Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Um LÖKE-mál og lögreglustjóra: „Hennar staðfesta brot miklu alvarlegra en meint brot míns skjólstæðings”

Að­al­með­ferð í máli gegn lög­reglu­manni í dag - Lög­mað­ur ber mál­ið sam­an við per­sónu­vernd­ar­brot lög­reglu í leka­mál­inu

Um LÖKE-mál og lögreglustjóra: „Hennar staðfesta brot miklu alvarlegra en meint brot míns skjólstæðings”

Aðalmeðferð í LÖKE-málinu gegn lögreglumanninum Gunnari Scheving Thorsteinssyni fer fram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrramálið. Tilkynnt var í dag að ríkissaksóknari hefði fallið frá fyrri ákæruliðnum í málinu, þeim lið sem mesta athygli vakti í fjölmiðlum og varðaði meintar óeðlilegar uppflettingar á konum í málaskrá lögreglunnar.

Að sögn Garðars Steins Ólafssonar, verjanda Gunnars, byggðu ásakanir um þetta á röngum upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum. Ríkissaksóknari segir í tilkynningu á vef sínum í dag að frekari gagnaöflun ákæruvaldsins eftir útgáfu ákærunnar hefði leitt til þess að ekki væri unnt að útiloka að í meirihluta tilvika hefðu uppflettingarnar tengst starfi lögreglumannsins. 

Ákært fyrir þagnarskyldubrot

Eftir stendur að lögreglumaðurinn er ákærður fyrir brot á þagnarskyldu samkvæmt 136. gr. almennra hegningarlaga, sem er almennt þagnarskylduákvæði opinberra starfsmanna. Um lögreglumenn gildir einnig sérstakt þagnarskylduákvæði, 22. gr. lögreglulaga sem kveður ekki á um refsiheimild en veitir fyllingu um inntak 136. gr. þegar lögreglumenn eru sóttir til saka. 

Lögmaður Gunnars Scheving ber LÖKE-málið saman við mál Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur lögreglustjóra sem talsvert hefur verið fjallað um undanfarna daga. Vitnað er til 22. greinar lögreglulaga í úrskurði Persónuverndar um samskipti hennar við Gísla Frey Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmann innanríkisráðherra. Það fellur ekki undir hlutverk Persónuverndar að meta hvort lögreglulög hafi verið brotin, en í úrskurðinum um mál Sigríðar Bjarkar er þó að finna eftirfarandi málsgrein um þau skýrsludrög sem lögreglustjórinn sendi án heimildar og í trássi við 11. og 12. grein persónuverndarlaga: „Að öðru leyti ber og að telja upplýsingar í drögunum lúta að einkahögum einstaklinga sem eðlilegt er að fari leynt, sbr. 1. mgr. 22. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 þar sem fjallað er um þagnarskyldu lögreglu.” 

„Ég tel hennar staðfesta brot miklu alvarlegra en meint brot míns skjólstæðings.”

Eitt gangi yfir alla

Garðar Steinn, verjandi Gunnars Scheving lögreglumanns, bendir á að skjólstæðingi sínum sé gefið það eitt að sök að hafa miðlað áfram upplýsingum til vinar síns um að tiltekinn maður hafi ráðist á sig, en ekki hafi verið vitnað til neinna lögreglugagna. Í þeim upplýsingum sem Sigríður Björk miðlaði áfram til Gísla Freys, og fréttamanni RÚV var látið í té sama dag, var hins vegar að finna viðkvæmar persónuupplýsingar, getgátur og gögn úr sakamáli. „Ég tel hennar staðfesta brot miklu alvarlegra en meint brot míns skjólstæðings,” segir Garðar Steinn í samtali við Stundina. 

Haft var eftir Garðari á Mbl.is í gær að hjá skjólstæðingi hans væri í raun um sama meinta brot að ræða og í máli lögreglustjórans. Hins veg­ar lægi fyr­ir að hún fengi ekki áminn­ingu, ólíkt skjól­stæðing­i sínum sem bæði hefði verið vikið frá störfum og verið sótt­ur til saka. Velta mætti fyrir fyr­ir sér hvort ekki yrði það sama að ganga yfir al­menna lög­reglu­menn og yf­ir­menn lög­regl­unn­ar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

LÖKE-málið

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár