Réttindi lífeyrisþega skert með afturvirkum lögum

„Ekki er hægt að ætl­ast til þess að fólk skoði lög­skýr­ing­ar­gögn til að kanna raun­veru­leg rétt­indi sín,“ seg­ir í minni­hluta­áliti. Formað­ur vel­ferð­ar­nefnd­ar tel­ur að rétt­indi hafi óvart skap­ast.

Réttindi lífeyrisþega skert með afturvirkum lögum

Alþingi samþykkti afturvirkar breytingar á almannatryggingalögum í gærkvöldi sem fela í sér skerðingu á fimm milljarða réttindum sem ellilífeyrisþegar öðluðust í janúar og febrúar vegna mistaka sem urðu við lagasetningu síðasta haust. Þingmenn Bjartrar framtíðar, Framsóknarflokksins, Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði með lögunum en aðrir sátu hjá að undanskildum Birgittu Jónsdóttur og Jóni Þór Ólafssyni þingmönnum Pírata.

Mistökin við breytingarnar á almannatryggingalögum síðasta haust ollu því að samkvæmt lagabókstafnum hefðu tekjur úr lífeyrissjóðum ekki átt að gilda til skerðingar á ellilífeyri. Ætlunin var hins vegar að þetta ætti einungis við um útreikning örorkulífeyris. Í janúar og febrúar fór Tryggingastofnun eftir vilja löggjafans en ekki lagabókstafnum, en rétt framkvæmd laganna hefði kostað hið opinbera um 5 milljarða króna. Í umræðum um málið í gær sagði Nichole Leigh Mosty, formaður velferðarnefndar Alþingis, að um væri að ræða „mistök sem óvart bjuggu til réttindi sem aldrei var ætlunin að gefa“.  

Meirihluti velferðarnefndar Alþingis lagði fram frumvarpið í síðustu viku þar sem lagt var til að réttindin sem urðu til fyrir mistök yrðu skert með afturvirkum hætti. „Gert er ráð fyrir að leiðréttingin gildi um þá einstaklinga sem höfðu öðlast rétt til ellilífeyris skv. 17. gr. eða ráðstöfunarfjár skv. 8. mgr. 48. gr. og 1. mgr. 56. gr. laga um almannatryggingar frá sama tímaþegar og lög nr. 116/2016 öðluðust gildi, þ.e. 1. janúar 2017, og þá sem öðlast hafa rétt til ellilífeyris eða ráðstöfunarfjár eftir þann tíma,“ segir í greinargerð frumvarpsins. „Gildir það einnig um þá einstaklinga sem öðlast hafa rétt til ellilífeyris eða ráðstöfunarfjár á framangreindum tíma en kunna að sækja síðar um greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár