Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Óttarr Proppé ánægður með rökstuðning ráðherra – segir að Bókin um veginn sé líka stutt

Ótt­arr Proppé heil­brigð­is­ráð­herra seg­ist ánægð­ur með rök­stuðn­ing Sig­ríð­ar Á. And­er­sen fyr­ir því að víkja frá til­lög­um dóm­nefnd­ar um skip­un dóm­ara við Lands­rétt.

Óttarr Proppé ánægður með rökstuðning ráðherra – segir að Bókin um veginn sé líka stutt
Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra segist sáttur við rökstuðning dómsmálaráðherra í Landsréttarmálinu. Mynd: skjáskot/ruv

Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra og formaður Bjartrar framtíðar, segist ánægður með rökstuðning Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra fyrir því að vikið verði frá tillögum dómnefndar um skipan dómara við Landsrétt. Þetta kom fram í ræðu hans á Alþingi áðan.

Óttarr sagði Sigríði hafa rökstutt fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að hún telji að fleira eigi að koma til álita þegar skipað er í dóminn, meðal annars dómarareynslu. „Ég tek undir og samþykki þá röksemdarfærslu,“ sagði Óttarr. Þá sagði hann einnig nauðsynlegt að horfa til kynjasjónarmiða við skipun dómara við Landsrétt. Dómsmálaráðherra hefur lýst sig mótfallna slíkri nálgun.

Þegar Óttari var bent á að rökstuðningur Sigríðar fyrir tillögu sinni væri stuttur og ekki sérlega ítarlegur sagðist Óttarr gefa lítið fyrir blaðsíðutöl. „Rökstuðningur er ekki endilega betri ef hann er á fleiri blaðsíðum eða verri ef hann er á færri blaðsíðum. Margar af þeim merkustu upplýsingum, bókum og svo framvegis sem ég hef lesið, segjum t.d. bara Bókin um veginn, eru mjög stuttar... og mikið, t.d. íslenska stjórnarskráin, líka nýja íslenska stjórnarskráin, eru tiltölulega stutt plögg en þau skipta samt miklu máli,“ sagði hann. Óttarr sagðist í grunninn vera „sáttur við að ráðherra hafi rökstutt sína tillögu“. 

Á meðal þeirra sem dómsmálaráðherra vill ekki skipa sem dómara við Landsrétt, þrátt fyrir mat dómnefndarinnar, er Eiríkur Jónsson en hann var í sjöunda sæti hjá nefndinni og er með meiri dómarareynslu en aðrir á lista ráðherrans. Jóhannes Karl Sveinsson hæstaréttarlögmaður er á meðal þeirra sem hefur bent á, í umsögn við tillögu Sigríðar, að hrókeringar ráðherra geti ekki byggt á því að hún hafi talið dómarareynslu eiga að hafa meira hæfi en nefndin ákvað, enda hafi Eiríki verið skipt út á meðan aðrir umsækjendur með minni dómarareynslu voru látnir í friði. 

Mikill titringur hefur verið vegna málsins, en afgreiðslu þess var frestað í eftir langan þingfund í nótt. Málið hefur vakið mikla athygli en tillaga Sigríðar felur í sér að fjórir umsækjendur af þeim fimmtán sem dómnefnd taldi hæfasta verði ekki skipaðir dómarar en aðrir fjórir umsækjendur verði skipaðir í þeirra stað. Óttarr sagði ljóst miðað við umræðuna á Alþingi í dag að það væri ekki í augsýn að það myndist breið pólitísk sátt um málið. 

Þá sagði hann hlutverk Alþingis ekki vera að vera ný matsnefnd í málinu, heldur felist ákvörðun þingmanna í því að vera neitunarvald, það er að samþykkja eða hafna tillögu ráðherra. 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Skipun dómara við Landsrétt

Saga Landsréttarmálsins: Hver ber ábyrgð?
ÚttektSkipun dómara við Landsrétt

Saga Lands­rétt­ar­máls­ins: Hver ber ábyrgð?

Yf­ir­deild MDE átel­ur Sig­ríði And­er­sen, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra, fyr­ir þátt henn­ar í Lands­rétt­ar­mál­inu. Hæstirétt­ur og Al­þingi, þá und­ir meiri­hluta Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisn­ar og Bjartr­ar fram­tíð­ar, fá einnig gagn­rýni. Yf­ir­deild­in seg­ir gjörð­ir Sig­ríð­ar vekja rétt­mæt­ar áhyggj­ur af póli­tískri skip­un dóm­ara.
Fjölskylduvítið
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
PistillSkipun dómara við Landsrétt

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Fjöl­skyldu­vít­ið

Ís­lenska stjórn­mála­fjöl­skyld­an hef­ur öll meg­in­ein­kenni sjúkr­ar fjöl­skyldu út frá kenn­ing­um um með­virkni enda al­in upp við sjúk­leg­ar að­stæð­ur. Í því ljósi er for­vitni­legt að skoða „póli­tískt at og óvirð­ingu Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins í Strass­bourg við Al­þingi Ís­lend­inga“ sem „skipt­ir víst engu máli þeg­ar upp er stað­ið“.
Yfirlýstur andstæðingur Mannréttindadómstólsins flutti erindi á afmæli Hæstaréttar
FréttirSkipun dómara við Landsrétt

Yf­ir­lýst­ur and­stæð­ing­ur Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins flutti er­indi á af­mæli Hæsta­rétt­ar

Dansk­ur pró­fess­or sem er þekkt­ur fyr­ir að vilja að Dan­ir hætti að lúta dóm­um Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu flutti ávarp á af­mæl­is­sam­komu Hæsta­rétt­ar. Boð­ið vek­ur at­hygli þar sem máls­með­ferð Ís­lands vegna Lands­rétt­ar­máls­ins hjá yf­ir­deild MDE stend­ur nú yf­ir.

Mest lesið

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
2
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
4
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár