Gríðarleg óánægja ríkir í Stykkishólmi með sölu á húsnæði Amtbókasafnsins í miðbæ bæjarins. Undirskriftasöfnun er í gangi þar sem þess er krafist að fram fari íbúakosning um málið. „Það er mikill hiti í fólki,“ segir Bjarki Hjörleifsson, stjórnmálafræðinemi, í samtali við Stundina en hann stendur fyrir undirskriftasöfnuninni. „Það hafa allir skoðun á þessu máli og hafa kynnt sér málin að miklu leyti,“ segir hann. Fjöldi fólks ætlar að hittast síðdegis í dag og „faðma“ bókasafnið áður en það fjölmennir á bæjarstjórnarfund þar sem sölu hússins verður mótmælt.
Óheppilegir hagsmunaárekstrar
Bæjarráð samþykkti á þriðjudag að ganga til samninga við Marz-sjávarafurðir ehf. um sölu á húseigninni en hugmynd forsvarsmanna Marz er að rífa húsnæðið og byggja meðal annars íbúðarhús á lóðinni. Deiliskipulag miðbæjar Stykkishólms gerir hins vegar ráð fyrir að þar sé atvinnustarfsemi. Bókaverzlun Breiðafjarðar lagði einnig fram tilboð í húsið. Eigendur hennar vildu flytja bókaverslunina í húsið og vera auk þess …
Athugasemdir