Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Lyfjastefna Óttars gagnrýnd: „Ekki eitt orð um hámarks kostnaðarþátttöku þeirra sem eru veikir“

Í lyfja­stefnu heil­brigð­is­ráð­herra er lögð áhersla á að efla „kostn­að­ar­vit­und“ al­menn­ings.

Lyfjastefna Óttars gagnrýnd: „Ekki eitt orð um hámarks kostnaðarþátttöku þeirra sem eru veikir“

Í lyfjastefnu Óttars Proppé heilbrigðisráðherra eru engin fyrirheit gefin um að sett verði þak á greiðsluþátttöku sjúklinga vegna allra lyfja. Hins vegar er lögð áhersla á að efla „kostnaðarvitund“ almennings og heilbrigðisstarfsfólks. 

Stefnan var lögð fram á Alþingi í formi þingsályktunartillögu í loks mars og gekk til velferðarnefndar 4. apríl. Hvergi er fjallað með beinum hætti um kostnaðarhlutdeild sjúklinga vegna lyfja í stefnunni sjálfri, en í greinargerð er hins vegar tekið fram að ekki sé nóg „að lyf séu ávallt fáanleg á markaði heldur þurfa þau að vera á viðráðanlegu verði og tryggt að Sjúkratryggingar Íslands taki virkan þátt í kostnaði notenda þeirra svo stuðlað sé að sem mestum jöfnuði“. 

Í umsögn MND-félagsins á Íslandi um lyfjastefnuna er bent á þetta. „Það er mikið rætt um kostnaðarvitund fagfólks og notanda í stefnunni. Við yfirlestur er ekki eitt orð um hámarks kostnaðarþátttöku þeirra sem eru veikir,“ skrifar Guðjón Sigurðsson, formaður félagsins. „Held að það hljóti að eiga heima í Lyfjastefnu svo ekki verði einvörðungu mögulegt fyrir fyrir fólk á þingmannalaunum að kaupa sér lífsnauðsynleg lyf.“ 

Árið 2013 var sett þak á kostnað sjúklinga vegna þeirra lyfja sem Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í að greiða. Byggir greiðsluþátttökukerfið á á þrepaskiptri greiðsluþátttöku þar sem hver einstaklingur greiðir hlutfallslega minna eftir því sem lyfjakostnaður hans eykst innan tólf mánaða tímabils, en þau lyf sem Sjúkratryggingar taka ekki þátt í að greiða falla utan greiðsluþrepanna.

„Held að það hljóti að eiga heima í Lyfjastefnu
svo ekki verði einvörðungu mögulegt fyrir
fyrir fólk á þingmannalaunum að kaupa
sér lífsnauðsynleg lyf“

Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar kemur fram að ráðherra hyggist beita sér fyrir lækkun á kostnaðarhlutdeild sjúklinga í lyfjakostnaði. Nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna lækniskostnaðar og þjálfunar tekur gildi í byrjun maí, en kerfið tekur ekki til lyfja. Þetta benti Halldóra Mogensen, þingkona Pírata, á þegar rætt var um lyfjastefnuna á Alþingi í byrjun mánaðar.

„Það er að koma nýtt greiðsluþátttökukerfi 1. maí en þar er ekki tekið á lyfjakostnaði. Stór þáttur í kostnaðinum eru lyfin,“ sagði hún og bætti við: „Hvernig ætlum við að koma til móts við fólk þannig að við látum ekki veikt fólk vera í kvíðakasti vegna fjárhagsáhyggna þegar það þarf mest á því að halda að geta verið í ró og næði til að ná heilsu aftur?“

Halldóra og fleiri þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu Óttar fyrir að fjalla ekki með beinum hætti um kostnaðarþátttöku sjúklinga í stefnunni.

„Ástæðan fyrir því að ekki er sérstaklega farið inn í kostnaðarþátttökuna á annan hátt en með þessari almennu stefnu er vegna þess að það er ákveðið á endanum í fjárlögum og fjárheimildum ríkisins til málaflokksins. Þar erum við sammála, ég og þingmaðurinn, um að það eigi að gera betur,“ svaraði hann og bætti við: „Það er stefna ríkisstjórnarinnar að lækka greiðsluþátttöku almennings í heilbrigðiskerfinu. Lyf eru ekki undanskilin þar. Ástæðan fyrir því að það er ekki nákvæmar orðað í lyfjastefnunni er vegna þess að fjárheimildirnar eru ákveðnar af Alþingi í fjárlögum.“

Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkona Vinstri grænna, gaf lítið fyrir þessa útskýringu Óttars. „Gott og vel, það verður auðvitað gert í fjárlögum,“ sagði hún. „En ég sakna þess engu að síður að þessa sjáist ekki stað í fjármálaáætluninni. Það hefði að mínu mati verið ákveðin undirbygging fyrir það sem kemur í fjárlagafrumvarpinu þegar það svo kemur fram.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár