Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Óeirðir og mótmæli í Bandaríkjunum eftir að niðurstöður kosninga voru ljós

Mik­il reiði braust út víða í Banda­ríkj­un­um í nótt eft­ir að sig­ur Don­alds Trump í for­seta­kosn­ing­um þar í landi varð ljós. Víða um land­ið er lög­regl­an í við­bragðs­stöðu vegna ástands­ins.

Óeirðir og mótmæli í Bandaríkjunum eftir að niðurstöður kosninga voru ljós
Borgaraleg óhlýðni Kona gengur framhjá ruslatunnum sem loguðu í mótmælum í Oakland í Kalíforníu. Mynd: Reuters

Ósáttir borgarar hópuðust saman í Bandaríkjunum og mótmæltu í nótt eftir að niðurstöður forsetakosningana lágu fyrir. Á sumum stöðum urðu mótmælin að óeirðum þar sem hópar fólks kveiktu elda og brutu rúður. 

Mótmæli brutust út víðs vegar um landið, en voru þó mest áberandi meðal háskólanema í Kaliforníu í Oregon-ríki, þar sem Hillary Clinton fór með sigur af hólmi. Það dugði þó ekki til að tryggja henni sigur í forsetakosningunum. 

„Til fjandans með Donald Trump!“

Ósáttir kjósendur tóku reiði sína út með því að brenna fána og hrópa: „Ekki minn forseti!“ [e. Not my president,] „Til fjandans með Donald Trump!“ [e. Fuck Donald Trump] og „Fólkið, sameinað mun aldrei verða sundrað,“ [e. The people, united, will never be divided.]

Víða í Bandaríkjunum er lögreglan í viðbragðsstöðu vegna hættu á óeirðum, en talið er að fólk muni sætta sig við úrslit kosningana og mótmælunum muni ljúka fljótlega.

Sigur Trumps í nótt kom mörgum á óvart, því undanfarnar vikur hefur Clinton haft yfirhöndina samkvæmt könnunum. Hún var öldungardeildarþingkona á árunum 2001 til 2009, innanríkisráðherra Bandaríkjanna undir stjórn Obama frá 2009 til 2013 og fylgdi eiginmanni sínum, Bill Clinton, í Hvíta húsið þegar hann var kjörinn forseti. Hinn nýkjörni forseti, Donald J. Trump, hefur hins vegar aldrei komið nálægt stjórnmálum áður. 

Tef Poe, áberandi talsmaður Black Lives Matter hreyfingarinnar sem berst fyrir auknu réttlæti til handa svörtum í Bandríkjunum, vakti talsverða athygli í mars síðastliðnum. Þá lýsti hann því yfir á Twitter að færi svo að Trump sigraði þá yrðu óeirðir allstaðar. „Ágæta hvíta fólk. Ef Trump sigrar eru ungir blökkumenn eins og ég aldeilis harðákveðnir í að hefja óeirðir hvert sem við förum. Ég er bara að láta ykkur vita.“ Tef Poe eyddi síðar tístinu og reyndi að sverja það af sér.  

Tístið
Tístið þar sem Tef Poe hótar aðgerðum.

 

Fram eftir nóttu leit út fyrir að Clinton færi með sigur af hólmi, þar til það lá fyrir að Trump hafði óvænt sigrað ríki sem tryggðu honum sigurinn, eins og Flórída. Stuðningsmenn hans þar voru hæstánægðir með niðurstöður kosninganna.

Í Portland sýndu mótmælendur hins vegar óánægju sína með því að brenna fána landsins:

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar í BNA 2016

Bergmálið frá Hitler: Er Trump fasisti?
ErlentForsetakosningar í BNA 2016

Berg­mál­ið frá Hitler: Er Trump fas­isti?

Á dög­un­um sagði Ásta Guð­rún Helga­dótt­ir, þing­mað­ur Pírata, úr ræðu­stól á Al­þingi að Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti væri fas­isti. Óli Björn Kára­son þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins and­mælti því, og nokkr­ir aðr­ir sömu­leið­is. En fleiri hafa velt þessu fyr­ir sér og ekki að­eins hér á landi. Ný­lega birti vef­síð­an Slate við­tal sem blaða­mað­ur­inn Isaac Chot­iner tók við breska sagn­fræð­ing­inn Rich­ard Evans, þar sem ein­mitt var fjall­að um hvort Trump væri á svip­uð­um slóð­um og fas­ist­ar eða nas­ist­ar líkt og Ad­olf Hitler.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu