Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Lilja sendir Frökkum samúðarkveðjur: „Biðjum fyrir þeim sem um sárt eiga að binda“

Hátt í 100 manns hafa lát­ið líf­ið vegna árás­ar­inn­ar í Nice.

Lilja sendir Frökkum samúðarkveðjur: „Biðjum fyrir þeim sem um sárt eiga að binda“

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra sendi í dag samúðarkveðju til Jean-Marc Ayrault, utanríkisráðherra Frakklands, vegna árásarinnar í Nice þar sem minnst 84 létust og yfir 100 slösuðust, þar af 18 lífshættulega. Árásarmaðurinn, Mohamed Lahouaiej Bouhlel, var skotinn til bana af lögreglu, en hann var 31 árs gamall Nice-búi ættaður frá Túnis. 


„Það var skelfilegt að fá fregnir af fjölda óbreyttra borgara sem lét lífið við hátíðarhöld á þjóðhátíðardegi Frakklands í Nice í gær. Þessi hryllilegu voðaverk beindust að frönsku þjóðinni og á sama tíma einnig að þeim gildum sem við öll höldum í heiðri - frelsi, jafnrétti og bræðralagi,“ segir í samúðarkveðjunni frá Lilju. „Ég færi þér og frönsku þjóðinni mínar innilegustu samúðarkveðjur. Við hugsum til og biðjum fyrir þeim sem um sárt eiga að binda.“


Utanríkisráðuneytið sendi út fréttatilkynningu á tólfta tímanum þar sem því er komið á framfæri við Íslendinga í Nice að Rauði krossinn veitir sálrænan stuðning vegna atburðanna. Hjálparsími Rauða krossins er 1717 og svara þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar símtölum. Ef hringt er erlendis frá er númerið +3545801710.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár