Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Tilkynnir hatursræðu á Útvarpi Sögu til lögreglu

Kona sak­ar hæl­is­leit­end­ur um að hafa nauðg­að dreng í sund­laug­inni á Kjal­ar­nesi í inn­hringi­tíma Út­varps Sögu. Lög­regla kann­ast ekki við mál­ið. Kenn­ari og blogg­ari hyggst senda lög­reglu form­legt er­indi vegna hat­urs­ræðu á út­varps­stöð­inni. Lög­reglu­kona, sem rann­sak­ar hat­urs­glæpi, fékk senda morð­hót­un vegna starfa sinna.

Tilkynnir hatursræðu á Útvarpi Sögu til lögreglu

Kona hringdi í innhringitíma Útvarps Sögu á mánudag og sagðist hafa heyrt sögu, frá ónefndum þriðja aðila, af því að dreng hefði verið nauðgað af hælisleitanda í sundlauginni á Kjalarnesi. Ummælin lét hún falla í þættinum Línan laus, í umsjón Péturs Gunnlaugssonar, í kjölfar umræðu um fjölda hælisleitenda á Arnarholti á Kjalarnesi. Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, segir í samtali við Stundina að ekkert brot af þessu tagi hafi verið tilkynnt lögreglu og ekkert sambærilegt mál væri til rannsóknar hjá embættinu. Eyrún Eyþórsdóttir, lögreglufulltrúi hatursglæpa hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir málið mjög alvarlegt. „Það er mjög alvarlegt að láta ummæli sem þessi falla á útvarpstíma, því það er enginn fótur fyrir þeim. Ef hún telur sig hafa yfir jafn alvarlegum upplýsingum að ráða þá ráðlegg ég henni að leita niður á lögreglustöð,“ segir Eyrún. 

Vill að lögregla rannsaki útvarpsstöðina

Gunnar Waage, kennari og umsjónarmaður Sandkassans.com, ætlar að senda Eyrúnu formlegt erindi í vikunni vegna hatursræðu á útvarpsstöðinni Útvarpi Sögu. Hann vill að lögregla rannsaki málið. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár