Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Birgitta segir að „þriðja leiðin“ sé á teikniborðinu

Eft­ir tvær mis­heppn­að­ar til­raun­ir til stjórn­ar­mynd­anna fengu Pírat­ar stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð­ið. Birgitta Jóns­dótt­ir seg­ir að skatta, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­mál séu stóru mál­in sem ná þurfi mála­miðl­un um.

Birgitta segir að „þriðja leiðin“ sé á teikniborðinu
Birgitta á Bessastöðum Tekur við stjórnarmyndunarumboði frá Guðna Th. Jóhannessyni forseta. Mynd: Pressphotos

Rúmlega fimm vikum eftir Alþingiskosningar og misheppnaðar tilraunir Sjálfstæðisflokksins og VG til að mynda ríkistjórnir hefur forseti Íslands veitt Pírötum stjórnarmyndunarumboð. Þingflokksformaður Pírata, Birgitta Jónsdóttir, segir að þetta sé mjög spennandi tækifæri til að færa Ísland inn í nútímann.

Ráðast fyrst í stóru málin

Fimm flokkar koma að óformlegum viðræðum, en að auki Pírata eru það Björt framtíð, Samfylkingin, Vinstri græn og Viðreisn; þetta eru sömu flokkar og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, reyndi að mynda starftæka ríkisstjórn með, en hún skilaði umboðinu áður en viðræðum lauk.

Birgitta segir að samræðan haldi í raun áfram frá fyrri viðræðum, og að mikil vinna nýtist því aftur. Áður en haldið er út í formlegar viðræður segir Birgitta að það sé mikilvægt að útkljá stóru málin til að sjá hvort sé til grundvöllur fyrir samstarfi. „Það er náttúrlega fyrst og fremst hvernig má fjármagna ríkisútgjöld, og síðan sjávarútvegs- og landbúnaðarmálin.“

Sömu mál hafa staðið í vegi fyrir því að önnur stjórnarmynstur verði að veruleika.

„Allir flokkarnir lofuðu töluvert miklum útgjöldum“

Til að undibúa þessar viðræður segir Birgitta að Píratar hafi unnið mikla hugmyndavinnu og safnað tillögum og gögnum frá flokkunum um áherslur þeirra. „Allir flokkarnir lofuðu töluvert miklum útgjöldum í sinni kosningabaráttu, þannig að við erum að fara yfir hvernig má fjármagna það.“

Margt sameinar flokkana

Þrátt fyrir að það sé töluvert bil á stefnum sumra flokka segir Birgitta að það sé líka mjög mikið sem sameini þá. „Þessir flokkar hafa mjög spennandi hugmyndir til að setja í pottinn, og hafa allir áhuga á því að takast á stórum málum eins og loftslagsmálum, opinni og gagnsærri stjórnsýslu, mannréttindum og jafnrétti. Það er svo margt sem sameinar okkur en við þurfum fyrst að sjá hvort við getum fundið lausnir á erfiðu málunum áður en við getum farið að vinda okkur í þau skemmtilegu.“

Aðspurð um ágreininga innan þessa fimm flokka segir Birgitta að hún telji hann vera að vissu leyti tungumálaörðugleikar. „Það má kannski segja að við séum öll að kynnast betur núna. Mörg okkar þekktust ekki neitt fyrir kosningar, og flokkarnir eru með mismumandi uppbyggingu og menningu, og það tekur fólk tíma að skilja það. Hugmyndafræðin er mismunandi, en oft er það þannig að þegar þeir hægra megin heyra orðið „skattar“ stuðar það þá, eins og „hagræðingar“ stuðar vinstri menn, og þeir hætta að geta talað saman. Við erum að fara ólíkan veg í að leysa þetta, einhverja þriðju leið.“

Birgitta leggur áherslu á það að allir taki sér sinn tíma í þessum viðræðum. „Það er mikilvægt þegar maður er að vinna með ólíka strengi að það sé gert af nærgætni—að fólk líði vel með ferlið og finnist ekki eins og það sé að bregðast kjósendum sínum.“

Tekur einum degi í einu

Birgitta segir að vinnunni miði áfram og að hún hafi mjög góða tilfinningu fyrir hópnum. Núna sé mikilvægt að ræða þau mál sem flokkarnir leggja mesta áherslu á og finna málamiðlanir sem allir geta sætt sig við.

„Ég er bara að taka þessu einn dag í einu fram að helgi. Ef það gengur vel þá ákveðum við framhaldið í kjölfar af því. Við erum að fara að vinna mikla vinnu hjá Pírötum til að búa til einhvern ramma til að vinna eftir. Ég er bara mjög vongóð með framvindu mála.“

Næsti óformlegi fundurinn á milli formanna flokkanna og hennar Birgittu hefst í dag eftir umræðu um fjárlagafrumvarpið á þinginu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Indriði Þorláksson
3
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu