Í samhengi við möguleg kaup skattrannsóknarstjóra á gögnum um skattaundanskot hefur mikið verið rætt um kaup þýskra yfirvalda á sambærilegum gögnum. Sagan á bak við þau er öll reyfarakennd og hvergi nærri óumdeild í Þýskalandi. Um er að ræða nokkur kaup af mismunandi söluaðilum, en eitt mál frá árinu 2007 er vísast best þekkt. Það ár afritaði Sina Lapour, aðstoðarmaður bankastarfsmanns við Credit Suisse, með blaði og blýanti nöfn mögulegra skattsvikara af innra vef tölvukerfis bankans. Þessi aðgerð hafði afdrifarík áhrif og varð til þess að Lapour var dæmdur í fangelsi í Sviss, milliliður hans framdi sjálfsmorð með sjónvarpskapli og rassíur voru framkvæmdar í skrifstofum Credit Suisse í Þýskalandi. Ekki er fyllilega ljóst hve mikið fé endurheimtist en ljóst er að um hundruð milljóna evra var að ræða.
Vildi milljarð
Margt í málinu er óljóst en ýmis gögn sem lögð voru fram við réttarhöld Lapour varpa ljósi á gagnaþjófnað hans. …
Athugasemdir