Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Formaður fjárlaganefndar gagnrýnir námsefni við HÍ og vill vita hver kennir námskeiðið

Vig­dís Hauks­dótt­ir er óánægð með að há­skóla­fólk rann­saki mál er varða stjórn­laga­ráð.

Formaður fjárlaganefndar gagnrýnir námsefni við HÍ og vill vita hver kennir námskeiðið
Vigdís Hauksdóttir Óánægð með að háskólafólk rannsaki mál er varða stjórnlagaráð. Mynd: PressPhotos

Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, vill vita hver kennir tiltekið námskeið í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og biður vini sína á Facebook um aðstoð við að finna kennarann. Ástæðan er sú að þingkonan er ósátt við rannsóknarverkefni sem þar er á dagskrá.

Orðrétt skrifar Vigdís á Facebook:

Getur einhver sagt mér hver er kennari stjórnmálafærðikúrs í HÍ sem ber heitið Rannsóknir í stjórnmálafræði. Viðfangsefnið er: "...að vinna rannsóknarverkefni um stjórnlagaþing sem síðar varð stjórnlagaráð.Til að vinna verkefnið tökum við viðtöl við þá aðila sem komu að málinu. Mitt verkefni er að taka viðtöl við fulltrúa í Alsherjarnefnd á þessum tíma eða á árinu 2010." Það rignir yfir mig beiðnum að tjá mig um þetta - en þetta apparat var dæmt ólöglegt. Eigum við ekki að kenna eitthvað sem er í gildi og hefur tilgang og er til?

Hér vísar hún til þess að þann 25. janúar 2011 úrskurðaði Hæstiréttur kosningar til stjórnlagaþings ógildar. Í ljósi þess telur hún óeðlilegt að stjórnlagaþing og stjórnlagaráð séu andlög rannsókna við Háskóla Íslands.

Háskólinn er ríkisrekin stofnun og Alþingi fer með fjárveitingarvald ríkisins. Þar spilar fjárlaganefnd stórt hlutverk, en sem áður segir er Vigdís formaður hennar.

Vildi láta reka dósent vegna skrifa

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Vigdís talar um fyrir háskólamönnum, en árið 2011 hvatti hún til þess að Eiríkur Bergmann Einarsson, dósent við Háskólann á Bifröst, yrði rekinn vegna blaðaskrifa um Framsóknarflokkinn sem henni hugnuðust ekki.

Sá kennari sem sér um námskeiðið sem Vigdís er óánægð með heitir Eva Heiða Önnudóttir. Hún hefur stundað nám, kennslu og rannsóknir bæði á Íslandi og erlendis og sérhæfir sig í rannsóknum er varða kjósendur, frambjóðendur, stjórnmálaflokka, fulltrúalýðræði og kosningar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár