Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Óljós markmið í loftslagsmálum: „Bara verið umhverfisráðherra í nokkra daga“

Björt Ólafs­dótt­ir, um­hverf­is- og auð­linda­ráð­herra, seg­ist vilja „fá stöð­una al­gjör­lega upp á borð­ið“ áð­ur en sett verða tölu­leg markmið um að draga úr los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda.

Óljós markmið í loftslagsmálum: „Bara verið umhverfisráðherra í nokkra daga“

Ný ríkisstjórn hefur ekki komið sér saman um töluleg markmið að því er varðar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum á kjörtímabilinu. Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 

„Fyrst er að fá stöðuna algjörlega upp á borðið, svo er að fara í þá aðgerðaáætlun sem boðuð er,“ sagði Björt Ólafsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra þegar Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri grænna, spurði hana um málið.

Björt vísaði til skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um stöðu loftslagsmála á Íslandi og sagðist hafa fengið innsýn í skýrsluna enda væru drög að henni tilbúin. „Ég hef fengið innsýn í hana og staðan er ekkert voðalega góð. Það er alveg á hreinu að við þurfum að hafa okkur öll við,“ sagði Björt.

Skömmu seinna kom í ljós að Björt hafði aðeins séð eina mynd úr skýrslunni. „Ég hef bara verið umhverfisráðherra í nokkra daga,“ sagði hún.

Parísarsamkomulagið notað sem viðmið

Í fyrirspurn sinni sagðist Rósa Björk sakna þess að hafa hvergi séð hver töluleg markmið ríkisstjórnarinnar væru að því er varðar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum, hvorki hversu mikið ætti að draga úr losun né heldur fyrir hvaða tíma ætti að ná markmiðunum. Þá spurði hún: „Ætlar ríkisstjórnin að fylgja stefnu Evrópusambandsins um að draga úr losun um 40% fyrir árið 2030? Eða ætlar hún jafnvel að setja fram metnaðarfyllri markmið?“

Björt sagðist hafa verið að leita að þessu hjá sér, enda hefði hún einmitt verið með tölulegar upplýsingar. „Fyrst og fremst viljum við taka punktstöðuna,“ sagði svo Björt og bætti við: „Núna er væntanleg og er reyndar komin í drögum, frétti ég síðast í gær, loftslagsskýrsla unnin af Hagfræðistofnun Háskóla Íslands um stöðuna á Íslandi. Ég hef fengið innsýn í hana og staðan er ekkert voðalega góð. Það er alveg á hreinu að við þurfum að hafa okkur öll við. Það þurfa öll ráðuneyti að gera. Allar stjórnsýslustofnanir þurfa að vera á sömu blaðsíðu hvað það varðar að fara saman í þennan leiðangur.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
1
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu