Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Ný bylting á Beauty tips: Fór aftur heim til hans eftir hópnauðgun

Kon­ur lýsa sam­skipt­um sín­um við gerend­ur eft­ir nauðg­un. Ragn­heið­ur Helga reyndi að láta sem ekk­ert væri eft­ir hópnauðg­un og fór tvisvar sinn­um aft­ur í hús­ið þar sem þetta gerð­ist.

Ný bylting á Beauty tips: Fór aftur heim til hans eftir hópnauðgun

„Ég var sautján ára þegar mér var hópnauðgað af fimm strákum sem voru saman í vinahópi. Þetta voru strákar sem ég var búin að vera mikið með og gerðist heima hjá einum þeirra. Þeir tróðu allskonar hlutum inn í mig og svo var mér nauðgað af einum þeirra. Ég barðist aðeins um en svo fraus ég þar til þessu lauk. Þá fór ég heim og sagði engum frá þessu fyrr en hálfu ári síða. Eftir að þetta gerðist þá fór ég tvisvar sinnum aftur heim til hans af því að ég kenndi mér um. Af því að ég gerði ekki neitt, af því að mér fannst þetta vera mín sök og ég var að leitast eftir því að þeir myndu segja að þetta væri þeirra sök, eitthvað sem tæki þessa sektarkennd frá mér.“

Þetta segir Ragnheiður Helga Bergmann Hafsteinsdóttir. Hún er ein þeirra kvenna sem hafa lýst viðbrögðum sínum eftir ofbeldi inni á lokaðri síðu gegn nauðgunarmenningu, en nú eru konur einnig að deila reynslu sinni inni á Beauty Tips og Twitter undir myllumerkinu #eftirkynferðisofbeldi. 

Lýsti samskiptum brotaþola 

Það gera þær í kjölfar umræðu sem skapaðist í vikunni, þegar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður manns sem var kærður fyrir nauðgun, sagði í viðtali við Morgunútvarpið á Rás 2 að mikil samskipti hefðu verið á milli umbjóðanda hans og stúlkunnar sem kærði nauðgun. Í því máli viðurkennir umbjóðandi hans að hafa átt samræði við stúlkuna en sagði það hafa verið með samþykki beggja aðila. „Í málinu liggja fyrir gögn sem sýna að þau eiga í miklum og góðum samskiptum í um það bil mánaðarskeið eftir þetta. Þar á meðal strax nokkrum klukkutímum eftir að kynmökin eiga sér stað.“
 
Spurður nánar út í þessi samskipti sagði Vilhjálmur: „Þetta eru samskipti á Facebook og þetta eru tólf blaðsíður. Þau eiga sér stað um langt skeið. Þessi samskipti eru á góðu nótunum. Þar er meðal annars farið yfir atburði þessa kvölds, hvort þetta hafi spurst út í skólanum og annað slíkt. En aldrei minnst einu orði á það að einhver þvingun eða refsiverð háttsemi hafi átt sér stað. Það auðvitað veitir vísbendingu um það að þetta sé hreint og klárt kjaftæði, svo ég kveði skýrt að orði.“

Þessi samskipti segir hann hafa staðið í 25 daga.

„Eftir að þetta gerðist þá fór ég tvisvar sinnum aftur heim til hans af því að ég kenndi mér um.“

„Ég varð svo reið“

Í kjölfarið deildi Ragnheiður Helga sögu sinni. Hún segir af og frá að allar konur bregðist strax við með reiði. „Oft eru konur giftar manninum sem nauðgaði þeim. Ég varð svo reið út af þessari umræðu. Það er fullkomlega eðlilegt að bregðast allskonar við ofbeldi. Það er algengt að þolendur láti sem ekkert sé og jafnvel eðlilegt. Það er svo skrýtið ferli sem fer í gang þegar þér er nauðgað. Þú fyllist sektarkennd og viðbjóði og kennir sjálfri þér um.

Í mínu tilviki þá gerðist þetta í litlu bæjarfélagi og ég gat ekki annað en rekist á þessa stráka stundum. Ég reyndi að forðast þá, en þegar ég hitti þá reyndi ég að halda uppi eðlilegum samskiptum, eins og ekkert hefði í skorist. Eins og gerist. Ég trúði þessu ekki. Ég hélt að þeir hlytu að hafa mátt þetta því þetta voru vinir mínir.

Það eru 24 ár síðan þetta gerðist en það er ekki fyrr en núna á þessu ári sem ég er að fá það staðfest að þetta var ekki mín sök.“

Fyrirgefur aldrei ofbeldið

Hún segist hafa fengið afsökunarbeiðni frá stráknum sem nauðgaði henni tveimur árum eftir að það gerðist. „Hann sagði að þetta hefði verið hræðilegt og hann þyrfti að lifa með það á samviskunni. Í sumar sagði ég sögu mína á Pressunni og í kjölfarið höfðu tveir samband. Annar tók ekki þátt í þessu en baðst afsökunar á að hafa ekki komið mér til varnar. Hinn margbaðst afsökunar á því sem hann gerði.“

Hún segir að hún muni aldrei fyrirgefa ofbeldið sem þeir beittu hana. Það að hún hafi verið í samskiptum við þá að því loknu breyti engu um það sem þeir gerðu. „Þeir eyðilögðu líf mitt. Ég vann aldrei úr þessu á sínum tíma og í dag er ég enn að glíma við áfallastreituröskun á háu stigi og kvíða. Ég mun aldrei fyrirgefa þeim ofbeldið sem þeir beittu mig.“

Lét sem ekkert væri 

Þetta er ekki eina atvikið sem Ragnheiður Helga lenti í. Ári síðar fór hún á Þjóðhátíð í Eyjum þar sem hún hitti mann sem hún var búin að þekkja frá því að hún var lítil og leit upp til. „Við fórum eitthvað að spjalla og hann sagðist vera með vín inni í tjaldi. Ég fór með honum þangað, þar sem hann fór að kalla mig druslu og fleiri ljótum nöfnum og nauðgaði mér. Eftir fyrri nauðgunina hafði ég farið að drekka mikið og sofa hjá og fannst að allir mættu nota mig. Ég fraus aftur og gat ekkert gert til að spyrna við þessu. Ég trúði ekki að þetta væri að gerast.“

Aftur lét hún sem ekkert væri. „Þegar hann hafði lokið sér af klæddi ég mig í og hellti í mig áfengi þar til ég var orðin svo ofurölvi að ég fór í óminnisástand. Ég var á áfram í Eyjum og tilkynnti þetta ekki. Aftur kenndi ég mér um.

Þessa helgi rakst ég nokkrum sinnum á þennan mann. Hann spjallaði við mig eins og ekkert væri. Á einhverjum tímapunkti reyndi hann jafnvel að fá mig aftur með sér inn í tjald. Ég fór nú ekki með honum en gat ekki annað en talað við hann. Af því að ég var skíthrædd við hann og full af sektarkennd.

Þessi maður býr í sama borgarhluta og ég. Ég rekst reglulega á hann, en ég hef aldrei nefnt þetta við hann. Ég stundum íhugað að gera það en mér finnst ég ekki geta gert það. Hann á fjölskyldu. Ég veit ekki einu sinni hvort hann muni eftir þessu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynbundið ofbeldi

Þórhildur Sunna: „Í hvaða veruleika búa þau eiginlega?“
Fréttir

Þór­hild­ur Sunna: „Í hvaða veru­leika búa þau eig­in­lega?“

Lög­regla taldi ekki til­efni til að hefja rann­sókn á meintri nauðg­un þeg­ar mað­ur sagð­ist hafa sett lim í enda­þarm sof­andi 17 ára stúlku sem vildi ekki enda­þarms­mök. Þing­kona Pírata og formað­ur Laga- og mann­rétt­inda­nefnd­ar Evr­ópu­ráðs­þings­ins seg­ir að af­staða ákæru­valds­ins og mál­ið allt valdi henni veru­leg­um áhyggj­um af stöðu kyn­ferð­is­brota­mála í ís­lensku rétt­ar­vörslu­kerfi.
Hafði „enda­þarms­mök“ við sofandi stúlku – Ekki nauðgun, segir lögregla
Fréttir

Hafði „enda­þarms­mök“ við sof­andi stúlku – Ekki nauðg­un, seg­ir lög­regla

Lög­regla og rík­is­sak­sókn­ari töldu ekki til­efni til að rann­saka hvort nauðg­un hefði átt sér stað þeg­ar mað­ur þröngv­aði lim sín­um í enda­þarm 17 ára stúlku með­an hún svaf. Mað­ur­inn, fað­ir­inn í Hafn­ar­fjarð­ar­mál­inu svo­kall­aða, við­ur­kenndi verkn­að­inn í yf­ir­heyrslu vegna ann­ars máls og sagð­ist hafa vit­að að stúlk­an væri mót­fall­in enda­þarms­mök­um.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár