Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Ráðherra heldur að Mjólkursamsalan sé saklaus

Gunn­ar Bragi er fyrr­ver­andi starfs­mað­ur Kaup­fé­lags Skag­firð­inga sem er hlut­hafi í Mjólk­ur­sam­söl­unni. Sagð­ur ná­inn Þórólfi Gísla­syni kaup­fé­lags­stjóra og stjórn­ar­manni í MS.

Ráðherra heldur að Mjólkursamsalan sé saklaus

Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, efast um að Mjólkursamsalan hafi í raun og veru gerst sek um brot á samkeppnislögum. Þetta kom fram í viðtali við ráðherrann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, en Gunnar Bragi er fyrrverandi starfsmaður Kaupfélags Skagfirðinga sem er hluthafi í Mjólkursamsölunni og hagsmunaaðili í málinu.

Samkeppniseftirlitið hefur sektað Mjólkursamsöluna um 480 milljónir króna vegna alvarlegra brota á samkeppnislögum og misnotkunar á markaðsráðandi stöðu sinni. Gunnar Bragi, sem er æðsta stjórnvald á sviði landbúnaðarmála á Íslandi, efast hins vegar um að ákvörðun Samkeppniseftirlitsins standist skoðun.

Áður en Gunnar Bragi hóf afskipti af landspólitík starfaði hann meðal annars á verslunarsviði Kaupfélags Skagfirðinga árin 2000 til 2002 og þar á eftir sem framkvæmdastjóri Ábæjar til 2007. Greint hefur verið frá því í fjölmiðlum að ráðherrann sé náinn Þórólfi Gíslasyni kaupfélagsstjóra sem situr í stjórn Mjólkursamsölunnar. Haft var eftir Jóni Sigurðssyni, fyrrverandi formanni Framsóknarflokksins, í Fréttatímanum á dögunum að Þórólfur hefði beinlínis haft Gunnar Braga í vasanum.

„Mjólkursamsalan er fyrirtæki sem er eins og allir vita í einokunarstöðu. Um það gildir ákveðnar reglur og þeim ber að fara eftir þeim,“ sagði Gunnar Bragi í viðtalinu á Stöð 2 í gær. „Það kemur í ljós hvort þeir hafi brotið af sér eða ekki. Ég hef síður trú á því að þeir hafi brotið af sér, þetta er fyrirtæki sem í gegnum tíðina hefur sýnt samfélaginu mikla ábyrgð.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Við munum þurrka þá út“
6
ErlentÁrásir á Gaza

„Við mun­um þurrka þá út“

Þrátt fyr­ir aukna and­stöðu við stríð­ið hafa al­menn­ir borg­ar­ar í Ísra­el litla sam­úð með Palestínu­mönn­um á Gaza. Þar hef­ur ísra­elski her­inn hef­ur auk­ið þunga í hern­að­ar­að­gerð­um í vik­unni. Ætl­un­in er að „klára verk­ið og full­komna ósig­ur Ham­as,“ sagði Benjam­in Net­anya­hu. Blaða­menn voru drepn­ir í vik­unni, börn svelta og al­þjóð­leg hjálp­ar­sam­tök senda frá sér sam­eig­in­legt ákall gegn nýrri lög­gjöf.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár