Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Tilkynnir hatursræðu á Útvarpi Sögu til lögreglu

Kona sak­ar hæl­is­leit­end­ur um að hafa nauðg­að dreng í sund­laug­inni á Kjal­ar­nesi í inn­hringi­tíma Út­varps Sögu. Lög­regla kann­ast ekki við mál­ið. Kenn­ari og blogg­ari hyggst senda lög­reglu form­legt er­indi vegna hat­urs­ræðu á út­varps­stöð­inni. Lög­reglu­kona, sem rann­sak­ar hat­urs­glæpi, fékk senda morð­hót­un vegna starfa sinna.

Tilkynnir hatursræðu á Útvarpi Sögu til lögreglu

Kona hringdi í innhringitíma Útvarps Sögu á mánudag og sagðist hafa heyrt sögu, frá ónefndum þriðja aðila, af því að dreng hefði verið nauðgað af hælisleitanda í sundlauginni á Kjalarnesi. Ummælin lét hún falla í þættinum Línan laus, í umsjón Péturs Gunnlaugssonar, í kjölfar umræðu um fjölda hælisleitenda á Arnarholti á Kjalarnesi. Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, segir í samtali við Stundina að ekkert brot af þessu tagi hafi verið tilkynnt lögreglu og ekkert sambærilegt mál væri til rannsóknar hjá embættinu. Eyrún Eyþórsdóttir, lögreglufulltrúi hatursglæpa hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir málið mjög alvarlegt. „Það er mjög alvarlegt að láta ummæli sem þessi falla á útvarpstíma, því það er enginn fótur fyrir þeim. Ef hún telur sig hafa yfir jafn alvarlegum upplýsingum að ráða þá ráðlegg ég henni að leita niður á lögreglustöð,“ segir Eyrún. 

Vill að lögregla rannsaki útvarpsstöðina

Gunnar Waage, kennari og umsjónarmaður Sandkassans.com, ætlar að senda Eyrúnu formlegt erindi í vikunni vegna hatursræðu á útvarpsstöðinni Útvarpi Sögu. Hann vill að lögregla rannsaki málið. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
5
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár