Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Ráðherra heldur að Mjólkursamsalan sé saklaus

Gunn­ar Bragi er fyrr­ver­andi starfs­mað­ur Kaup­fé­lags Skag­firð­inga sem er hlut­hafi í Mjólk­ur­sam­söl­unni. Sagð­ur ná­inn Þórólfi Gísla­syni kaup­fé­lags­stjóra og stjórn­ar­manni í MS.

Ráðherra heldur að Mjólkursamsalan sé saklaus

Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, efast um að Mjólkursamsalan hafi í raun og veru gerst sek um brot á samkeppnislögum. Þetta kom fram í viðtali við ráðherrann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, en Gunnar Bragi er fyrrverandi starfsmaður Kaupfélags Skagfirðinga sem er hluthafi í Mjólkursamsölunni og hagsmunaaðili í málinu.

Samkeppniseftirlitið hefur sektað Mjólkursamsöluna um 480 milljónir króna vegna alvarlegra brota á samkeppnislögum og misnotkunar á markaðsráðandi stöðu sinni. Gunnar Bragi, sem er æðsta stjórnvald á sviði landbúnaðarmála á Íslandi, efast hins vegar um að ákvörðun Samkeppniseftirlitsins standist skoðun.

Áður en Gunnar Bragi hóf afskipti af landspólitík starfaði hann meðal annars á verslunarsviði Kaupfélags Skagfirðinga árin 2000 til 2002 og þar á eftir sem framkvæmdastjóri Ábæjar til 2007. Greint hefur verið frá því í fjölmiðlum að ráðherrann sé náinn Þórólfi Gíslasyni kaupfélagsstjóra sem situr í stjórn Mjólkursamsölunnar. Haft var eftir Jóni Sigurðssyni, fyrrverandi formanni Framsóknarflokksins, í Fréttatímanum á dögunum að Þórólfur hefði beinlínis haft Gunnar Braga í vasanum.

„Mjólkursamsalan er fyrirtæki sem er eins og allir vita í einokunarstöðu. Um það gildir ákveðnar reglur og þeim ber að fara eftir þeim,“ sagði Gunnar Bragi í viðtalinu á Stöð 2 í gær. „Það kemur í ljós hvort þeir hafi brotið af sér eða ekki. Ég hef síður trú á því að þeir hafi brotið af sér, þetta er fyrirtæki sem í gegnum tíðina hefur sýnt samfélaginu mikla ábyrgð.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár