Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Birgitta segir að „þriðja leiðin“ sé á teikniborðinu

Eft­ir tvær mis­heppn­að­ar til­raun­ir til stjórn­ar­mynd­anna fengu Pírat­ar stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð­ið. Birgitta Jóns­dótt­ir seg­ir að skatta, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­mál séu stóru mál­in sem ná þurfi mála­miðl­un um.

Birgitta segir að „þriðja leiðin“ sé á teikniborðinu
Birgitta á Bessastöðum Tekur við stjórnarmyndunarumboði frá Guðna Th. Jóhannessyni forseta. Mynd: Pressphotos

Rúmlega fimm vikum eftir Alþingiskosningar og misheppnaðar tilraunir Sjálfstæðisflokksins og VG til að mynda ríkistjórnir hefur forseti Íslands veitt Pírötum stjórnarmyndunarumboð. Þingflokksformaður Pírata, Birgitta Jónsdóttir, segir að þetta sé mjög spennandi tækifæri til að færa Ísland inn í nútímann.

Ráðast fyrst í stóru málin

Fimm flokkar koma að óformlegum viðræðum, en að auki Pírata eru það Björt framtíð, Samfylkingin, Vinstri græn og Viðreisn; þetta eru sömu flokkar og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, reyndi að mynda starftæka ríkisstjórn með, en hún skilaði umboðinu áður en viðræðum lauk.

Birgitta segir að samræðan haldi í raun áfram frá fyrri viðræðum, og að mikil vinna nýtist því aftur. Áður en haldið er út í formlegar viðræður segir Birgitta að það sé mikilvægt að útkljá stóru málin til að sjá hvort sé til grundvöllur fyrir samstarfi. „Það er náttúrlega fyrst og fremst hvernig má fjármagna ríkisútgjöld, og síðan sjávarútvegs- og landbúnaðarmálin.“

Sömu mál hafa staðið í vegi fyrir því að önnur stjórnarmynstur verði að veruleika.

„Allir flokkarnir lofuðu töluvert miklum útgjöldum“

Til að undibúa þessar viðræður segir Birgitta að Píratar hafi unnið mikla hugmyndavinnu og safnað tillögum og gögnum frá flokkunum um áherslur þeirra. „Allir flokkarnir lofuðu töluvert miklum útgjöldum í sinni kosningabaráttu, þannig að við erum að fara yfir hvernig má fjármagna það.“

Margt sameinar flokkana

Þrátt fyrir að það sé töluvert bil á stefnum sumra flokka segir Birgitta að það sé líka mjög mikið sem sameini þá. „Þessir flokkar hafa mjög spennandi hugmyndir til að setja í pottinn, og hafa allir áhuga á því að takast á stórum málum eins og loftslagsmálum, opinni og gagnsærri stjórnsýslu, mannréttindum og jafnrétti. Það er svo margt sem sameinar okkur en við þurfum fyrst að sjá hvort við getum fundið lausnir á erfiðu málunum áður en við getum farið að vinda okkur í þau skemmtilegu.“

Aðspurð um ágreininga innan þessa fimm flokka segir Birgitta að hún telji hann vera að vissu leyti tungumálaörðugleikar. „Það má kannski segja að við séum öll að kynnast betur núna. Mörg okkar þekktust ekki neitt fyrir kosningar, og flokkarnir eru með mismumandi uppbyggingu og menningu, og það tekur fólk tíma að skilja það. Hugmyndafræðin er mismunandi, en oft er það þannig að þegar þeir hægra megin heyra orðið „skattar“ stuðar það þá, eins og „hagræðingar“ stuðar vinstri menn, og þeir hætta að geta talað saman. Við erum að fara ólíkan veg í að leysa þetta, einhverja þriðju leið.“

Birgitta leggur áherslu á það að allir taki sér sinn tíma í þessum viðræðum. „Það er mikilvægt þegar maður er að vinna með ólíka strengi að það sé gert af nærgætni—að fólk líði vel með ferlið og finnist ekki eins og það sé að bregðast kjósendum sínum.“

Tekur einum degi í einu

Birgitta segir að vinnunni miði áfram og að hún hafi mjög góða tilfinningu fyrir hópnum. Núna sé mikilvægt að ræða þau mál sem flokkarnir leggja mesta áherslu á og finna málamiðlanir sem allir geta sætt sig við.

„Ég er bara að taka þessu einn dag í einu fram að helgi. Ef það gengur vel þá ákveðum við framhaldið í kjölfar af því. Við erum að fara að vinna mikla vinnu hjá Pírötum til að búa til einhvern ramma til að vinna eftir. Ég er bara mjög vongóð með framvindu mála.“

Næsti óformlegi fundurinn á milli formanna flokkanna og hennar Birgittu hefst í dag eftir umræðu um fjárlagafrumvarpið á þinginu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár