Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Lögreglustjóri ósammála Persónuvernd um lögbrot

Stund­in rýn­ir í úr­skurð Per­sónu­vernd­ar og yf­ir­lýs­ingu Sig­ríð­ar Bjark­ar

Lögreglustjóri ósammála Persónuvernd um lögbrot

Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, er ósammála þeirri niðurstöðu Persónuverndar að hún hafi gerst brotleg við lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga sem lögreglustjóri á Suðurnesjum. „Nei, ég tel ekki að ég hafi brotið lög,” er haft eftir Sigríði á vef RÚV. Þetta rökstyður hún ekki frekar þótt Persónuvernd komist að þeirri niðurstöðu í úrskurði sínum að verklag Sigríðar í lekamálinu hafi stangast á við 11. og 12. grein fyrrnefndra laga. 

Persónuvernd er sjálfstæð stofnun sem annast eftirlit með framkvæmd laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og fer með úrskurðarvald í ágreiningsmálum er varða vinnslu, meðferð og miðlun slíkra gagna. Um Persónuvernd gildir, líkt og aðrar eftirlitsstofnanir hins opinbera, að hún á vægi sitt að miklu leyti undir því að embættismenn taki mark á úrskurðum hennar.

Braut lög
Úrskurður Persónuverndar sem Kjarninn birti á vef sínum í gær varðar ekki aðeins það embætti sem Sigríður Björk var í forsvari fyrir á sínum tíma heldur einnig verklag hennar sjálfrar, það hvernig hún sem lögreglustjóri miðlaði upplýsingum. Persónuvernd telur að með því að senda Gísla Frey Valdórssyni, þáverandi aðstoðarmanni innanríkisráðherra, skýrsludrög um málefni Tony Omos, án þess að beita sérstökum ráðstöfunum til að tryggja öryggi og án þess að skrá miðlunina í málaskrá, hafi Lögreglan á Suðurnesjum brotið 11. og 12. grein laga um persónuvernd. Fram kemur að hún hafi ekki uppfyllt þær kröfur sem gerðar eru í 1. og 2. mgr. 11. gr. og 1. mgr. 12. gr. og ekki fylgt nánari fyrirmælum sem fram koma í 3. tölul. 7. gr. reglna nr. 299/2001. Var það á ábyrgð Sigríðar sem lögreglustjóra að tryggja að lögunum væri fylgt. Sjálf sendi hún Gísla umrætt skjal.

„Í framangreindu felst meðal annars að við sendingu skýrsludraganna og framburðarskýrslunnar í tölvupósti varð að beita sérstökum ráðstöfunum til að tryggja öryggi, s.s. dulkóðun eða læsingu með sterku lykilorði. Fyrir liggur að hvorki var beitt slíkum ráðstöfunum við miðlun áðurnefndra skýrsludraga frá Lögreglunni á Suðurnesjum til annars af aðstoðarmönnum innanríkisráðherra hinn 19. nóvember 2013 né heldur við sendingu Útlendingastofnunar á fyrrgreindri framburðarskýrslu til ráðuneytisins hinn 20. s.m,” segir í skýrslunni. 

(Vert er að taka fram að í tilvitnuninni í úrskurð Persónuverndar hér að ofan er röng dagsetning tilgreind, því umræddum skýrsludrögum var ekki miðlað til aðstoðarmannsins 19. nóvember heldur 20. nóvember. Svo virðist sem um klaufavillu hjá Persónuvernd sé að ræða, því annars staðar í úrskurðinum er dagsetningin rétt).

Í niðurstöðukafla er hnykkt á þessu og bætt við: „Framangreindan skort á skráningu hjá Lögreglunni á Suðurnesjum og innanríkisráðuneytinu telur Persónuvernd hafa farið í bága við 1. og 2. mgr. 11. gr. og 12. gr. laga nr. 77/2000.” Þetta er svo ítrekað í úrskurðarorði Persónuverndar. Víðast hvar í úrskurðinum er vísað til Lögreglunnar á Suðurnesjum en ekki aðeins lögreglustjóra. Þetta skýrist líklega af því að um tvo tölvupósta er að ræða og aðeins annar þeirra var frá lögreglustjóranum sjálfum. 

Röng staðhæfing
Í yfirlýsingu sem Sigríður sendi frá sér í gær sagði hún: „Í niðurstöðu Persónuverndar kemur ekki fram að ég hafi gerst brotleg við lög þegar ég varð við ósk aðstoðarmanns Innanríkisráðherra um að senda honum skýrsludrög um málefni hælisleitanda þann 20. nóvember 2013.” Stundin útskýrði í gær að þessi fullyrðing væri í besta falli villandi, en samkvæmt niðurstöðu Persónuverndar gerðist lögreglustjórinn vissulega brotleg við lög þegar hún varð við ósk aðstoðarmannsins og sendi skýrsludrögin án þess að uppfylla skilyrði 11. og 12. greinar laga um persónuvernd. Því er vert að árétta að staðhæfing Sigríðar er ekki aðeins villandi heldur beinlínis röng. 

Í sömu yfirlýsingu fullyrðir lögreglustjórinn að Persónuvernd hafi komist að þeirri „niðurstöðu að miðlun skýrsludraganna hafi ekki stuðst við viðhlítandi heimild þar sem hún var ekki á meðal gagna í því máli hælisleitandans sem til meðferðar var í ráðuneytinu. Það gat ég sem sendandi hvorki vitað né tryggt.” Samkvæmt þessu telur lögreglustjórinn það ekki hafa verið á sinni ábyrgð að meta hvort viðhlítandi lagaheimild væru fyrir hendi áður en persónuupplýsingar voru sendar frá lögregluembættinu. 

Þessi skoðun Sigríðar Bjarkar er einnig á skjön við niðurstöðu Persónuverndar. Bent er á það í úrskurðinum að „sá sem ber ábyrgð á að vinnsla persónuupplýsinga samrýmist lögum nr. 77/2000 er nefndur ábyrgðaraðili” og í þessu tilviki „telst Lögreglan á Suðurnesjum vera ábyrgðaraðili að þeirri vinnslu persónuupplýsinga sem fólst í miðluninni”. Af þessu má ljóst vera að lögreglustjóranum bar að vita og tryggja að persónuverndarlögum væri fylgt og viðhlítandi heimild væri fyrir hendi. 

Stundin bíður eftir viðtali við Sigríði Björk vegna úrskurðar Persónuverndar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lekamálið

Umboðsmaður Alþingis: Borgarar verða að geta treyst því að stjórnmálamenn skipti sér ekki af lögreglurannsóknum
Fréttir

Um­boðs­mað­ur Al­þing­is: Borg­ar­ar verða að geta treyst því að stjórn­mála­menn skipti sér ekki af lög­reglu­rann­sókn­um

„Ég tel nauð­syn­legt sem um­boðs­mað­ur Al­þing­is að vera á varð­bergi um að slík þró­un verði ekki í ís­lenskri stjórn­sýslu,“ seg­ir um­boðs­mað­ur í um­fjöll­un sinni um hátt­semi Hönnu Birnu Kristjáns­dótt­ur í árs­skýrslu fyr­ir 2015. Af­skipti ráð­herra af störf­um lög­regl­unn­ar drógu dilk á eft­ir sér.

Mest lesið

Var krabbamein í sýninu?
1
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
2
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
2
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár