Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Ráðherra heldur að Mjólkursamsalan sé saklaus

Gunn­ar Bragi er fyrr­ver­andi starfs­mað­ur Kaup­fé­lags Skag­firð­inga sem er hlut­hafi í Mjólk­ur­sam­söl­unni. Sagð­ur ná­inn Þórólfi Gísla­syni kaup­fé­lags­stjóra og stjórn­ar­manni í MS.

Ráðherra heldur að Mjólkursamsalan sé saklaus

Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, efast um að Mjólkursamsalan hafi í raun og veru gerst sek um brot á samkeppnislögum. Þetta kom fram í viðtali við ráðherrann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, en Gunnar Bragi er fyrrverandi starfsmaður Kaupfélags Skagfirðinga sem er hluthafi í Mjólkursamsölunni og hagsmunaaðili í málinu.

Samkeppniseftirlitið hefur sektað Mjólkursamsöluna um 480 milljónir króna vegna alvarlegra brota á samkeppnislögum og misnotkunar á markaðsráðandi stöðu sinni. Gunnar Bragi, sem er æðsta stjórnvald á sviði landbúnaðarmála á Íslandi, efast hins vegar um að ákvörðun Samkeppniseftirlitsins standist skoðun.

Áður en Gunnar Bragi hóf afskipti af landspólitík starfaði hann meðal annars á verslunarsviði Kaupfélags Skagfirðinga árin 2000 til 2002 og þar á eftir sem framkvæmdastjóri Ábæjar til 2007. Greint hefur verið frá því í fjölmiðlum að ráðherrann sé náinn Þórólfi Gíslasyni kaupfélagsstjóra sem situr í stjórn Mjólkursamsölunnar. Haft var eftir Jóni Sigurðssyni, fyrrverandi formanni Framsóknarflokksins, í Fréttatímanum á dögunum að Þórólfur hefði beinlínis haft Gunnar Braga í vasanum.

„Mjólkursamsalan er fyrirtæki sem er eins og allir vita í einokunarstöðu. Um það gildir ákveðnar reglur og þeim ber að fara eftir þeim,“ sagði Gunnar Bragi í viðtalinu á Stöð 2 í gær. „Það kemur í ljós hvort þeir hafi brotið af sér eða ekki. Ég hef síður trú á því að þeir hafi brotið af sér, þetta er fyrirtæki sem í gegnum tíðina hefur sýnt samfélaginu mikla ábyrgð.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár