Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Formaður fjárlaganefndar gagnrýnir námsefni við HÍ og vill vita hver kennir námskeiðið

Vig­dís Hauks­dótt­ir er óánægð með að há­skóla­fólk rann­saki mál er varða stjórn­laga­ráð.

Formaður fjárlaganefndar gagnrýnir námsefni við HÍ og vill vita hver kennir námskeiðið
Vigdís Hauksdóttir Óánægð með að háskólafólk rannsaki mál er varða stjórnlagaráð. Mynd: PressPhotos

Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, vill vita hver kennir tiltekið námskeið í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og biður vini sína á Facebook um aðstoð við að finna kennarann. Ástæðan er sú að þingkonan er ósátt við rannsóknarverkefni sem þar er á dagskrá.

Orðrétt skrifar Vigdís á Facebook:

Getur einhver sagt mér hver er kennari stjórnmálafærðikúrs í HÍ sem ber heitið Rannsóknir í stjórnmálafræði. Viðfangsefnið er: "...að vinna rannsóknarverkefni um stjórnlagaþing sem síðar varð stjórnlagaráð.Til að vinna verkefnið tökum við viðtöl við þá aðila sem komu að málinu. Mitt verkefni er að taka viðtöl við fulltrúa í Alsherjarnefnd á þessum tíma eða á árinu 2010." Það rignir yfir mig beiðnum að tjá mig um þetta - en þetta apparat var dæmt ólöglegt. Eigum við ekki að kenna eitthvað sem er í gildi og hefur tilgang og er til?

Hér vísar hún til þess að þann 25. janúar 2011 úrskurðaði Hæstiréttur kosningar til stjórnlagaþings ógildar. Í ljósi þess telur hún óeðlilegt að stjórnlagaþing og stjórnlagaráð séu andlög rannsókna við Háskóla Íslands.

Háskólinn er ríkisrekin stofnun og Alþingi fer með fjárveitingarvald ríkisins. Þar spilar fjárlaganefnd stórt hlutverk, en sem áður segir er Vigdís formaður hennar.

Vildi láta reka dósent vegna skrifa

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Vigdís talar um fyrir háskólamönnum, en árið 2011 hvatti hún til þess að Eiríkur Bergmann Einarsson, dósent við Háskólann á Bifröst, yrði rekinn vegna blaðaskrifa um Framsóknarflokkinn sem henni hugnuðust ekki.

Sá kennari sem sér um námskeiðið sem Vigdís er óánægð með heitir Eva Heiða Önnudóttir. Hún hefur stundað nám, kennslu og rannsóknir bæði á Íslandi og erlendis og sérhæfir sig í rannsóknum er varða kjósendur, frambjóðendur, stjórnmálaflokka, fulltrúalýðræði og kosningar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár