Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Lögreglustjóri ósammála Persónuvernd um lögbrot

Stund­in rýn­ir í úr­skurð Per­sónu­vernd­ar og yf­ir­lýs­ingu Sig­ríð­ar Bjark­ar

Lögreglustjóri ósammála Persónuvernd um lögbrot

Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, er ósammála þeirri niðurstöðu Persónuverndar að hún hafi gerst brotleg við lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga sem lögreglustjóri á Suðurnesjum. „Nei, ég tel ekki að ég hafi brotið lög,” er haft eftir Sigríði á vef RÚV. Þetta rökstyður hún ekki frekar þótt Persónuvernd komist að þeirri niðurstöðu í úrskurði sínum að verklag Sigríðar í lekamálinu hafi stangast á við 11. og 12. grein fyrrnefndra laga. 

Persónuvernd er sjálfstæð stofnun sem annast eftirlit með framkvæmd laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og fer með úrskurðarvald í ágreiningsmálum er varða vinnslu, meðferð og miðlun slíkra gagna. Um Persónuvernd gildir, líkt og aðrar eftirlitsstofnanir hins opinbera, að hún á vægi sitt að miklu leyti undir því að embættismenn taki mark á úrskurðum hennar.

Braut lög
Úrskurður Persónuverndar sem Kjarninn birti á vef sínum í gær varðar ekki aðeins það embætti sem Sigríður Björk var í forsvari fyrir á sínum tíma heldur einnig verklag hennar sjálfrar, það hvernig hún sem lögreglustjóri miðlaði upplýsingum. Persónuvernd telur að með því að senda Gísla Frey Valdórssyni, þáverandi aðstoðarmanni innanríkisráðherra, skýrsludrög um málefni Tony Omos, án þess að beita sérstökum ráðstöfunum til að tryggja öryggi og án þess að skrá miðlunina í málaskrá, hafi Lögreglan á Suðurnesjum brotið 11. og 12. grein laga um persónuvernd. Fram kemur að hún hafi ekki uppfyllt þær kröfur sem gerðar eru í 1. og 2. mgr. 11. gr. og 1. mgr. 12. gr. og ekki fylgt nánari fyrirmælum sem fram koma í 3. tölul. 7. gr. reglna nr. 299/2001. Var það á ábyrgð Sigríðar sem lögreglustjóra að tryggja að lögunum væri fylgt. Sjálf sendi hún Gísla umrætt skjal.

„Í framangreindu felst meðal annars að við sendingu skýrsludraganna og framburðarskýrslunnar í tölvupósti varð að beita sérstökum ráðstöfunum til að tryggja öryggi, s.s. dulkóðun eða læsingu með sterku lykilorði. Fyrir liggur að hvorki var beitt slíkum ráðstöfunum við miðlun áðurnefndra skýrsludraga frá Lögreglunni á Suðurnesjum til annars af aðstoðarmönnum innanríkisráðherra hinn 19. nóvember 2013 né heldur við sendingu Útlendingastofnunar á fyrrgreindri framburðarskýrslu til ráðuneytisins hinn 20. s.m,” segir í skýrslunni. 

(Vert er að taka fram að í tilvitnuninni í úrskurð Persónuverndar hér að ofan er röng dagsetning tilgreind, því umræddum skýrsludrögum var ekki miðlað til aðstoðarmannsins 19. nóvember heldur 20. nóvember. Svo virðist sem um klaufavillu hjá Persónuvernd sé að ræða, því annars staðar í úrskurðinum er dagsetningin rétt).

Í niðurstöðukafla er hnykkt á þessu og bætt við: „Framangreindan skort á skráningu hjá Lögreglunni á Suðurnesjum og innanríkisráðuneytinu telur Persónuvernd hafa farið í bága við 1. og 2. mgr. 11. gr. og 12. gr. laga nr. 77/2000.” Þetta er svo ítrekað í úrskurðarorði Persónuverndar. Víðast hvar í úrskurðinum er vísað til Lögreglunnar á Suðurnesjum en ekki aðeins lögreglustjóra. Þetta skýrist líklega af því að um tvo tölvupósta er að ræða og aðeins annar þeirra var frá lögreglustjóranum sjálfum. 

Röng staðhæfing
Í yfirlýsingu sem Sigríður sendi frá sér í gær sagði hún: „Í niðurstöðu Persónuverndar kemur ekki fram að ég hafi gerst brotleg við lög þegar ég varð við ósk aðstoðarmanns Innanríkisráðherra um að senda honum skýrsludrög um málefni hælisleitanda þann 20. nóvember 2013.” Stundin útskýrði í gær að þessi fullyrðing væri í besta falli villandi, en samkvæmt niðurstöðu Persónuverndar gerðist lögreglustjórinn vissulega brotleg við lög þegar hún varð við ósk aðstoðarmannsins og sendi skýrsludrögin án þess að uppfylla skilyrði 11. og 12. greinar laga um persónuvernd. Því er vert að árétta að staðhæfing Sigríðar er ekki aðeins villandi heldur beinlínis röng. 

Í sömu yfirlýsingu fullyrðir lögreglustjórinn að Persónuvernd hafi komist að þeirri „niðurstöðu að miðlun skýrsludraganna hafi ekki stuðst við viðhlítandi heimild þar sem hún var ekki á meðal gagna í því máli hælisleitandans sem til meðferðar var í ráðuneytinu. Það gat ég sem sendandi hvorki vitað né tryggt.” Samkvæmt þessu telur lögreglustjórinn það ekki hafa verið á sinni ábyrgð að meta hvort viðhlítandi lagaheimild væru fyrir hendi áður en persónuupplýsingar voru sendar frá lögregluembættinu. 

Þessi skoðun Sigríðar Bjarkar er einnig á skjön við niðurstöðu Persónuverndar. Bent er á það í úrskurðinum að „sá sem ber ábyrgð á að vinnsla persónuupplýsinga samrýmist lögum nr. 77/2000 er nefndur ábyrgðaraðili” og í þessu tilviki „telst Lögreglan á Suðurnesjum vera ábyrgðaraðili að þeirri vinnslu persónuupplýsinga sem fólst í miðluninni”. Af þessu má ljóst vera að lögreglustjóranum bar að vita og tryggja að persónuverndarlögum væri fylgt og viðhlítandi heimild væri fyrir hendi. 

Stundin bíður eftir viðtali við Sigríði Björk vegna úrskurðar Persónuverndar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lekamálið

Umboðsmaður Alþingis: Borgarar verða að geta treyst því að stjórnmálamenn skipti sér ekki af lögreglurannsóknum
Fréttir

Um­boðs­mað­ur Al­þing­is: Borg­ar­ar verða að geta treyst því að stjórn­mála­menn skipti sér ekki af lög­reglu­rann­sókn­um

„Ég tel nauð­syn­legt sem um­boðs­mað­ur Al­þing­is að vera á varð­bergi um að slík þró­un verði ekki í ís­lenskri stjórn­sýslu,“ seg­ir um­boðs­mað­ur í um­fjöll­un sinni um hátt­semi Hönnu Birnu Kristjáns­dótt­ur í árs­skýrslu fyr­ir 2015. Af­skipti ráð­herra af störf­um lög­regl­unn­ar drógu dilk á eft­ir sér.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár