Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Rekin úr skólanum í kjölfar áfalla

Kristjönu R. El­ín­ar­dótt­ur var vís­að úr námi í MK eft­ir tvö svip­leg frá­föll í fjöl­skyld­unni. Hún seg­ir skóla­yf­ir­völd ekki hafa tek­ið nægi­legt til­lit til erfiðra að­stæðna sinna og að það skipti hana öllu máli að fá að ljúka námi. Skóla­meist­ari seg­ir að þeg­ar um al­var­leg mál sé að ræða taki skól­inn til­lit til þess í eina til tvær ann­ir.

Rekin úr skólanum í kjölfar áfalla

Kristjana R. Elínardóttir fær ekki að halda áfram námi við Menntaskólann í Kópavogi. Hún segir að ástæðurnar sem henni hafi verið gefnar séu að hún sé orðin of gömul. Skólameistari MK hafnar þessu og segir að engum nemanda hafi verið vísað úr skóla sökum aldurs. Aðrar ástæður liggi að baki.

Tvö skyndileg fráföll í fjölskyldunni urðu til þess að Kristjana náði ekki að sinna náminu af fullum krafti. Hún segir skólayfirvöld ekki hafa tekið nægilegt tillit til erfiðra aðstæðna sinna. „Ég trúði þessu ekki,“ segir Kristjana um brottvísunina. „Er ég í alvöru orðin of gömul til að klára stúdentinn? Er ég búin að missa af tækifærinu mínu?“

„Ég ætti að verða eitthvað stórt“

Eftir að Kristjana lauk grunnskólanámi skráði hún sig til náms við Menntaskólann í Kópavogi og að eigin sögn kláraði hún fyrsta árið með ágætis árangri. Erfiðar heimilisaðstæður gerðu það hins vegar að verkum að hún varð að flytja að heiman. Hún flosnaði upp úr skóla og fór að vinna á veitingastað í Reykjavík. Kristjana segir að mamma sín hafi aldrei verið ánægð með ákvörðun hennar um að hætta námi og hvatti hana eindregið til að byrja aftur. „Hún sagði að ég ætti að verða eitthvað stórt,“ segir Kristjana.

„Hún sagði að ég ætti að verða eitthvað stórt“ 

Í september árið 2012 varð Kristjana fyrir fyrsta stóra áfallinu þegar móðir hennar veiktist skyndilega. „Þetta var á laugardegi og ég var í vinnunni. Þegar klukkuna vantaði korter í tíu komu bróðir mömmu og pabbi hennar í vinnuna til mín og sögðu að mamma væri uppi á spítala,“ rifjar Kristjana upp. Lítið var vitað á þessum tímapunkti, annað en að móðir Kristjönu væri alvarlega veik á spítala. Fljótlega eftir komuna á Landspítalann var fjölskyldan hins vegar kölluð á fund með lækni sem tilkynnti þeim móðir Kristjönu hefði sennilega fengið heilablóðfall og enga heilastarfsemi væri að finna. 

Fann þegar hjartað hætti að slá

„Læknirinn sagði okkur að mamma væri á leið í aðgerð en hún væri í raun til að staðfesta endanlega að hún væri farin,“ segir Kristjana. „Þegar ég kom að henni eftir aðgerðina var hún í öndunarvél og með sjö sentímetra skurð á höfðinu. Ég vissi strax að hún væri farin. Fólkið í kringum mig sagði mér að halda í vonina og biðja fyrir henni, en ég vissi að hún væri dáin.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár