Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Ragnheiður Elín mætir ekki á fund hjá atvinnumálanefnd

Ráð­herra hef­ur ver­ið boð­uð á fund til að skýra 700 millj­óna styrk til fisk­eldi­fé­lags í eigu Eng­ey­ings. Lands­sam­band fisk­eld­is­stöðva hef­ur gagn­rýnt styrk­inn harð­lega. „Full­kom­lega gal­ið," seg­ir Kristján Möller, nefnd­ar­mað­ur.

Ragnheiður Elín mætir ekki á fund hjá atvinnumálanefnd
Samningur undirritaður Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra undirritaði fjárfestingarsamning við Matorku ehf. þann 27. febrúar síðastliðinn.

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur nú í tvígang hundsað boð um að mæta fyrir atvinnuveganefnd til að skýra fjárfestingasamning sem ríkið gerði við fiskeldisfélagið Matorku. Samningurinn var vegna fyrirhugaðrar fiskeldisstöðvar í Grindavík og var undirritaður þann 27. febrúar síðastliðinn.

Styrkurinn er metin upp á um 700 milljónir og skiptist annars vegar í um 400 milljónir í formi skattaívilnana og afslætti af opinberum gjöldum, og hins vegar svokallaðan þjálfunarstyrk upp á tvær milljónir evra eða um 300 milljónir.

Helsti eigandi Matorku er Engeyingurinn Benedikt Einarsson Sveinsson, frændi Bjarna Benediktssonar. Málið hefur verið umdeilt innan Sjálfstæðisflokksins og hefur Landssamband fiskeldisstöðva gagnrýnt styrkinn harðlega.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár