Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Listamaður sýknaður af lögbroti í gjörningi í goshver

Marco Evarist­ti var sýkn­að­ur í gær í Hér­aðs­dómi Suð­ur­lands en hon­um var gef­ið að sök að hafa brot­ið lög um nátt­úru­vernd þeg­ar hann hellti fimm lítr­um af líf­ræn­um mat­ar­lit of­an í hver­inn Strokk.

Listamaður sýknaður af lögbroti í gjörningi í goshver
Laus allra mála Þessa ljósmynd birti Marco Evaristti á vefsíðu sinni og sýnir hún Strokk eftir að listamaðurinn hellti fimm lítrum af rauðu litarefni í hverinn.

Síleski listamaðurinn Marco Evaristti braut ekki lög um náttúruvernd þegar hann hellti fimm lítrum af lífrænum matarlit ofan í hverinn Strokk við Geysi í Bláskógabyggð þann 24. apríl í fyrra. Hann var ákærður fyrir að hafa raskað umhverfi hversis þegar hverinn gaus rauðlituðu vatni „...sem sat eftir í pollum og litablettir urðu eftir á steinvölum og hverahrúðri í kringum hann, þar sem litarefnið slettist á og sat eftir um nokkurn tíma,“ eins og segir í ákærunni.

„Ákæruvaldið vildi hinsvegar meina að auk þess að hafa brotið lög um náttúruvernd þá hafi listamaðurinn með framferði sínu ollið sjónrænni röskun sem hafi haft neikvæð áhrif á gesti svæðisins.“

Evaristti viðurkenndi að hafa hellt matarlitnum ofan í hverinn og kvaðst hafa verið einn að verki en samkvæmt honum var um að ræða „gjörning, listviðburð eða landslagslist, það er hann hafi notað landslag sem nokkurs konar striga fyrir málverk. Fyrir honum hafi vakað að annast umhverfið og náttúruna, búa til fallegt listform og hafi hann við það notað efni sem með öllu hafi verið skaðlaust náttúrunni.“

Vildi vekja athygli á umhverfinu

Hann hafnaði hins vegar því að hafa með þessum gjörningi sínum raskað hvernum eða umhverfi hans og tók Evaristti fram að hann hafi vitað að litarefnið myndi hverfa á stuttum tíma. Ákæruvaldið vildi hinsvegar meina að auk þess að hafa brotið lög um náttúruvernd þá hafi listamaðurinn með framferði sínu ollið sjónrænni röskun sem hafi haft neikvæð áhrif á gesti svæðisins. Evaristti sagði hinsvegar að markmið hans með gjörningnum hafi verið að vekja athygli á umhverfinu.

Evaristti var handtekinn og færður til yfirheyrslu lögreglu stuttu eftir að hafa hellt umræddu litarefni í hverinn og boðið að ljúka málinu með því að greiða hundrað þúsund krónur í sekt. Hann neitaði hins vegar að greiða sektina og sagðist ætla með málið fyrir dómstóla sem hann og gerði með fyrrgreindri niðurstöðu. Listamaðurinn býr í Danmörku og hefur vakið athygli víða um heim fyrir gjörninga sína í náttúrunni, meðal annars í Noregi og Kanda.

Allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða að upphæð 552.420 króna, að meðtöldum virðisaukaskatti.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
5
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu