Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Öll fyrri stjórn Zúisma rannsökuð

Öll fyrr­um stjórn trú­fé­lags­ins Zú­isma, sem nýt­ur vax­andi vin­sælda, var í rann­sókn hjá sér­stök­um sak­sókn­ara. Mál­ið er í ákæru­ferli. Tals­mað­ur Zú­ista seg­ir frétt RÚV ósann­gjarna. Mál Kickst­art­er-bræðr­anna og fyrr­um for­stöðu­manns Zú­isma er sama mál­ið.

Öll fyrri stjórn Zúisma rannsökuð
Samsett mynd Mál sérstaks saksóknara snýr að öllum þremur mönnum: Ólafi Helga Þorgrímssyni, Einari Ágústssyni og Ágústi Arnari Ágústssyni.

Heimildir Stundarinnar herma að mál sérstaks saksóknara gegn Ólafi Helga Þorgrímssyni, fyrrum forstöðumanni trúfélagsins Zúisma, beinist líka gegn bræðrunum Einari og Ágústi Arnari Ágústssonum. Það sé raunar sama málið.

Því má segja að öll fyrri stjórn trúfélagsins hafi verið í rannsókn hjá sérstökum saksóknara. Heimildir Stundarinnar herma þó að það mál beinist þó ekki að trúfélaginu sjálfu og viðkomandi aðilar tengjast félaginu ekki lengur.

Í samtali við Stundina staðfestir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, að rannsókn málsins sé lokið og komin í ákærumeðferð. Ekki er vitað hver aðkoma bræðranna er að málinu.

Stundin hefur ítrekað fjallað um bæði bræðurna og Ólaf Helga. Greint var frá því í apríl síðastliðnum að málið snerist um peningaþvott í gegnum félag Ólafs Helga, Luxury Adventures. Þá sagði Ólafur Þór að rannsókn hafi staðið yfir um nokkurt skeið og að málið hafi komið upp árið 2013.

Samkvæmt heimildum Stundarinnar snýst meint afbrot Ólafs Helga meðal annars um millifærslu á fé frá Eystrasaltslöndunum til Íslands þar sem ferðaþjónustufyrirtæki hans var nýtt í þeim tilgangi. Samkvæmt heimildum skaut Seðlabanki Íslands málinu til sérstaks saksóknara. Fyrir nokkrum mánuðum sat Ólafur Helgi sat í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Samkvæmt heimildum Stundarinnar má rekja upphaf málsins til þess að Seðlabanki Íslands fór að kanna innborganir á reikninga vegna ferða á vegum Luxury Adventures.

Segir fréttina ósanngjarna

Fyrr í dag birtist frétt á vef RÚV þar sem bræðurnir eru sagðir skráðir fyrir trúfélaginu Zúismi, sem nú nýtur vaxandi vinsælda. Meðal þeirra sem hafa skráð sig í félag Zúista, sem snýst um að afnema sóknargjöld, er Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. Að sögn talsmanns Zúista, Arnórs Bjarka Svarfdal, er sú frétt ekki með öllu rétt. Hann segir að nýtt rekstrarfélag hafi verið stofnað utan um trúarsöfnuðinn og að hvorki Ólafur Helgi né bræðurnir séu tengdir því. Að hans sögn má raunar rekja yfirtöku núverandi forstöðumann til fréttar Stundarinnar um rannsókn sérstaks saksóknara á Ólafi Helga. „Þessi frétt er allavega ekki mjög sanngjörn. Það sem er rétt í málinu er að þessi menn voru virkilega í stjórn rekstrarfélagsins en þeir hafa ekki verið á neinn hátt eftir að við tókum félagið yfir,“ segir Arnór. 

„Þessir bræður koma ekki á neinn hátt félaginu við“ 

Að hans sögn hefur nýtt rekstrarfélag verið stofnað utan um félagið en skráningu þess er ekki formlega lokið. „Við erum búnir að skrá Ísak Andra [Ólafsson] fyrir félaginu hjá sýslumanni og það er samþykkt. Hann viðurkennir okkur sem stjórn trúfélagsins og Ísak Andra sem æðstaprest. Þessir bræður koma ekki á neinn hátt félaginu við,“ segir Arnór.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
5
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
6
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár