Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Lyfjastefna Óttars gagnrýnd: „Ekki eitt orð um hámarks kostnaðarþátttöku þeirra sem eru veikir“

Í lyfja­stefnu heil­brigð­is­ráð­herra er lögð áhersla á að efla „kostn­að­ar­vit­und“ al­menn­ings.

Lyfjastefna Óttars gagnrýnd: „Ekki eitt orð um hámarks kostnaðarþátttöku þeirra sem eru veikir“

Í lyfjastefnu Óttars Proppé heilbrigðisráðherra eru engin fyrirheit gefin um að sett verði þak á greiðsluþátttöku sjúklinga vegna allra lyfja. Hins vegar er lögð áhersla á að efla „kostnaðarvitund“ almennings og heilbrigðisstarfsfólks. 

Stefnan var lögð fram á Alþingi í formi þingsályktunartillögu í loks mars og gekk til velferðarnefndar 4. apríl. Hvergi er fjallað með beinum hætti um kostnaðarhlutdeild sjúklinga vegna lyfja í stefnunni sjálfri, en í greinargerð er hins vegar tekið fram að ekki sé nóg „að lyf séu ávallt fáanleg á markaði heldur þurfa þau að vera á viðráðanlegu verði og tryggt að Sjúkratryggingar Íslands taki virkan þátt í kostnaði notenda þeirra svo stuðlað sé að sem mestum jöfnuði“. 

Í umsögn MND-félagsins á Íslandi um lyfjastefnuna er bent á þetta. „Það er mikið rætt um kostnaðarvitund fagfólks og notanda í stefnunni. Við yfirlestur er ekki eitt orð um hámarks kostnaðarþátttöku þeirra sem eru veikir,“ skrifar Guðjón Sigurðsson, formaður félagsins. „Held að það hljóti að eiga heima í Lyfjastefnu svo ekki verði einvörðungu mögulegt fyrir fyrir fólk á þingmannalaunum að kaupa sér lífsnauðsynleg lyf.“ 

Árið 2013 var sett þak á kostnað sjúklinga vegna þeirra lyfja sem Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í að greiða. Byggir greiðsluþátttökukerfið á á þrepaskiptri greiðsluþátttöku þar sem hver einstaklingur greiðir hlutfallslega minna eftir því sem lyfjakostnaður hans eykst innan tólf mánaða tímabils, en þau lyf sem Sjúkratryggingar taka ekki þátt í að greiða falla utan greiðsluþrepanna.

„Held að það hljóti að eiga heima í Lyfjastefnu
svo ekki verði einvörðungu mögulegt fyrir
fyrir fólk á þingmannalaunum að kaupa
sér lífsnauðsynleg lyf“

Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar kemur fram að ráðherra hyggist beita sér fyrir lækkun á kostnaðarhlutdeild sjúklinga í lyfjakostnaði. Nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna lækniskostnaðar og þjálfunar tekur gildi í byrjun maí, en kerfið tekur ekki til lyfja. Þetta benti Halldóra Mogensen, þingkona Pírata, á þegar rætt var um lyfjastefnuna á Alþingi í byrjun mánaðar.

„Það er að koma nýtt greiðsluþátttökukerfi 1. maí en þar er ekki tekið á lyfjakostnaði. Stór þáttur í kostnaðinum eru lyfin,“ sagði hún og bætti við: „Hvernig ætlum við að koma til móts við fólk þannig að við látum ekki veikt fólk vera í kvíðakasti vegna fjárhagsáhyggna þegar það þarf mest á því að halda að geta verið í ró og næði til að ná heilsu aftur?“

Halldóra og fleiri þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu Óttar fyrir að fjalla ekki með beinum hætti um kostnaðarþátttöku sjúklinga í stefnunni.

„Ástæðan fyrir því að ekki er sérstaklega farið inn í kostnaðarþátttökuna á annan hátt en með þessari almennu stefnu er vegna þess að það er ákveðið á endanum í fjárlögum og fjárheimildum ríkisins til málaflokksins. Þar erum við sammála, ég og þingmaðurinn, um að það eigi að gera betur,“ svaraði hann og bætti við: „Það er stefna ríkisstjórnarinnar að lækka greiðsluþátttöku almennings í heilbrigðiskerfinu. Lyf eru ekki undanskilin þar. Ástæðan fyrir því að það er ekki nákvæmar orðað í lyfjastefnunni er vegna þess að fjárheimildirnar eru ákveðnar af Alþingi í fjárlögum.“

Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkona Vinstri grænna, gaf lítið fyrir þessa útskýringu Óttars. „Gott og vel, það verður auðvitað gert í fjárlögum,“ sagði hún. „En ég sakna þess engu að síður að þessa sjáist ekki stað í fjármálaáætluninni. Það hefði að mínu mati verið ákveðin undirbygging fyrir það sem kemur í fjárlagafrumvarpinu þegar það svo kemur fram.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
1
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
9
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár