Sjúkratryggingar Íslands töldu sig ekki geta greitt fyrir plastbarkaaðgerðina á Andemariam Beyene um sumarið 2011 þar sem það væri ólöglegt.
Stofnunin tók samt þátt í kostnaði við meðferðina sem Andemariam Beyene fékk vegna sjúkdóms síns að sögn Steingríms Ara Arasonar, forstjóra Sjúkratrygginga Íslands. Magnús Páll Albertsson, fyrrverandi yfirlæknir Sjúkratrygginga sem sá um samskiptin við starfsmenn Karolinska-sjúkrahússins, þar sem aðgerðin var framkvæmd, segir að stofnunin hafi hins vegar ekki með neinum hætti komið að því að greiða kostnaðinn við ígræðslu plastbarkans sem var tilraunaaðgerð. Stundin hefur undir höndum tölvupósta á milli Sjúkratrygginga Íslands og Paolo Macchiarinis þar sem rætt er um kostnaðinn við aðgerðina á Andemariam.
Athugasemdir