Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Prestur líkir Vantrú við hryðjuverkasamtökin ISIS

Örn Bárð­ur Jóns­son sókn­ar­prest­ur birt­ir mynd af vopn­uð­um manni merkt­um Van­trú skjóta kirkj­unn­ar menn með ásjónu engla í höf­uð­ið. „Ég fæ ekki orða bund­ist,“ seg­ir formað­ur Van­trú­ar.

Prestur líkir Vantrú við hryðjuverkasamtökin ISIS
Teikningin sem Örn Bárður birtir Á myndinni er ýjað að því að Vantrú sé í reynd að skjóta kirkjunnar menn í höfuðið, líkt og ISIS.

Séra Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur í Neskirkju, líkir guð- og trúleysissamtökunum Vantrú við hryðjuverkasamtökin ISIS Facebook-færslu. 

Örn Bárður birtir mynd á Facebook-síðu sinni þar sem spurt er hvort það sé stigs- eða eðlismunur á Vantrú og hryðjuverkasamtökunum ISIS. Á myndinni sést maður, vopnaður hríðskotabyssu og merktur ISIS og Vantrú, skjóta vængjaða kirkjunnar menn í höfuðið. Á myndinni er spurningin: „Stigs- eða eðlismunur?“

Uppfært 29. ágúst kl. 17:20: Örn Bárður hefur beðist afsökunar á teikningunni og segist hafa farið fram úr sér. „Ég vil biðjast afsökunar á að hafa vegið ómaklega að félögum í Vantrú og öðrum sem kunna að hafa tekið þetta til sín. Mér þykir leitt að hafa látið þetta frá mér fara og bið þolendur að fyrirgefa mér mistökin,“ skrifar Örn á bloggi sínu, en hann hefur tekið myndina út af Facebook-síðu sinni. 

 

Örn Bárður Jónsson
Örn Bárður Jónsson Sóknarprestur í Neskirkju.

Annar prestur, séra Carlos A. Ferrer mótmælir birtingunni. „Klárlega eðlismunur. Vantrú beitir tjáningafrelsi, hin vopnum. ISIS tekur af lífi, Vantrú vegur að æru. Það er ekki gott að minnka umræðuna svona.“

Félagasamtök um trúleysi tengd við ofbeldi

Sindri Guðjónsson, formaður Vantrúar, gerir athugasemd við tengingu Arnar Bárðar á Vantrú við ISIS, ekki síst á þeim grundvelli að Vantrú stundar ekki morð eða annað ofbeldi.

„ISIS drepur og nauðgar.“

„Ég fékk senda skjámynd af Facebook vegg séra Arnar Bárðar, prests. Þar spyr hann hvort það sé stigs eða eðlismunur á Vantrú og ISIS. Ég fæ ekki orða bundist. Við spyrjum málefnalega hvort það sé eðlilegt að við borgum félagsgjald í félög sem við tilheyrum ekki. ISIS drepur og nauðgar. Kastar fólki ofan af byggingum. Heggur höfuðið af fólki og tekur upp á myndband. Gera hluti á torgum, sem Nasistar myndu gera í felum. Við skrifum greinar á internetið. Er það sambærileg hegðun? Hvernig eru siðferðisviðmið þessa manns? Þetta er talsmaður stofnunar sem þiggur meira en 4 milljarða á fjárlögum. Væri ekki nær að svara efnislega málflutningi Vantrúar? Er það kristilegt að líkja okkur í Vantrú við ISIS? Og er það Vantrú sem gengur fram með öfgum?“

Örn Bárður sat meðal annars í stjórnlagaráði sem mótaði drög að nýrri stjórnarskrá. Hann lærði meðal annars predikunarfræði og boðmiðlun í Yale Divinity School í Bandaríkjunum.

Trúuðum fækkar hratt

Fyrr í vikunni voru birtar niðurstöður könnunar sem sýndi að aðeins helmingur Íslendinga væri trúaður. Spurt var: „Burtséð frá því hvort þú sækir trúarlegar samkomur eða staði, myndir þú segja að þú værir trúaðir einstaklingur, ekki trúaður einstaklingur eða trúleysingi?“ 51 prósent sögðust vera trúaðir, en í sömu könnun árið 2012 sögðust 57 prósent vera trúaðir. Könnunin var hluti af alþjóðlegri könnun Gallups. Meðaltal trúaðra í heiminum öllum er 63 prósent.

Vantrú er félag trúleysingja sem rekur vefritið vantru.is. Félagið hefur þá yfirlýstu stefnu að „veita mótvægi við boðun hindurvitna og vinna gegn áhrifum þeirra í samfélaginu“. Félagið var stofnað árið 2004 og hafa margar greinar verið skrifaðar um boðskap Arnar Bárðar á vefinn.

Bæði félagið Vantrú og Sindri Guðjónsson, formaður þess, tóku vel í fyrrgreinda afsökunarbeiðni Arnar Bárðar. „Kann vel að meta afsökunarbeiðnina, og hún er tekin til greina,“ skrifaði Sindri við blogg Arnar Bárðar.

Ég fékk senda skjámynd af Facebook vegg séra Arnar Bárðar, prests. Þar spyr hann hvort það sé stigs eða eðlismunur á...

Posted by Sindri Guðjónsson on Friday, 28 August 2015
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár