Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

„Rekinn með stæl“

Sjálf­boða­liða til margra ára gert að hætta á Út­varpi Sögu.

„Rekinn með stæl“
Þáttastjórnandi Höskuldur Höskuldsson er lengst til vinstri.

„Ég var rekinn með stæl. Það gerðist með tölvupósti frá Arnþrúði eftir sjö ára samstarf,“ segir Höskuldur Höskuldsson þáttastjórnandi á Útvarpi Sögu. Höskuldur hélt úti vikulegum síðdegisþætti, Bixinu, og hafði gert um árabil.

Hin opinbera skýring sem ég fékk er breyting á dagskrárgerð og að ekki væri rými fyrir þátt eins eins og minn. Ástæðan fyrir brottrekstri mínum gæti verið tvíþætt. Pólitískar skoðanir mínar hafa þótt óæskilegar. Ég hef þá tilfinningu sérstaklega hvað varðar Lekamálið og aðildina að ESB. En þetta er aðeins tilfinning mín,“ segir Höskuldur.

Höskuldur á inni umtalsverða fjármuni hjá útvarpsstöðinni.

„Ég hef verið í sjálfboðavinnu í öll þessi ár og haft gaman af. Þá hef ég komið til aðstoðar þegar þrengt hefur að fjárhag stöðvarinnar. Ég reikna með að fá þá fjármuni til baka. Það er háttur siðmenntaðs fólks,“ segir Höskuldur.

Ekki náðist í Arnþrúði Karlsdóttir, eiganda Útvarp Sögu, við vinnslu fréttarinnar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár