Umræða um bækling Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar, Kynlegar tölur, hefur verið tekin út af dagskrá borgarstjórnarfundar Reykjavíkur í dag vegna rangra upplýsinga í bæklingnum. Búið var að prenta og dreifa bæklingnum þegar villurnar komu í ljós. Bæklingurinn var prentaður í um sex hundruð eintökum.
„Aðallega eru þetta upplýsingar sem eru birtar á netinu. Þetta er mjög einföld leiðrétting og það hafa orðið stærri klúður en þetta hjá borginni,“ segir Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna í samtali við Stundina. Að sögn Sóleyjar fólust villurnar í því að hlutfall á framboðslistum var ekki rétt reiknað sem olli því að tvær myndir í bæklingnum eru byggðar á röngum upplýsingum. Nú er því unnið að leiðréttingu á bæklingnum. „Það hefði verið leiðinlegt að ræða rangan bækling og ætlum frekar að gera það næst þegar búið er að …
Athugasemdir