Reka á bæjarstjóra Grindarvíkur

Reka á bæj­ar­stjóra eins best rekna bæj­ar­fé­lags lands­ins. Ró­bert Ragn­ars­son, bæj­ar­stjóri Grinda­vík­ur, hef­ur ver­ið í ónáð­inni hjá meiri­hluta bæj­ar­stjórn­ar, sér­stak­lega eft­ir að hann flutti til Reykja­vík­ur fyrr á þessu ári. Kosn­að­ur­inn við að reka Ró­bert er sagð­ur á bil­inu 12–15 millj­ón­ir.

Reka á bæjarstjóra Grindarvíkur
Róbert og húsið sem hann leigði fyrst út en flutti svo úr. Mynd: Grindavik.is

 

Síðastliðinn mánudag, þann 31. október, voru drög lögð að starfslokum Róberts Ragnarssonar, bæjarstjóra í Grindavík. Samkvæmt heimildarmanni Stundarinnar verður aukafundur í bæjarstjórn næstkomandi þriðjudag, þann 8. nóvember, þar sem endanlega verður gengið frá brottrekstri bæjarstjórans. 

 

Róbert var ráðinn sem bæjarstjóri árið 2010 og hefur síðan þá skilað góðu búi. Í úttekt Vísbendingar, vikurits um viðskipti og efnahagsmál, var Grindavík í öðru sæti yfir best reknu bæjarfélög landsins, rétt á eftir Vestmannaeyjum. Er þar tekið tillit til fjárhagslegs styrks sveitarfélagsins, skulda og tekna íbúa. Einnig var Grindavík aðeins eitt af tveimur sveitarfélögum landsins sem hafði engin veikleikamerki skráð á sig árið 2015 í skýrslu greiningardeildar Arion banka.

 

Í ráðningarsamningi Róberts er gert ráð fyrir þriggja mánaða uppsagnarfresti auk sex mánaða biðlaunum. Samkvæmt heimildum Stundarinnar er því haldið fram að brottrekstur Róberts muni kosta 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár