Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Reyktu þitt eigið beikon

Bei­kon er ein­fald­lega reykt svín­a­síða, sneidd og steikt á pönnu. Til eru marg­ar að­ferð­ir til að reykja mat, en þær skipt­ast í tvo flokka; heitreyk­ing og kald­reyk­ing.

Reyktu þitt eigið beikon

Beikon vekur mikla gleði. Fólk verður almennt hamingjusamt þegar það heyrir að það er beikon í matinn. Hér á Íslandi er meira að segja haldin stór beikon-hátíð á hverju sumri sem nefnist Beikon-Festival, þar sem fólk kemur saman og tilbiður beikonið. 

Heitreyking eða kaldreyking?

Beikon er einfaldlega reykt svínasíða, sneidd og steikt á pönnu. Menn hafa verið að reykja mat frá örófi alda, yfirleitt til að auka geymsluþol en eins til að bragðbæta matinn með ýmsum viðartegundum. Til eru margar aðferðir til að reykja mat, en þær skiptast í tvo flokka; heitreyking og kaldreyking. 

Heitreyking er einföld og örugg leið til að reykja mat. Maturinn er eldaður um leið og reyk er bætt við matinn, með því að strá reyksagi eða birkigreinum ofan á kolin á meðan grillað er. Eins er hægt að vefja te í álpappír, til dæmis ceylon eða earlgrey, og leggja í ofn með kjúklingi eða fiski. Teið brennur hægt og rólega og bragðbætir matinn um leið og hann er eldaður. Ef maturinn er heitreyktur geymist hann ekki til lengri tíma, eins og þegar maður kaldreykir.  

Að kaldreykja er einföld aðgerð, en flókin í útfærslu. Þegar maður kaldreykir vill maður fá reyk en ekki hita, þannig að maturinn má ekki vera í sama rými og hitagjafinn. Yfirleitt er það leyst með því að leiða reykinn burt frá hitanum með járnröri, yfir í til dæmis trékassa þar sem maturinn er reyktur. Á Íslandi er sterk hefð fyrir því að kaldreykja kjöt og fisk í þar til gerðum reykkofum, sem eru yfirleitt hlaðnir úr torfi. Í veiðibúðum er hægt að kaupa dýrar reykvélar, eða viðbætur á útigrill sem kosta einnig skildinginn.

Þegar ég ákvað að reykja mitt eigið beikon í fyrsta sinn fyrir nokkrum árum kom á óvart hversu flókið það er að smíða reykofn sem virkaði og var öruggur. En ég fann leið sem ég hef notað síðan.

Að forðast matareitrun

Maturinn er yfirleitt settur í pækil með salti og sykri og ýmsum kryddum. Sodium nitrate (NaNO2), Sodium Nitrite (NaNO2), eða Sodium Chloride (NaNI) er gjarnan bætt við til þess að varðveita litinn á kjötinu og breyta áferð þess, en það er óþarfi.

Reyktur matur geymist auðveldlega. Ég hef það sjálfur fyrir reglu að elda allt kjöt sem ég reyki, þótt ég borði reyktan fisk óeldaðan.

Að forðast eldsvoða

Að reykja mat tekur allt frá fjórum tímum og upp í margra daga. Það er auðvelt að gleyma matnum og þarf lítið til að það kvikni í út frá eldinum. Þess vegna er ráðlagt að nota klukku til að minna sig á reykofninn, en það þarf að athuga með hann á hálftíma til klukkutíma fresti. 

Oft þarf að hrista aðeins upp í kolunum eða færa kjötstykkið til á grillinu. Eins er mikilvægt að haldareykofninum frá börnum að leik, sem gleyma honum auðveldlega og geta velt honum um koll. 

Svona gerir þú reykofn

Hægt er að nota ofninn til að reykja hvers kyns mat og upplagt er að reykja nokkrar tegundir í einu. Mér finnst gott að reykja oststykki og gróft sjávarsalt.

Klefi

Best er að nota venjulegt grill fyrir reykofninn, en það er einnig hægt að nota skápa eða klefa. Gaman er að smíða lítinn reykkofa úr gömlum við á stærð við ísskáp ef ætlunin er að gera þetta oft og mikið í einu. Annars er hægt að nota hvað sem er til að halda reyknum inni. Einu sinni notaði ég gamlan baðherbergisskáp frá IKEA.

Hitagjafinn

Í þessari útfærslu er hitagjafinn ónotaður rafmagnslóðbolti, sem fæst á 1.500 kr. í flestum byggingarvöruverslunum. Það má alls ekki nota notaðan lóðbolta. Gott er að nota tóma niðursuðudós sem ílát fyrir reyksagið, en hún má ekki vera með plastfilmu sem getur gefið frá sér eiturefni. Best er að brenna dósina á litlu eldbáli, á grillinu eða í ofni í góðan klukkutíma áður en hún er notuð svo hún sé vel heit og laus við öll eiturefni.

Reyksagið

Hægt er að kaupa reyksag í flestum veiðiverslunum, útivistarbúðum og bensínstöðum. Gott er að nota hikkoría­við, kissuberjavið eða eplavið til þess að reykja beikonið, birkisag eða asparsag. Það er ekki gott að nota furusag eða greni, þótt einiberja­greinar og furunálar gefi skemmtilegan keim. Ef sagið er ekki keypt í verslunum þarf að ganga úr skuggum að það sé nothæft. Hægt er að búa til eigin blöndur og blanda birkilaufum eða blóðbergi út í sagið.

Uppskrift

Hráefni
1 svínasíða (500 gr – 1 kg)
250 g af grófu salti
250 g af sykri
10-20 einiber
3-4 mulin lárviðarlauf
10 g af piparkornum

Ath: Þeir sem vilja geta bætt við fennelfræjum, hvannarfræjum, blóðbergi eða öðrum kryddjurtum.

Pækill

Svínasíða fæst í flestum kjötborðum og gott er að biðja kjötafgreiðslumanninn um að fjarlægja beinin, þótt það sé líka hægt að gera það sjálfur með beittum hnífi. Blandið salti, sykri og kryddi vel saman í skál en passið að mylja ekki saltkornin. Ef saltið verður of fínt gefur það of mikið bragð. Nuddið saltblöndunni vel við svínasíðuna og sjáið til þess að hún þekji kjötið nokkuð jafnt.  

Lokið í plastíláti eða poka og geymið í ísskáp í 3-5 daga. Hellið vökvanum frá á hverjum degi og nuddið svínasíðuna aftur með saltblöndunni. Daginn áður en kjötið er reykt er það þvegið vel upp úr köldu vatni. Kjötið þarf að standa til þerris þannig að skinnið snúi niður, inni í ísskáp eða á köldum stað, án þess að nokkuð sé yfir því. Eftir nokkra klukkutíma hefur þurr klístruð filma myndast yfir kjötinu, sem er nauðsynleg til að reykurinn festist við það.

Hér væri hægt að hætta, geyma kjötið í viku til viðbótar á köldum stað og borða það síðan sem pancetta, í þykkum sneiðum eða bitum og steikt á pönnu, með fersku pasta og rjómasósu.

Reykaðferð

Staðsetjið grillið úti. Takið lúku af reyksagi og troðið vel ofan í dósina. Leggið dósina á hlið neðst í grillinu og stingið lóðboltanum í dósina. Passið að plastskaftið komist ekki í snertingu við dósina. Setjið svínasíðuna ekki fyrir ofan dósina, því dósin gæti hitnað örlítið og farið að léttsteikja kjötið.

Stingið lóðboltanum í samband og lokið grillinu. Á innan við 20 mínútum er reykurinn farinn að berast úr grillinu og ferlið komið vel af stað. Fylgist vel með því að þegar reykurinn fer að minnka er nauðsynlegt að hrista dósina aðeins, eða bæta meira sagi við. Ef reykurinn verður of mikill eða það kviknar í saginu er gott að nota rafmagnstímastilli sem slekkur á sér af og til. Reykið í 3-6 tíma.

Þegar beikonið er reykt geymist það óskorið inni í ísskáp í að minnsta kosti viku, jafnvel lengur. Hægt er að stinga gat á kjötið, binda snæri í gegn og hengja það upp á köldum stað. Nauðsynlegt er að fylgjast vel með því að það myndist ekki græn eða svört mygla í kjötinu, en hvít mygla er bara af hinu góða, rétt eins og á salamipylsum. Óæskilega myglu má þvo af með ediki og blautum klút.

Beikonið er sneitt eftir smekk, en þegar það hefur verið skorið má frysta það til að auka endinguna.

Njótið vel!

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
1
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
3
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
4
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
5
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár