Emil Thorarensen, 29 ára Eskfirðingur, hefur krafið embætti lögreglustjórans á Austurlandi um bætur vegna þess að lögreglumaður embættisins, Óskar Þór Guðmundsson, tók síma hans ófrjálsri hendi og eyddi út myndbandi. Atvikið átti sér stað á tjaldstæðinu í Neskaupstað 12. júlí í sumar þegar hátíðin Eistnaflug stóð sem hæst. Tveir lögreglumenn, karl og kona, komu á vettvang þar sem Emil og félagar hans voru og hófu afskipti af þeim. Emil tók upp á símann sinn og myndaði lögreglumennina. Karlmaðurinn brást illa við.
„Hann bannaði mér að taka myndbandsupptöku af sér, á símann minn. Hann ítrekaði bannið nokkrum sinnum og gerði lítið úr mér; spurði hvort ég væri ánægður með vídeóið og svo framvegis,“ segir Emil.
Reiður lögreglumaður
Emil segist hafa haldið áfram að taka upp á vettvangi og lýsti því fyrir lögreglunni að hann væri í fullum rétti. Hann minnti lögregluna á atvik í Þingholtunum í Reykjavík þar sem stór rúta var að snúa við og lögregla var
Athugasemdir