Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Lögreglan tók símann og eyddi upptökum

Eig­andi sím­ans læst­ur inni í fanga­klefa á með­an lögg­an at­hafn­aði sig. Lög­regl­an á Nes­kaup­stað kraf­in um 800 þús­und krón­ur. „Lög­regl­an réð­ist inn á mitt einka­líf.“

Lögreglan  tók símann og  eyddi upptökum
Krefst bóta Emil Thorarensen á Eskifirði sættir sig ekki við að lögreglan eyddi myndbandsupptökum úr síma hans. Hann hefur krafið ríkið um bætur.

Emil Thorarensen, 29 ára Eskfirðingur, hefur krafið embætti lögreglustjórans á Austur­landi um bætur vegna þess að lögreglumaður embættisins, Óskar Þór Guðmundsson, tók síma hans ófrjálsri hendi og eyddi út mynd­bandi. Atvikið átti sér stað á tjaldstæðinu í Neskaupstað 12. júlí í sumar þegar hátíðin Eistnaflug stóð sem hæst. Tveir lögreglumenn, karl og kona, komu á vettvang þar sem Emil og félagar hans voru og hófu afskipti af þeim. Emil tók upp á símann sinn og myndaði lögreglumennina. Karlmaðurinn brást illa við.  

„Hann bannaði mér að taka mynd­bandsupptöku af sér, á símann minn.  Hann ítrekaði bannið nokkrum sinnum og gerði lítið úr mér; spurði hvort ég væri ánægður með vídeóið og svo framvegis,“ segir Emil. 

Reiður lögreglumaður

Emil segist hafa haldið áfram að taka upp á vettvangi og lýsti því fyrir lögreglunni að hann væri í fullum rétti. Hann minnti lögregluna á atvik í Þingholtunum í Reykjavík þar sem stór rúta var að snúa við og lögregla var 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
2
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár