Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Listamaður sýknaður af lögbroti í gjörningi í goshver

Marco Evarist­ti var sýkn­að­ur í gær í Hér­aðs­dómi Suð­ur­lands en hon­um var gef­ið að sök að hafa brot­ið lög um nátt­úru­vernd þeg­ar hann hellti fimm lítr­um af líf­ræn­um mat­ar­lit of­an í hver­inn Strokk.

Listamaður sýknaður af lögbroti í gjörningi í goshver
Laus allra mála Þessa ljósmynd birti Marco Evaristti á vefsíðu sinni og sýnir hún Strokk eftir að listamaðurinn hellti fimm lítrum af rauðu litarefni í hverinn.

Síleski listamaðurinn Marco Evaristti braut ekki lög um náttúruvernd þegar hann hellti fimm lítrum af lífrænum matarlit ofan í hverinn Strokk við Geysi í Bláskógabyggð þann 24. apríl í fyrra. Hann var ákærður fyrir að hafa raskað umhverfi hversis þegar hverinn gaus rauðlituðu vatni „...sem sat eftir í pollum og litablettir urðu eftir á steinvölum og hverahrúðri í kringum hann, þar sem litarefnið slettist á og sat eftir um nokkurn tíma,“ eins og segir í ákærunni.

„Ákæruvaldið vildi hinsvegar meina að auk þess að hafa brotið lög um náttúruvernd þá hafi listamaðurinn með framferði sínu ollið sjónrænni röskun sem hafi haft neikvæð áhrif á gesti svæðisins.“

Evaristti viðurkenndi að hafa hellt matarlitnum ofan í hverinn og kvaðst hafa verið einn að verki en samkvæmt honum var um að ræða „gjörning, listviðburð eða landslagslist, það er hann hafi notað landslag sem nokkurs konar striga fyrir málverk. Fyrir honum hafi vakað að annast umhverfið og náttúruna, búa til fallegt listform og hafi hann við það notað efni sem með öllu hafi verið skaðlaust náttúrunni.“

Vildi vekja athygli á umhverfinu

Hann hafnaði hins vegar því að hafa með þessum gjörningi sínum raskað hvernum eða umhverfi hans og tók Evaristti fram að hann hafi vitað að litarefnið myndi hverfa á stuttum tíma. Ákæruvaldið vildi hinsvegar meina að auk þess að hafa brotið lög um náttúruvernd þá hafi listamaðurinn með framferði sínu ollið sjónrænni röskun sem hafi haft neikvæð áhrif á gesti svæðisins. Evaristti sagði hinsvegar að markmið hans með gjörningnum hafi verið að vekja athygli á umhverfinu.

Evaristti var handtekinn og færður til yfirheyrslu lögreglu stuttu eftir að hafa hellt umræddu litarefni í hverinn og boðið að ljúka málinu með því að greiða hundrað þúsund krónur í sekt. Hann neitaði hins vegar að greiða sektina og sagðist ætla með málið fyrir dómstóla sem hann og gerði með fyrrgreindri niðurstöðu. Listamaðurinn býr í Danmörku og hefur vakið athygli víða um heim fyrir gjörninga sína í náttúrunni, meðal annars í Noregi og Kanda.

Allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða að upphæð 552.420 króna, að meðtöldum virðisaukaskatti.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár