Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Öll fyrri stjórn Zúisma rannsökuð

Öll fyrr­um stjórn trú­fé­lags­ins Zú­isma, sem nýt­ur vax­andi vin­sælda, var í rann­sókn hjá sér­stök­um sak­sókn­ara. Mál­ið er í ákæru­ferli. Tals­mað­ur Zú­ista seg­ir frétt RÚV ósann­gjarna. Mál Kickst­art­er-bræðr­anna og fyrr­um for­stöðu­manns Zú­isma er sama mál­ið.

Öll fyrri stjórn Zúisma rannsökuð
Samsett mynd Mál sérstaks saksóknara snýr að öllum þremur mönnum: Ólafi Helga Þorgrímssyni, Einari Ágústssyni og Ágústi Arnari Ágústssyni.

Heimildir Stundarinnar herma að mál sérstaks saksóknara gegn Ólafi Helga Þorgrímssyni, fyrrum forstöðumanni trúfélagsins Zúisma, beinist líka gegn bræðrunum Einari og Ágústi Arnari Ágústssonum. Það sé raunar sama málið.

Því má segja að öll fyrri stjórn trúfélagsins hafi verið í rannsókn hjá sérstökum saksóknara. Heimildir Stundarinnar herma þó að það mál beinist þó ekki að trúfélaginu sjálfu og viðkomandi aðilar tengjast félaginu ekki lengur.

Í samtali við Stundina staðfestir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, að rannsókn málsins sé lokið og komin í ákærumeðferð. Ekki er vitað hver aðkoma bræðranna er að málinu.

Stundin hefur ítrekað fjallað um bæði bræðurna og Ólaf Helga. Greint var frá því í apríl síðastliðnum að málið snerist um peningaþvott í gegnum félag Ólafs Helga, Luxury Adventures. Þá sagði Ólafur Þór að rannsókn hafi staðið yfir um nokkurt skeið og að málið hafi komið upp árið 2013.

Samkvæmt heimildum Stundarinnar snýst meint afbrot Ólafs Helga meðal annars um millifærslu á fé frá Eystrasaltslöndunum til Íslands þar sem ferðaþjónustufyrirtæki hans var nýtt í þeim tilgangi. Samkvæmt heimildum skaut Seðlabanki Íslands málinu til sérstaks saksóknara. Fyrir nokkrum mánuðum sat Ólafur Helgi sat í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Samkvæmt heimildum Stundarinnar má rekja upphaf málsins til þess að Seðlabanki Íslands fór að kanna innborganir á reikninga vegna ferða á vegum Luxury Adventures.

Segir fréttina ósanngjarna

Fyrr í dag birtist frétt á vef RÚV þar sem bræðurnir eru sagðir skráðir fyrir trúfélaginu Zúismi, sem nú nýtur vaxandi vinsælda. Meðal þeirra sem hafa skráð sig í félag Zúista, sem snýst um að afnema sóknargjöld, er Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. Að sögn talsmanns Zúista, Arnórs Bjarka Svarfdal, er sú frétt ekki með öllu rétt. Hann segir að nýtt rekstrarfélag hafi verið stofnað utan um trúarsöfnuðinn og að hvorki Ólafur Helgi né bræðurnir séu tengdir því. Að hans sögn má raunar rekja yfirtöku núverandi forstöðumann til fréttar Stundarinnar um rannsókn sérstaks saksóknara á Ólafi Helga. „Þessi frétt er allavega ekki mjög sanngjörn. Það sem er rétt í málinu er að þessi menn voru virkilega í stjórn rekstrarfélagsins en þeir hafa ekki verið á neinn hátt eftir að við tókum félagið yfir,“ segir Arnór. 

„Þessir bræður koma ekki á neinn hátt félaginu við“ 

Að hans sögn hefur nýtt rekstrarfélag verið stofnað utan um félagið en skráningu þess er ekki formlega lokið. „Við erum búnir að skrá Ísak Andra [Ólafsson] fyrir félaginu hjá sýslumanni og það er samþykkt. Hann viðurkennir okkur sem stjórn trúfélagsins og Ísak Andra sem æðstaprest. Þessir bræður koma ekki á neinn hátt félaginu við,“ segir Arnór.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
2
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
4
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár