„Ég var rekinn með stæl. Það gerðist með tölvupósti frá Arnþrúði eftir sjö ára samstarf,“ segir Höskuldur Höskuldsson þáttastjórnandi á Útvarpi Sögu. Höskuldur hélt úti vikulegum síðdegisþætti, Bixinu, og hafði gert um árabil.
Hin opinbera skýring sem ég fékk er breyting á dagskrárgerð og að ekki væri rými fyrir þátt eins eins og minn. Ástæðan fyrir brottrekstri mínum gæti verið tvíþætt. Pólitískar skoðanir mínar hafa þótt óæskilegar. Ég hef þá tilfinningu sérstaklega hvað varðar Lekamálið og aðildina að ESB. En þetta er aðeins tilfinning mín,“ segir Höskuldur.
Höskuldur á inni umtalsverða fjármuni hjá útvarpsstöðinni.
„Ég hef verið í sjálfboðavinnu í öll þessi ár og haft gaman af. Þá hef ég komið til aðstoðar þegar þrengt hefur að fjárhag stöðvarinnar. Ég reikna með að fá þá fjármuni til baka. Það er háttur siðmenntaðs fólks,“ segir Höskuldur.
Ekki náðist í Arnþrúði Karlsdóttir, eiganda Útvarp Sögu, við vinnslu fréttarinnar.
Athugasemdir