Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Ný bylting á Beauty tips: Fór aftur heim til hans eftir hópnauðgun

Kon­ur lýsa sam­skipt­um sín­um við gerend­ur eft­ir nauðg­un. Ragn­heið­ur Helga reyndi að láta sem ekk­ert væri eft­ir hópnauðg­un og fór tvisvar sinn­um aft­ur í hús­ið þar sem þetta gerð­ist.

Ný bylting á Beauty tips: Fór aftur heim til hans eftir hópnauðgun

„Ég var sautján ára þegar mér var hópnauðgað af fimm strákum sem voru saman í vinahópi. Þetta voru strákar sem ég var búin að vera mikið með og gerðist heima hjá einum þeirra. Þeir tróðu allskonar hlutum inn í mig og svo var mér nauðgað af einum þeirra. Ég barðist aðeins um en svo fraus ég þar til þessu lauk. Þá fór ég heim og sagði engum frá þessu fyrr en hálfu ári síða. Eftir að þetta gerðist þá fór ég tvisvar sinnum aftur heim til hans af því að ég kenndi mér um. Af því að ég gerði ekki neitt, af því að mér fannst þetta vera mín sök og ég var að leitast eftir því að þeir myndu segja að þetta væri þeirra sök, eitthvað sem tæki þessa sektarkennd frá mér.“

Þetta segir Ragnheiður Helga Bergmann Hafsteinsdóttir. Hún er ein þeirra kvenna sem hafa lýst viðbrögðum sínum eftir ofbeldi inni á lokaðri síðu gegn nauðgunarmenningu, en nú eru konur einnig að deila reynslu sinni inni á Beauty Tips og Twitter undir myllumerkinu #eftirkynferðisofbeldi. 

Lýsti samskiptum brotaþola 

Það gera þær í kjölfar umræðu sem skapaðist í vikunni, þegar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður manns sem var kærður fyrir nauðgun, sagði í viðtali við Morgunútvarpið á Rás 2 að mikil samskipti hefðu verið á milli umbjóðanda hans og stúlkunnar sem kærði nauðgun. Í því máli viðurkennir umbjóðandi hans að hafa átt samræði við stúlkuna en sagði það hafa verið með samþykki beggja aðila. „Í málinu liggja fyrir gögn sem sýna að þau eiga í miklum og góðum samskiptum í um það bil mánaðarskeið eftir þetta. Þar á meðal strax nokkrum klukkutímum eftir að kynmökin eiga sér stað.“
 
Spurður nánar út í þessi samskipti sagði Vilhjálmur: „Þetta eru samskipti á Facebook og þetta eru tólf blaðsíður. Þau eiga sér stað um langt skeið. Þessi samskipti eru á góðu nótunum. Þar er meðal annars farið yfir atburði þessa kvölds, hvort þetta hafi spurst út í skólanum og annað slíkt. En aldrei minnst einu orði á það að einhver þvingun eða refsiverð háttsemi hafi átt sér stað. Það auðvitað veitir vísbendingu um það að þetta sé hreint og klárt kjaftæði, svo ég kveði skýrt að orði.“

Þessi samskipti segir hann hafa staðið í 25 daga.

„Eftir að þetta gerðist þá fór ég tvisvar sinnum aftur heim til hans af því að ég kenndi mér um.“

„Ég varð svo reið“

Í kjölfarið deildi Ragnheiður Helga sögu sinni. Hún segir af og frá að allar konur bregðist strax við með reiði. „Oft eru konur giftar manninum sem nauðgaði þeim. Ég varð svo reið út af þessari umræðu. Það er fullkomlega eðlilegt að bregðast allskonar við ofbeldi. Það er algengt að þolendur láti sem ekkert sé og jafnvel eðlilegt. Það er svo skrýtið ferli sem fer í gang þegar þér er nauðgað. Þú fyllist sektarkennd og viðbjóði og kennir sjálfri þér um.

Í mínu tilviki þá gerðist þetta í litlu bæjarfélagi og ég gat ekki annað en rekist á þessa stráka stundum. Ég reyndi að forðast þá, en þegar ég hitti þá reyndi ég að halda uppi eðlilegum samskiptum, eins og ekkert hefði í skorist. Eins og gerist. Ég trúði þessu ekki. Ég hélt að þeir hlytu að hafa mátt þetta því þetta voru vinir mínir.

Það eru 24 ár síðan þetta gerðist en það er ekki fyrr en núna á þessu ári sem ég er að fá það staðfest að þetta var ekki mín sök.“

Fyrirgefur aldrei ofbeldið

Hún segist hafa fengið afsökunarbeiðni frá stráknum sem nauðgaði henni tveimur árum eftir að það gerðist. „Hann sagði að þetta hefði verið hræðilegt og hann þyrfti að lifa með það á samviskunni. Í sumar sagði ég sögu mína á Pressunni og í kjölfarið höfðu tveir samband. Annar tók ekki þátt í þessu en baðst afsökunar á að hafa ekki komið mér til varnar. Hinn margbaðst afsökunar á því sem hann gerði.“

Hún segir að hún muni aldrei fyrirgefa ofbeldið sem þeir beittu hana. Það að hún hafi verið í samskiptum við þá að því loknu breyti engu um það sem þeir gerðu. „Þeir eyðilögðu líf mitt. Ég vann aldrei úr þessu á sínum tíma og í dag er ég enn að glíma við áfallastreituröskun á háu stigi og kvíða. Ég mun aldrei fyrirgefa þeim ofbeldið sem þeir beittu mig.“

Lét sem ekkert væri 

Þetta er ekki eina atvikið sem Ragnheiður Helga lenti í. Ári síðar fór hún á Þjóðhátíð í Eyjum þar sem hún hitti mann sem hún var búin að þekkja frá því að hún var lítil og leit upp til. „Við fórum eitthvað að spjalla og hann sagðist vera með vín inni í tjaldi. Ég fór með honum þangað, þar sem hann fór að kalla mig druslu og fleiri ljótum nöfnum og nauðgaði mér. Eftir fyrri nauðgunina hafði ég farið að drekka mikið og sofa hjá og fannst að allir mættu nota mig. Ég fraus aftur og gat ekkert gert til að spyrna við þessu. Ég trúði ekki að þetta væri að gerast.“

Aftur lét hún sem ekkert væri. „Þegar hann hafði lokið sér af klæddi ég mig í og hellti í mig áfengi þar til ég var orðin svo ofurölvi að ég fór í óminnisástand. Ég var á áfram í Eyjum og tilkynnti þetta ekki. Aftur kenndi ég mér um.

Þessa helgi rakst ég nokkrum sinnum á þennan mann. Hann spjallaði við mig eins og ekkert væri. Á einhverjum tímapunkti reyndi hann jafnvel að fá mig aftur með sér inn í tjald. Ég fór nú ekki með honum en gat ekki annað en talað við hann. Af því að ég var skíthrædd við hann og full af sektarkennd.

Þessi maður býr í sama borgarhluta og ég. Ég rekst reglulega á hann, en ég hef aldrei nefnt þetta við hann. Ég stundum íhugað að gera það en mér finnst ég ekki geta gert það. Hann á fjölskyldu. Ég veit ekki einu sinni hvort hann muni eftir þessu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynbundið ofbeldi

Þórhildur Sunna: „Í hvaða veruleika búa þau eiginlega?“
Fréttir

Þór­hild­ur Sunna: „Í hvaða veru­leika búa þau eig­in­lega?“

Lög­regla taldi ekki til­efni til að hefja rann­sókn á meintri nauðg­un þeg­ar mað­ur sagð­ist hafa sett lim í enda­þarm sof­andi 17 ára stúlku sem vildi ekki enda­þarms­mök. Þing­kona Pírata og formað­ur Laga- og mann­rétt­inda­nefnd­ar Evr­ópu­ráðs­þings­ins seg­ir að af­staða ákæru­valds­ins og mál­ið allt valdi henni veru­leg­um áhyggj­um af stöðu kyn­ferð­is­brota­mála í ís­lensku rétt­ar­vörslu­kerfi.
Hafði „enda­þarms­mök“ við sofandi stúlku – Ekki nauðgun, segir lögregla
Fréttir

Hafði „enda­þarms­mök“ við sof­andi stúlku – Ekki nauðg­un, seg­ir lög­regla

Lög­regla og rík­is­sak­sókn­ari töldu ekki til­efni til að rann­saka hvort nauðg­un hefði átt sér stað þeg­ar mað­ur þröngv­aði lim sín­um í enda­þarm 17 ára stúlku með­an hún svaf. Mað­ur­inn, fað­ir­inn í Hafn­ar­fjarð­ar­mál­inu svo­kall­aða, við­ur­kenndi verkn­að­inn í yf­ir­heyrslu vegna ann­ars máls og sagð­ist hafa vit­að að stúlk­an væri mót­fall­in enda­þarms­mök­um.

Mest lesið

Jón Kristinn Einarsson
6
PistillUppgjör ársins 2024

Jón Kristinn Einarsson

Hjóm og há­vaði árs­ins 2024

Jón Krist­inn Ein­ars­son, doktorsnemi í sagn­fræði við Há­skól­ann í Chicago, ger­ir upp ár­ið sem fer senn að líða. Eft­ir því sem hann dvel­ur meir í for­tíð­inni hafi mörg af þeim stóru frétta­mál­um sem heltek­ið hafa op­in­bera um­ræðu á Ís­landi tek­ið á sig mynd dægra­stytt­ing­ar fyr­ir fréttafíkla. Á með­an sitji stóru mál­in sem mestu máli skipta gjarn­an eft­ir á hak­an­um. Til að mynda um­hverf­is- og lofts­lags­mál­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
5
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár