Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Rekin úr skólanum í kjölfar áfalla

Kristjönu R. El­ín­ar­dótt­ur var vís­að úr námi í MK eft­ir tvö svip­leg frá­föll í fjöl­skyld­unni. Hún seg­ir skóla­yf­ir­völd ekki hafa tek­ið nægi­legt til­lit til erfiðra að­stæðna sinna og að það skipti hana öllu máli að fá að ljúka námi. Skóla­meist­ari seg­ir að þeg­ar um al­var­leg mál sé að ræða taki skól­inn til­lit til þess í eina til tvær ann­ir.

Rekin úr skólanum í kjölfar áfalla

Kristjana R. Elínardóttir fær ekki að halda áfram námi við Menntaskólann í Kópavogi. Hún segir að ástæðurnar sem henni hafi verið gefnar séu að hún sé orðin of gömul. Skólameistari MK hafnar þessu og segir að engum nemanda hafi verið vísað úr skóla sökum aldurs. Aðrar ástæður liggi að baki.

Tvö skyndileg fráföll í fjölskyldunni urðu til þess að Kristjana náði ekki að sinna náminu af fullum krafti. Hún segir skólayfirvöld ekki hafa tekið nægilegt tillit til erfiðra aðstæðna sinna. „Ég trúði þessu ekki,“ segir Kristjana um brottvísunina. „Er ég í alvöru orðin of gömul til að klára stúdentinn? Er ég búin að missa af tækifærinu mínu?“

„Ég ætti að verða eitthvað stórt“

Eftir að Kristjana lauk grunnskólanámi skráði hún sig til náms við Menntaskólann í Kópavogi og að eigin sögn kláraði hún fyrsta árið með ágætis árangri. Erfiðar heimilisaðstæður gerðu það hins vegar að verkum að hún varð að flytja að heiman. Hún flosnaði upp úr skóla og fór að vinna á veitingastað í Reykjavík. Kristjana segir að mamma sín hafi aldrei verið ánægð með ákvörðun hennar um að hætta námi og hvatti hana eindregið til að byrja aftur. „Hún sagði að ég ætti að verða eitthvað stórt,“ segir Kristjana.

„Hún sagði að ég ætti að verða eitthvað stórt“ 

Í september árið 2012 varð Kristjana fyrir fyrsta stóra áfallinu þegar móðir hennar veiktist skyndilega. „Þetta var á laugardegi og ég var í vinnunni. Þegar klukkuna vantaði korter í tíu komu bróðir mömmu og pabbi hennar í vinnuna til mín og sögðu að mamma væri uppi á spítala,“ rifjar Kristjana upp. Lítið var vitað á þessum tímapunkti, annað en að móðir Kristjönu væri alvarlega veik á spítala. Fljótlega eftir komuna á Landspítalann var fjölskyldan hins vegar kölluð á fund með lækni sem tilkynnti þeim móðir Kristjönu hefði sennilega fengið heilablóðfall og enga heilastarfsemi væri að finna. 

Fann þegar hjartað hætti að slá

„Læknirinn sagði okkur að mamma væri á leið í aðgerð en hún væri í raun til að staðfesta endanlega að hún væri farin,“ segir Kristjana. „Þegar ég kom að henni eftir aðgerðina var hún í öndunarvél og með sjö sentímetra skurð á höfðinu. Ég vissi strax að hún væri farin. Fólkið í kringum mig sagði mér að halda í vonina og biðja fyrir henni, en ég vissi að hún væri dáin.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
3
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
5
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.
Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
6
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár