Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Tengir samkynhneigð við nauðgunartilraun: „Aldrei losnað við þessa tilfinningu“

Gylfi Æg­is­son seg­ist hafa lent í karl­manni þeg­ar hann var fimmtán ára. At­vik­ið hafi mót­að hann og sitji enn í hon­um. Eng­in tengsl eru á milli sam­kyn­hneigð­ar og barn­aníðs.

Tengir samkynhneigð við nauðgunartilraun: „Aldrei losnað við þessa tilfinningu“
Tilbúinn til að fara í fangelsi Gylfi segist standa fastur á baráttunni gegn hinsegin fræðslu í grunnskólum. Hann byggir skoðanir sínar á samkynhneigðum á reynslu sem hann varð fyrir sem unglingur, þegar fullorðinn maður reyndi að nauðga honum. Mynd: feykir.is

Gylfi Ægisson þjóðlagasöngvari stendur að baki Facebook-síðu sem sett var upp í gær þar sem yfirlýst markmið var að stöðva „innrætingu Samtakanna '78 á skólabörnum.“

Tilefnið er hinsegin fræðsla í grunnskólum í Hafnarfirði, sem samþykkt var af bæjarstjórn á dögunum. Þar var ákveðið að Hafnarfjarðarbær leitist við að gera samstarfstarfssamning við Samtökin '78 um þróun námsefnis fyrir öll stig grunnskóla og námskeið fyrir alla starfsmenn grunnskóla bæjarins. Þá verði nemendum í unglingadeildum  grunnskóla sömuleiðis gert kleift að sækja einstaklingsráðgjöf hjá sérfræðingum samtakana án endurgjalds.

Gylfa leist hins vegar ekki á blikuna og vöktu viðbrögð hans mikla reiði í samfélaginu. Hann hefur áður vakið athygli fyrir fordómafullar skoðanir gagnvart samkynhneigðum en hann fór til dæmis mjög hörðum orðum um gleðigönguna árið 2013.

Svo virðist sem óskemmtileg reynsla Gylfa frá unglingsárunum sé rót þessara skoðana hans. Í samtali við Stundina vísar hann sjálfur til atviks sem hann segir að hafi átt sér stað þegar hann var fimmtán ára.

Gylfi segir að þá hafi karlmaður reynt að nauðga sér og sú reynsla hafi djúp áhrif á hann og geri enn. „Þetta var fullorðinn maður og ég var ungur drengur. Þetta situr í mér. Þetta var svo hrikalegt sem ég lenti í að ég get ekki hugsað það til enda,“ segir Gylfi.

Læstur inni

Á meðal þess sem Gylfi hefur látið frá sér fara er að bæjaryfirvöld séu að fremja „sálarmorð á börnum,“ „skemma börnin og eyðileggja,“ og sakað Samtökin '78 um heilaþvott. Þá hefur hann sagt tilbúinn til að fara í fangelsi fyrir baráttu sína gegn fræðslunni.

Aðspurður út í þessi orð, hvernig fræðsla geti jafngilt sálarmorði, fer hann strax að tala um þessa reynslu sína. „Þegar ég tala um sálarmorð á ég við – ég lenti í því sjálfur þegar ég var fimmtán ára gamall. Ég var læstur inni í herbergi með manni sem setti lykilinn í vasann. Ég þurfti að rota hann til að ná lyklinum og komast út. Ég þurfti að rota hommann. Þetta var maður á Siglufirði, þegar ég var fimmtán ára gamall var ég á togara og hann læsti mig inni. Ég tel að ég hafi aldrei losnað við þessa tilfinningu,“ segir Gylfi.       

„Þegar ég tala um sálarmorð á ég við – ég lenti í því sjálfur þegar ég var fimmtán ára gamall.“

Hefði drepið hann

Gylfi hefur áður sagt þessa sögu, bæði í athugasemdum við fréttir og í beinni línu á DV. Þá sagði Gylfi að hann hafi reynt að kæra atvikið en lögregla hafi vísað honum frá þar sem hann var drukkinn. Hann segist hafa hatað manninn. „Ef ég hefði lent í þessu þá hefði ég mjög trúlega kálað kallinum,“ segir Gylfi og á þá við það sem gæti hafa gerst ef hann hefði ekki sloppið úr herberginu.

Vildi sprútt

Samkvæmt lýsingum Gylfa virðist atvikið í togaranum vera kynferðisofbeldi, framið af fullorðnum manni gegn barni. Slíkt hefur ekkert með samkynhneigð að gera. Gylfi þvertekur hins vegar fyrir að umræddur maður hafi verið barnaníðingur. „Nei, nei, maður var búinn að heyra sögur af honum. Þarna komst ég að því að hann væri þetta en ég hafði ekki trúað því áður.

Ég vissi að hann sprúttaði og ég ætlaði að fá hjá honum flösku. Þá tók hann mig inn í herbergi, stakk lyklinum í vasann og spurði hvort við ættum ekki að rúnka okkur. Þá var eins og ég væri sleginn í andlitið. Þannig að ég þurfti að svæfa hann mjög fljótt,“ segir Gylfi.

„Ég kalla þetta perraskap“

Líkt og fyrr segir telur Gylfi að þetta atvik hafi mótað afstöðu sína gagnvart samkynhneigðum. Gylfi getur ekki aðskilið samkynhneigð og gjörðir mannsins í togarnum.

„Það er verið að myrða sálir lítils barns. Ég hef aldrei nokkurn tímann sagt að allir hommar séu barnaníðingar. Ég kalla þetta perraskap að fara að ráðast á sex ára grunnskólabörn sem eru óvitar.“

Líkt og fram kom í umfjöllun Stundarinnar fyrr í dag hafa engar sannanir verið færðar fyrir því að tengsl séu á milli samkynhneigðar og barnakláms eða nauðgana, en ásakanir um slíkt hafa verið hluti af baráttu gegn samkynhneigðum um allan heim.

Þá var eins og ég væri sleginn í andlitið. Þannig að ég þurfti að svæfa hann mjög fljótt“

Tengsl samkynhneigðar við barnaníð er mýta

Á vef Háskólans í Kalíforníu má lesa nokkuð langa grein um mýtuna um tengsl milli samkynhneigðar og barnaníðs. „Mikilvægasta atriðið er að í raun er ekki hægt að lýsa flestum barnaníðingum sem ýmist samkynhneigðum, gagnkynhneigðum eða tvíkynhneigðum ( í hefðbundnum skilningi) þar sem þeir geta í raun ekki átt í sambandi við fullorðinn karlmann eða konu. Í stað kyns er beinist kynhneigð þeirra að aldri,“ segir meðal annars í greininni.

Heildarniðurstaða greinarinnar er að engin tengsl séu á milli samkynhneigðar og barnaníðs. Raunar hefur ein rannsókn sýnt fram á að á meðal barnaníðinga séu hlutfallslega færri samkynhneigðir en gagnkynhneigðir, eða um eitt prósent. Greinina má lesa í heild sinni hér

Vildu að þau hefðu fengið fræðslu

Vildi að hann hefði fengið fræðslu
Vildi að hann hefði fengið fræðslu Gunnlaugur Bragi Björnsson segir að hinsegin fræðsla hefði getað sparað honum áralangar kvalir og sjálfsvígshugleiðingar.

Fjölmargir hafa fordæmt hafa framgöngu Gylfa. Þeirra  á meðal er Gunnlaugur Bragi Björnsson, viðskiptafræðingur og hommi sem skrifaði um málið á bloggsíðu sinni. Sjálfur fékk hann enga fræðslu um hinsegin málefni. „Hefði ég fengið einhverja fræðslu um slíkt á minni grunnskólagöngu, haft einhverjar fyrirmyndir að horfa til, hefði mátt spara mér áralangar vangaveltur, efasemdir, kvalir og sjálfsvígshugleiðingar ...“

„Eina fræðslan sem ég, og flest­ir sem ég þekki, fékk voru for­dóm­ar, fúkyrði.“

Þá sagði María Rut Kristinsdóttir, varaformaður Samtakanna '78 í samtali við mbl.is að fræðslan hafi nákvæmlega ekkert með kynlíf að gera heldur snúist hún um ást og lífshamingju fólks. „Ég skil ekki hvernig ást og ham­ingja get­ur verið ljót og óeðli­leg, hvernig get­ur verið ljótt að vera ham­ingju­sam­ur og elska?“

María hefði óskað þess að hinseg­in fræðsla hefði verið í boði þegar hún var í grunn­skóla. „Eina fræðslan sem ég, og flest­ir sem ég þekki, fékk voru for­dóm­ar, fúkyrði og eitt­hvað þannig. Eina sem það hafði í för með sér var að ýta manni ennþá lengra inn í skáp­inn. Hinseg­in fræðsla hefði getað sparað mörg ár af óánægju, sjálfsniðurrifi og í mörg­um til­fell­um þung­lyndi og sjálfs­vígs­hugs­un­um. Þannig að þetta snýst í kjarn­ann um lífs­ham­ingju fólks.“

Þá hefur komið fram að samkynhneigðir unglingar nærri tólf sinnum líklegri til að hugsa ítrekað um sjálfsvíg heldur en gagnkynhneigðir jafnaldrar þeirra, og allt að 25 sinnum líklegri en aðrir íslenskir unglingar til að hafa reynt að fremja sjálfsvíg margsinnis. Þetta var niðurstaða rannsóknar sem var framkvæmd af prófessorum við Háskólann á Akureyri árið 2012. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hinsegin fræðsla í Hafnarfirði

Samtökin '78 segja frumvarp um hatursorðræðu geta verið túlkað sem stuðningsyfirlýsingu við fordóma
FréttirHinsegin fræðsla í Hafnarfirði

Sam­tök­in '78 segja frum­varp um hat­ursorð­ræðu geta ver­ið túlk­að sem stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við for­dóma

Sam­tök­in '78 mót­mæla frum­varpi Sig­ríð­ar And­er­sen dóms­mála­ráð­herra sem rýmk­ar svig­rúm til að róg­bera og smána hópa á grund­velli kyn­þátt­ar og kyn­hneigð­ar. „Hat­ursorð­ræða er und­an­fari of­beld­is,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu frá sam­tök­un­um.

Mest lesið

Aldrei fleiri verið hlynnt aðild Íslands að ESB
2
Stjórnmál

Aldrei fleiri ver­ið hlynnt að­ild Ís­lands að ESB

Formað­ur Evr­ópu­hreyf­ing­ar­inn­ar tel­ur að svipt­ing­ar í af­stöðu til að­ild­ar Ís­lands að ESB megi einkum rekja til tvenns, þess að inn­rás Rússa í Úkraínu hafi leitt til þess að fólk fór að hugsa um stöðu Ís­lands í sam­fé­lagi þjóð­anna og stöðu efna­hags­mála hér inn­an­lands. 45,3 pró­sent lands­manna eru hlynnt að­ild Ís­lands að ESB, sam­kvæmt nýrri könn­un Maskínu.
Samdráttur í samfélagslosun en samt erum við í mínus
10
FréttirLoftslagsvá

Sam­drátt­ur í sam­fé­lags­los­un en samt er­um við í mín­us

Hvernig okk­ur tekst til við að draga úr los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda er ekki að­eins um­hverf­is­mál held­ur stór fjár­hags­leg spurn­ing, seg­ir sér­fræð­ing­ur hjá Um­hverf­is­stofn­un. Við eig­um langt í land með að ná settu marki og spurn­ing­in er: Ætl­um við að eyða pen­ing­um í að draga úr los­un eða ætl­um við að borga fyr­ir um­fram los­un? Sá verð­miði gæti orð­ið svim­andi hár.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
1
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Ólga og uppsögn eftir aðalfund Pírata
5
Fréttir

Ólga og upp­sögn eft­ir að­al­fund Pírata

Pírat­ar vinna að sátt­ar­til­lögu sem sögð er fela í sér um­deild­ar breyt­ing­ar á fram­kvæmda­stjórn flokks­ins. Ágrein­ing­ur bloss­aði upp á milli frá­far­andi og ný­kjör­inn­ar stjórn­ar í kjöl­far kosn­ing­ar á nýrri fram­kvæmda­stjórn. Atla Þór Fann­dal, sam­skipta­stjóra Pírata var sagt upp skömmu eft­ir að­al­fund­inn. „Ég var lát­inn fara bara vegna bræði þing­flokks­ins yf­ir þess­ari nið­ur­stöðu,“ seg­ir Atli Þór. Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Pírata, hafn­ar lýs­ingu Atla Þórs á at­burða­rás­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
2
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
7
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
8
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
10
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár