Vorið 1989 brast á með enn einu skólaverkfallinu á Íslandi. Sá ári var farinn að verða næsta árviss, að skólar lokuðu vikum og stundum mánuðum saman. Í stað þess að hanga enn eina ferðina í fásinninu í efri byggðum borgarinnar og hringsnúast einvörðungu um sjálfa okkur þar til Fjölbrautaskólinn í Breiðholti opnaði á ný að verkfalli loknu ákváðum við tveir félagar að skella okkur það sinnið þess heldur til London og finna okkur eitthvað að gera í heimsborginni fjörugu. Eftir sum heldur vafasöm viðvik á borð við að dreifa fregnmiðum til vegfarenda fyrir ljósfælna fasteignasölu og að skutlast á skellinöðru heim til fólks með skyndibita, í borg þar sem við kunnum hvorki á götukerfið né akstursáttir, fengum við á endanum vinnu við framreiðslustörf á Pizza Hut við Oxfordstræti – einu götunni sem við kunnum að nefna þegar við sóttum um starfið.
Við undum okkur ágætlega í fjölþjóðlegum hópi ansi skrautlegs …
Athugasemdir