Síðastliðinn mánudag, þann 31. október, voru drög lögð að starfslokum Róberts Ragnarssonar, bæjarstjóra í Grindavík. Samkvæmt heimildarmanni Stundarinnar verður aukafundur í bæjarstjórn næstkomandi þriðjudag, þann 8. nóvember, þar sem endanlega verður gengið frá brottrekstri bæjarstjórans.
Róbert var ráðinn sem bæjarstjóri árið 2010 og hefur síðan þá skilað góðu búi. Í úttekt Vísbendingar, vikurits um viðskipti og efnahagsmál, var Grindavík í öðru sæti yfir best reknu bæjarfélög landsins, rétt á eftir Vestmannaeyjum. Er þar tekið tillit til fjárhagslegs styrks sveitarfélagsins, skulda og tekna íbúa. Einnig var Grindavík aðeins eitt af tveimur sveitarfélögum landsins sem hafði engin veikleikamerki skráð á sig árið 2015 í skýrslu greiningardeildar Arion banka.
Í ráðningarsamningi Róberts er gert ráð fyrir þriggja mánaða uppsagnarfresti auk sex mánaða biðlaunum. Samkvæmt heimildum Stundarinnar er því haldið fram að brottrekstur Róberts muni kosta
Athugasemdir