Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Listamaður sýknaður af lögbroti í gjörningi í goshver

Marco Evarist­ti var sýkn­að­ur í gær í Hér­aðs­dómi Suð­ur­lands en hon­um var gef­ið að sök að hafa brot­ið lög um nátt­úru­vernd þeg­ar hann hellti fimm lítr­um af líf­ræn­um mat­ar­lit of­an í hver­inn Strokk.

Listamaður sýknaður af lögbroti í gjörningi í goshver
Laus allra mála Þessa ljósmynd birti Marco Evaristti á vefsíðu sinni og sýnir hún Strokk eftir að listamaðurinn hellti fimm lítrum af rauðu litarefni í hverinn.

Síleski listamaðurinn Marco Evaristti braut ekki lög um náttúruvernd þegar hann hellti fimm lítrum af lífrænum matarlit ofan í hverinn Strokk við Geysi í Bláskógabyggð þann 24. apríl í fyrra. Hann var ákærður fyrir að hafa raskað umhverfi hversis þegar hverinn gaus rauðlituðu vatni „...sem sat eftir í pollum og litablettir urðu eftir á steinvölum og hverahrúðri í kringum hann, þar sem litarefnið slettist á og sat eftir um nokkurn tíma,“ eins og segir í ákærunni.

„Ákæruvaldið vildi hinsvegar meina að auk þess að hafa brotið lög um náttúruvernd þá hafi listamaðurinn með framferði sínu ollið sjónrænni röskun sem hafi haft neikvæð áhrif á gesti svæðisins.“

Evaristti viðurkenndi að hafa hellt matarlitnum ofan í hverinn og kvaðst hafa verið einn að verki en samkvæmt honum var um að ræða „gjörning, listviðburð eða landslagslist, það er hann hafi notað landslag sem nokkurs konar striga fyrir málverk. Fyrir honum hafi vakað að annast umhverfið og náttúruna, búa til fallegt listform og hafi hann við það notað efni sem með öllu hafi verið skaðlaust náttúrunni.“

Vildi vekja athygli á umhverfinu

Hann hafnaði hins vegar því að hafa með þessum gjörningi sínum raskað hvernum eða umhverfi hans og tók Evaristti fram að hann hafi vitað að litarefnið myndi hverfa á stuttum tíma. Ákæruvaldið vildi hinsvegar meina að auk þess að hafa brotið lög um náttúruvernd þá hafi listamaðurinn með framferði sínu ollið sjónrænni röskun sem hafi haft neikvæð áhrif á gesti svæðisins. Evaristti sagði hinsvegar að markmið hans með gjörningnum hafi verið að vekja athygli á umhverfinu.

Evaristti var handtekinn og færður til yfirheyrslu lögreglu stuttu eftir að hafa hellt umræddu litarefni í hverinn og boðið að ljúka málinu með því að greiða hundrað þúsund krónur í sekt. Hann neitaði hins vegar að greiða sektina og sagðist ætla með málið fyrir dómstóla sem hann og gerði með fyrrgreindri niðurstöðu. Listamaðurinn býr í Danmörku og hefur vakið athygli víða um heim fyrir gjörninga sína í náttúrunni, meðal annars í Noregi og Kanda.

Allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða að upphæð 552.420 króna, að meðtöldum virðisaukaskatti.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Konur til valda: „Allar hömlur eru að bresta“
3
ÚttektKonur til valda

Kon­ur til valda: „All­ar höml­ur eru að bresta“

For­seti, for­sæt­is­ráð­herra, ut­an­rík­is­ráð­herra, dóms­mála­ráð­herra, fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, at­vinnu­vega­ráð­herra, heil­brigð­is­ráð­herra, for­seti Al­þing­is, um­boðs­mað­ur Al­þing­is, borg­ar­stjóri, bisk­up, rektor, rík­is­lög­mað­ur, rík­is­sak­sókn­ari, rík­is­lög­reglu­stjóri, lög­reglu­stjór­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, land­lækn­ir og um­boðs­mað­ur barna: Kvenna­ár­ið 2025 urðu þau sögu­legu tíð­indi að all­ar þess­ar stöð­ur eru skip­að­ar kon­um.
Women in Power: “The Barriers are Breaking Down”
6
ÚttektKonur til valda

Women in Power: “The Barriers are Break­ing Down”

The Presi­dent, Prime Mini­ster, For­eign Mini­ster, Mini­ster of Justice, Mini­ster of Social Affairs and Hous­ing, Mini­ster of Indus­try, Mini­ster of Health, Spea­ker of Al­þingi, Parlia­ment­ary Ombudsm­an, Mayor of Reykja­vík, Bis­hop, Rector, Attorney Gener­al, Director of Pu­blic Prosecuti­ons, Nati­onal Comm­issi­oner of the Icelandic Police, Police Comm­issi­oner in the Capital Reg­i­on, Director of Health and Ombudsm­an for Children: In the Ye­ar of Women 2025, it became historic news that all these positi­ons are held by women.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
3
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár