Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Ráðherra heldur að Mjólkursamsalan sé saklaus

Gunn­ar Bragi er fyrr­ver­andi starfs­mað­ur Kaup­fé­lags Skag­firð­inga sem er hlut­hafi í Mjólk­ur­sam­söl­unni. Sagð­ur ná­inn Þórólfi Gísla­syni kaup­fé­lags­stjóra og stjórn­ar­manni í MS.

Ráðherra heldur að Mjólkursamsalan sé saklaus

Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, efast um að Mjólkursamsalan hafi í raun og veru gerst sek um brot á samkeppnislögum. Þetta kom fram í viðtali við ráðherrann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, en Gunnar Bragi er fyrrverandi starfsmaður Kaupfélags Skagfirðinga sem er hluthafi í Mjólkursamsölunni og hagsmunaaðili í málinu.

Samkeppniseftirlitið hefur sektað Mjólkursamsöluna um 480 milljónir króna vegna alvarlegra brota á samkeppnislögum og misnotkunar á markaðsráðandi stöðu sinni. Gunnar Bragi, sem er æðsta stjórnvald á sviði landbúnaðarmála á Íslandi, efast hins vegar um að ákvörðun Samkeppniseftirlitsins standist skoðun.

Áður en Gunnar Bragi hóf afskipti af landspólitík starfaði hann meðal annars á verslunarsviði Kaupfélags Skagfirðinga árin 2000 til 2002 og þar á eftir sem framkvæmdastjóri Ábæjar til 2007. Greint hefur verið frá því í fjölmiðlum að ráðherrann sé náinn Þórólfi Gíslasyni kaupfélagsstjóra sem situr í stjórn Mjólkursamsölunnar. Haft var eftir Jóni Sigurðssyni, fyrrverandi formanni Framsóknarflokksins, í Fréttatímanum á dögunum að Þórólfur hefði beinlínis haft Gunnar Braga í vasanum.

„Mjólkursamsalan er fyrirtæki sem er eins og allir vita í einokunarstöðu. Um það gildir ákveðnar reglur og þeim ber að fara eftir þeim,“ sagði Gunnar Bragi í viðtalinu á Stöð 2 í gær. „Það kemur í ljós hvort þeir hafi brotið af sér eða ekki. Ég hef síður trú á því að þeir hafi brotið af sér, þetta er fyrirtæki sem í gegnum tíðina hefur sýnt samfélaginu mikla ábyrgð.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár