Meðfylgjandi myndband, sem lögreglan hefur sent frá sér, sýnir Birnu Brjánsdóttur ganga um Laugaveginn áður en hún hvarf. Á myndbandinu virðist hún ganga fremur reikul í spori.
Grunsamlegt hvarf Birnu er rannsakað út frá því að hún hafi horfið í Reykjavík eða Hafnarfirði, allt eftir því hvort hún hafi verið aðskilin frá síma sínum eða ekki. Hún sást á öryggismyndavélum á Laugavegi, en virðist ekki hafa farið lengra en Laugaveg 31. Leitað er að ökumanni á Rauðum Kia Rio sem ók á Laugaveginum sömu mínútu, eða klukkan 05:25.
Sími hennar greindist á farsímasendum í eða við Hafnarfjörð um nóttina. „Síminn gæti hafa farið áleiðis upp í Heiðmörk,“ sagði forsvarsmaður slysavarnarfélagsins Landsbjargar á fundinum. Ein sviðsmyndin er að sími Birnu hafi ferðast svokallaða flóttamannaleið frá Reykjanesbraut að Vífilsstöðum og inn í Hafnarfjörð.
Lögreglan sást fyrir skemmstu leita í rauðum smábíl í Bakkahverfinu í Breiðholti. Þrjár lögreglubifreiðar komu aðvífandi, að sögn vitnis. Hér er myndband af atvikinu.
Athugasemdir