Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Listamaður sýknaður af lögbroti í gjörningi í goshver

Marco Evarist­ti var sýkn­að­ur í gær í Hér­aðs­dómi Suð­ur­lands en hon­um var gef­ið að sök að hafa brot­ið lög um nátt­úru­vernd þeg­ar hann hellti fimm lítr­um af líf­ræn­um mat­ar­lit of­an í hver­inn Strokk.

Listamaður sýknaður af lögbroti í gjörningi í goshver
Laus allra mála Þessa ljósmynd birti Marco Evaristti á vefsíðu sinni og sýnir hún Strokk eftir að listamaðurinn hellti fimm lítrum af rauðu litarefni í hverinn.

Síleski listamaðurinn Marco Evaristti braut ekki lög um náttúruvernd þegar hann hellti fimm lítrum af lífrænum matarlit ofan í hverinn Strokk við Geysi í Bláskógabyggð þann 24. apríl í fyrra. Hann var ákærður fyrir að hafa raskað umhverfi hversis þegar hverinn gaus rauðlituðu vatni „...sem sat eftir í pollum og litablettir urðu eftir á steinvölum og hverahrúðri í kringum hann, þar sem litarefnið slettist á og sat eftir um nokkurn tíma,“ eins og segir í ákærunni.

„Ákæruvaldið vildi hinsvegar meina að auk þess að hafa brotið lög um náttúruvernd þá hafi listamaðurinn með framferði sínu ollið sjónrænni röskun sem hafi haft neikvæð áhrif á gesti svæðisins.“

Evaristti viðurkenndi að hafa hellt matarlitnum ofan í hverinn og kvaðst hafa verið einn að verki en samkvæmt honum var um að ræða „gjörning, listviðburð eða landslagslist, það er hann hafi notað landslag sem nokkurs konar striga fyrir málverk. Fyrir honum hafi vakað að annast umhverfið og náttúruna, búa til fallegt listform og hafi hann við það notað efni sem með öllu hafi verið skaðlaust náttúrunni.“

Vildi vekja athygli á umhverfinu

Hann hafnaði hins vegar því að hafa með þessum gjörningi sínum raskað hvernum eða umhverfi hans og tók Evaristti fram að hann hafi vitað að litarefnið myndi hverfa á stuttum tíma. Ákæruvaldið vildi hinsvegar meina að auk þess að hafa brotið lög um náttúruvernd þá hafi listamaðurinn með framferði sínu ollið sjónrænni röskun sem hafi haft neikvæð áhrif á gesti svæðisins. Evaristti sagði hinsvegar að markmið hans með gjörningnum hafi verið að vekja athygli á umhverfinu.

Evaristti var handtekinn og færður til yfirheyrslu lögreglu stuttu eftir að hafa hellt umræddu litarefni í hverinn og boðið að ljúka málinu með því að greiða hundrað þúsund krónur í sekt. Hann neitaði hins vegar að greiða sektina og sagðist ætla með málið fyrir dómstóla sem hann og gerði með fyrrgreindri niðurstöðu. Listamaðurinn býr í Danmörku og hefur vakið athygli víða um heim fyrir gjörninga sína í náttúrunni, meðal annars í Noregi og Kanda.

Allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða að upphæð 552.420 króna, að meðtöldum virðisaukaskatti.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
4
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
3
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár