Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Reka á bæjarstjóra Grindarvíkur

Reka á bæj­ar­stjóra eins best rekna bæj­ar­fé­lags lands­ins. Ró­bert Ragn­ars­son, bæj­ar­stjóri Grinda­vík­ur, hef­ur ver­ið í ónáð­inni hjá meiri­hluta bæj­ar­stjórn­ar, sér­stak­lega eft­ir að hann flutti til Reykja­vík­ur fyrr á þessu ári. Kosn­að­ur­inn við að reka Ró­bert er sagð­ur á bil­inu 12–15 millj­ón­ir.

Reka á bæjarstjóra Grindarvíkur
Róbert og húsið sem hann leigði fyrst út en flutti svo úr. Mynd: Grindavik.is

 

Síðastliðinn mánudag, þann 31. október, voru drög lögð að starfslokum Róberts Ragnarssonar, bæjarstjóra í Grindavík. Samkvæmt heimildarmanni Stundarinnar verður aukafundur í bæjarstjórn næstkomandi þriðjudag, þann 8. nóvember, þar sem endanlega verður gengið frá brottrekstri bæjarstjórans. 

 

Róbert var ráðinn sem bæjarstjóri árið 2010 og hefur síðan þá skilað góðu búi. Í úttekt Vísbendingar, vikurits um viðskipti og efnahagsmál, var Grindavík í öðru sæti yfir best reknu bæjarfélög landsins, rétt á eftir Vestmannaeyjum. Er þar tekið tillit til fjárhagslegs styrks sveitarfélagsins, skulda og tekna íbúa. Einnig var Grindavík aðeins eitt af tveimur sveitarfélögum landsins sem hafði engin veikleikamerki skráð á sig árið 2015 í skýrslu greiningardeildar Arion banka.

 

Í ráðningarsamningi Róberts er gert ráð fyrir þriggja mánaða uppsagnarfresti auk sex mánaða biðlaunum. Samkvæmt heimildum Stundarinnar er því haldið fram að brottrekstur Róberts muni kosta 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
4
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár