þess hve umdeilt það væri stenst ekki skoðun.

„En maður fann fyrir þessari hönd, ósýnilegu hönd og eigendur fyrirtækisins voru beinlínis tengdir þessum fyrirtækjum.“

Fréttir um eigendur „neðst í bunkann“

Birgir fjallar um sjálfsritskoðun blaðamanna vegna eigenda viðkomandi fjölmiðils og lýsa viðmælendur hans hvaða áhrif eigendatengsl geti haft á störf sín. „En maður fann fyrir þessari hönd, ósýnilegu hönd og eigendur fyrirtækisins voru beinlínis tengdir þessum fyrirtækjum,“ segir blaðamaður sem starfaði á blaði fyrir tveimur áratugum sem var í eigu aðila sem áttu „áberandi stórfyrirtæki“.

Annar blaðamaður sem Birgir ræddi við lýsti því svo að ef hann lenti á mögulegu fréttamáli sem tengdist eigendum, þá fór það „neðst í bunkann“. „Þú rambar á eitthvað sem tengist eigendunum óbeint og þá kannski hugsarðu: já ókei þetta gæti kannski komið einhverju illa hérna. Kannski ég setji þetta neðst í bunkann og bíði aðeins og sjái hvort þetta skiptir í raun svo miklu máli,“ segir viðmælandi Birgis.

Þriðji blaðamaðurinn segist vera ánægður með að skrifa ekki viðskiptafréttir út af þessum áhrifum: „Já ef ég væri að skrifa viðskiptafréttir þá myndi ég eiga mjög slæma daga held ég ... Ég er ekki að skrifa slíkar fréttir, en ef ég væri að því þá held ég að ég myndi eiga erfiða daga inni á mörgum ritstjórnum.“

Því maður er kannski taggaður við einhverja frétt og svo er hraunað yfir mann.

Vildi „þóknast stemmingunni“

Birgir fjallar um áhrif samfélagsmiðla á fréttaskrif blaðamanna. Einn viðmælenda gefur í skyn að hann forðist erfið mál til að „þóknast stemmingunni“. „Ja, það er klapp á bakið. Þú færð lof fyrir að fletta ofan af einhverju og þú heldur áfram, en ef það reynast svo einhverjar skuggahliðar á málinu þá er mjög freistandi að skilja þær eftir og halda bara áfram. Þetta truflar mig!“ hefur Birgir eftir viðmælenda.

Annar viðmælanda segir þann hóp sem hann telur hafa áhrif á samfélagsmiðlum og kommentakerfum vera „svolítið ógnvekjandi“. Sami viðmælanda kvartar yfir því vera vera „taggaður“ á Facebook: „Þetta hefur aukist mikið……. Og það eru þá fyrst og fremst samfélagsmiðlarnir, maður fær svo ofboðslega mikil viðbrögð í gegnum þessar gáttir… og svo er erfitt að aðgreina sig sem blaðamann og persónu. Því maður er kannski taggaður við einhverja frétt og svo er hraunað yfir mann og það birtist bara á veggnum hjá manni við hliðina á fjölskyldumyndunum.“

Sannfæring víki fyrir sjónarmiðum „úti í bæ“

Í umræðuhluta fræðigreinarinnar lýsir Birgir því hvaða áhrif hann telur að „skuggaritstjórar“ og „rétthugsun“ hefur á íslenska blaðamenn. „Hins vegar er mjög athyglisvert hvernig samfélagsumræðan birtist sem meginþema rannsóknarinnar. Í ljósi þessara viðtala er hún í raun hinn nýi skuggaritstjóri hefðbundinna fjölmiðla á Íslandi. Slíkt hlýtur að teljast bæði jákvætt og neikvætt fyrir faglega blaðamennsku. Það er vissulega jákvætt að sjónarmið lesenda og fjölmiðlaneytenda hafi mikil áhrif á fréttamat og fréttaflutning og þannig má gera ráð fyrir að fjölmiðlarnir séu að þjóna hagsmunum almennings. Hins vegar kemur líka fram að þessi áhrif umræðunnar kalla ekki endilega fram það sem almenningur þarf að vita til að vera vel upplýstur.

Í raun er þetta frekar viðbrögð við því annars vegar hvernig áhrifafólk og tiltekin „rétthugsun“ í samfélaginu nær að stjórna umræðunni og hins vegar því sem blaðamenn telja að fólk vilji heyra eða vita. Þannig mætti til dæmis segja að fólk þurfi að hafa upplýsingar um efnahagsstjórnun stjórnvalda til að geta tekið upplýstar lýðræðislegar ákvarðanir í kosningum, en að það hafi ekki endilega mikinn áhuga á slíkum upplýsingum. Hins vegar geti það haft ómældan áhuga á ástarlífi fræga fólksins, þótt slík vitneskja gagnist ekki við mat á lýðræðislegum valkostum. Í þeim skilningi eru blaðamenn í raun að láta faglega sannfæringu víkja fyrir vinsældum og þrýstingi tiltekinna sjónarmiða „úti í bæ“,“ skrifar Birgir. Hann telur að niðurstaðan af þessari þróun sé aukin hætta af sjálfsritskoðun og götublaðavæðingu (e. tabloidization). 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjölmiðlamál

Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika
ÚttektFjölmiðlamál

Hundruð millj­óna ta­prekst­ur fjöl­miðla telst ekki til fjár­hagserf­ið­leika

Stærst­ur hluti Covid-styrkja til fjöl­miðla fer til þriggja sem töp­uðu hundruð­um millj­óna í fyrra. Lilja Al­freðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra vildi að smærri miðl­ar fengju meira. And­staða var á Al­þingi og ekki er vit­að hvort fjöl­miðla­frum­varp verð­ur aft­ur lagt fram. Pró­fess­or seg­ir pen­ing­um aus­ið til hags­muna­að­ila.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár