Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Mistökin eru leið til þroska

Halla Tóm­as­dótt­ir er eina kon­an með telj­an­legt fylgi af fram­bjóð­end­um til for­seta Ís­lands, en hún mæld­ist með tæp­lega níu pró­senta fylgi í ný­legri könn­un MMR. Hún seg­ir mik­il­vægt að kon­ur þori að bjóða sig fram í for­ystu­stöð­ur í sam­fé­lag­inu og hyggst setja siða­regl­ur fyr­ir for­seta­embætt­ið nái hún kjöri. Halla ræð­ir hér um sýn sína á for­seta­embætt­ið, for­tíð sína í við­skipta­líf­inu og föð­ur­missinn sem setti líf­ið í sam­hengi í miðju efna­hags­hruni.

Halla Tómasdóttir segir það ekki hafa verið einfalda ákvörðun að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Þegar hún var fyrst hvött til að gefa kost á sér var svarið afdráttarlaust nei. Embættið höfðaði ekki til hennar. Henni fannst það einangrað, í of mikilli fjarlægð frá þjóðinni og taldi að í því væri ekki endilega gagn. Það erfiðasta við ákvörðunina snéri hins vegar að börnunum hennar tveimur, Tómasi Bjarti fjórtán ára og Auði Ínu tólf ára, og móðurlegri umhyggju fyrir því að veita þeim áfram eðlilegt líf. 

„Mér leið ekki vel á meðan ég var að reyna að taka þessa ákvörðun, en um leið og ég tók stökkið þá leið mér vel,“ segir Halla, og kemur sér fyrir í tveggja manna sófa, gegnt blaðamanni, á kosningaskrifstofu sinni í Kópavoginum. Hún segir að tvennt hafi gert útslagið um að hún ákvað að endingu að bjóða sig fram. 

Í fyrsta lagi hafi það verið ungt fólk sem kom að máli við hana, fólk sem hafði meðal annars unnið með henni að Þjóðfundinum árið 2009 og að Alþjóðlegu jafnréttisráðstefnunni WE 2015 sem haldin var í Hörpu á síðasta ári, og hvatti hana til að bjóða sig fram. „Ungt fólk sem vill horfa til framtíðar og innleiða þessi grunngildi sem samþykkt voru á þjóðfundinum. Ungt fólk sem vill umbreytingar í samfélaginu. Fyrir mér snúast þessar kosningar að miklu leyti um val milli fortíðar og framtíðar. Ég kýs framtíðina.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2016

Saga af tveimur forsetum: Helgi fokking Björns. Og hnykkurinn
Karl Th. Birgisson
Skoðun

Karl Th. Birgisson

Saga af tveim­ur for­set­um: Helgi fokk­ing Björns. Og hnykk­ur­inn

Guðni Th. Jó­hann­es­son hef­ur flutt um 35 ræð­ur og er­indi frá því hann varð for­seti. Hann hef­ur not­að þau í að kveða nið­ur þjóð­rembu og forð­að­ist með­al ann­ars upp­hafn­ingu þjóð­kirkj­unn­ar. Hann sker sig frá Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, sem í kosn­inga­bar­áttu sinni 1996 hafði sem ein­kenn­islag „Sjá dag­ar koma“ eft­ir Dav­íð Stef­áns­son, þar sem alda­löng­um þraut­um Ís­lend­inga er lýst.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár