„Við erum í stöðugum vandræðum og erum alltaf að elta skottið á okkur,“ segir Rósa Ragnarsdóttir, verkefnastjóri í móttökuteymi hjá Útlendingastofnun, í samtali við Stundina um húsnæðismál handa hælisleitendum hér á landi.
Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins, segir ekki til nægjanlega mörg rými til að mæta fjölgun hælisleitenda undanfarið. „Fyrirsjáanlegt er að fjöldinn verði enn meiri á þessu ári og því er ljóst að stjórnvöld verða að gera viðeigandi ráðstafanir til að standa undir þeim skuldbindingum sem gerðar eru til stjórnvalda að þessu leyti,“ segir Atli.
Athugasemdir