Ólöglegur í Englandi – aftur á ný?

Ei­rík­ur Berg­mann, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði, rifjar upp þeg­ar hann á ann­arri öld var ólög­legt vinnu­afl í Englandi og velt­ir því fyr­ir sér hvort þrjá­tíu ár­um síð­ar verði sama staða kom­in upp á ný, þeg­ar Bret­land yf­ir­gef­ur Evr­ópu­sam­band­ið.

Ólöglegur í Englandi – aftur á ný?
Við Oxford-stræti Greinarhöfundur starfaði ólöglega sem framreiðslumaður flatbaka í London á níunda áratugnum. Mynd: Shutterstock

Vorið 1989 brast á með enn einu skólaverkfallinu á Íslandi. Sá ári var farinn að verða næsta árviss, að skólar lokuðu vikum og stundum mánuðum saman. Í stað þess að hanga enn eina ferðina í fásinninu í efri byggðum borgarinnar og hringsnúast einvörðungu um sjálfa okkur þar til Fjölbrautaskólinn í Breiðholti opnaði á ný að verkfalli loknu ákváðum við tveir félagar að skella okkur það sinnið þess heldur til London og finna okkur eitthvað að gera í heimsborginni fjörugu. Eftir sum heldur vafasöm viðvik á borð við að dreifa fregnmiðum til vegfarenda fyrir ljósfælna fasteignasölu og að skutlast á skellinöðru heim til fólks með skyndibita, í borg þar sem við kunnum hvorki á götukerfið né akstursáttir, fengum við á endanum vinnu við framreiðslustörf á Pizza Hut við Oxfordstræti – einu götunni sem við kunnum að nefna þegar við sóttum um starfið.

Við undum okkur ágætlega í fjölþjóðlegum hópi ansi skrautlegs …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Evrópumál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
6
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár