Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur nú í tvígang hundsað boð um að mæta fyrir atvinnuveganefnd til að skýra fjárfestingasamning sem ríkið gerði við fiskeldisfélagið Matorku. Samningurinn var vegna fyrirhugaðrar fiskeldisstöðvar í Grindavík og var undirritaður þann 27. febrúar síðastliðinn.
Styrkurinn er metin upp á um 700 milljónir og skiptist annars vegar í um 400 milljónir í formi skattaívilnana og afslætti af opinberum gjöldum, og hins vegar svokallaðan þjálfunarstyrk upp á tvær milljónir evra eða um 300 milljónir.
Helsti eigandi Matorku er Engeyingurinn Benedikt Einarsson Sveinsson, frændi Bjarna Benediktssonar. Málið hefur verið umdeilt innan Sjálfstæðisflokksins og hefur Landssamband fiskeldisstöðva gagnrýnt styrkinn harðlega.
Athugasemdir