Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Tilkynnir hatursræðu á Útvarpi Sögu til lögreglu

Kona sak­ar hæl­is­leit­end­ur um að hafa nauðg­að dreng í sund­laug­inni á Kjal­ar­nesi í inn­hringi­tíma Út­varps Sögu. Lög­regla kann­ast ekki við mál­ið. Kenn­ari og blogg­ari hyggst senda lög­reglu form­legt er­indi vegna hat­urs­ræðu á út­varps­stöð­inni. Lög­reglu­kona, sem rann­sak­ar hat­urs­glæpi, fékk senda morð­hót­un vegna starfa sinna.

Tilkynnir hatursræðu á Útvarpi Sögu til lögreglu

Kona hringdi í innhringitíma Útvarps Sögu á mánudag og sagðist hafa heyrt sögu, frá ónefndum þriðja aðila, af því að dreng hefði verið nauðgað af hælisleitanda í sundlauginni á Kjalarnesi. Ummælin lét hún falla í þættinum Línan laus, í umsjón Péturs Gunnlaugssonar, í kjölfar umræðu um fjölda hælisleitenda á Arnarholti á Kjalarnesi. Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, segir í samtali við Stundina að ekkert brot af þessu tagi hafi verið tilkynnt lögreglu og ekkert sambærilegt mál væri til rannsóknar hjá embættinu. Eyrún Eyþórsdóttir, lögreglufulltrúi hatursglæpa hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir málið mjög alvarlegt. „Það er mjög alvarlegt að láta ummæli sem þessi falla á útvarpstíma, því það er enginn fótur fyrir þeim. Ef hún telur sig hafa yfir jafn alvarlegum upplýsingum að ráða þá ráðlegg ég henni að leita niður á lögreglustöð,“ segir Eyrún. 

Vill að lögregla rannsaki útvarpsstöðina

Gunnar Waage, kennari og umsjónarmaður Sandkassans.com, ætlar að senda Eyrúnu formlegt erindi í vikunni vegna hatursræðu á útvarpsstöðinni Útvarpi Sögu. Hann vill að lögregla rannsaki málið. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár