Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Rekin úr skólanum í kjölfar áfalla

Kristjönu R. El­ín­ar­dótt­ur var vís­að úr námi í MK eft­ir tvö svip­leg frá­föll í fjöl­skyld­unni. Hún seg­ir skóla­yf­ir­völd ekki hafa tek­ið nægi­legt til­lit til erfiðra að­stæðna sinna og að það skipti hana öllu máli að fá að ljúka námi. Skóla­meist­ari seg­ir að þeg­ar um al­var­leg mál sé að ræða taki skól­inn til­lit til þess í eina til tvær ann­ir.

Rekin úr skólanum í kjölfar áfalla

Kristjana R. Elínardóttir fær ekki að halda áfram námi við Menntaskólann í Kópavogi. Hún segir að ástæðurnar sem henni hafi verið gefnar séu að hún sé orðin of gömul. Skólameistari MK hafnar þessu og segir að engum nemanda hafi verið vísað úr skóla sökum aldurs. Aðrar ástæður liggi að baki.

Tvö skyndileg fráföll í fjölskyldunni urðu til þess að Kristjana náði ekki að sinna náminu af fullum krafti. Hún segir skólayfirvöld ekki hafa tekið nægilegt tillit til erfiðra aðstæðna sinna. „Ég trúði þessu ekki,“ segir Kristjana um brottvísunina. „Er ég í alvöru orðin of gömul til að klára stúdentinn? Er ég búin að missa af tækifærinu mínu?“

„Ég ætti að verða eitthvað stórt“

Eftir að Kristjana lauk grunnskólanámi skráði hún sig til náms við Menntaskólann í Kópavogi og að eigin sögn kláraði hún fyrsta árið með ágætis árangri. Erfiðar heimilisaðstæður gerðu það hins vegar að verkum að hún varð að flytja að heiman. Hún flosnaði upp úr skóla og fór að vinna á veitingastað í Reykjavík. Kristjana segir að mamma sín hafi aldrei verið ánægð með ákvörðun hennar um að hætta námi og hvatti hana eindregið til að byrja aftur. „Hún sagði að ég ætti að verða eitthvað stórt,“ segir Kristjana.

„Hún sagði að ég ætti að verða eitthvað stórt“ 

Í september árið 2012 varð Kristjana fyrir fyrsta stóra áfallinu þegar móðir hennar veiktist skyndilega. „Þetta var á laugardegi og ég var í vinnunni. Þegar klukkuna vantaði korter í tíu komu bróðir mömmu og pabbi hennar í vinnuna til mín og sögðu að mamma væri uppi á spítala,“ rifjar Kristjana upp. Lítið var vitað á þessum tímapunkti, annað en að móðir Kristjönu væri alvarlega veik á spítala. Fljótlega eftir komuna á Landspítalann var fjölskyldan hins vegar kölluð á fund með lækni sem tilkynnti þeim móðir Kristjönu hefði sennilega fengið heilablóðfall og enga heilastarfsemi væri að finna. 

Fann þegar hjartað hætti að slá

„Læknirinn sagði okkur að mamma væri á leið í aðgerð en hún væri í raun til að staðfesta endanlega að hún væri farin,“ segir Kristjana. „Þegar ég kom að henni eftir aðgerðina var hún í öndunarvél og með sjö sentímetra skurð á höfðinu. Ég vissi strax að hún væri farin. Fólkið í kringum mig sagði mér að halda í vonina og biðja fyrir henni, en ég vissi að hún væri dáin.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár