Einn frægasti fréttaritari á Íslandi, fyrr og síðar, var Regína Thorarensen sem lengi skrifaði í Morgunblaðið frá Gjögri á Ströndum.
Einhverjar þekktustu fréttir hennar voru um saltleysið í kaupfélaginu. Það var stórmál að eiga salt til að menn gæti róið til fiskjar og verkað aflann í salt. Fréttir Regínu um saltleysið voru ekki vel séðar af öllum. Frægt er að starfsmaður símstöðvarinnar hlýddi gjarnan á samtölin þegar Regína sendi ritstjórn Moggans pistla sína
Athugasemdir