Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Lilja sendir Frökkum samúðarkveðjur: „Biðjum fyrir þeim sem um sárt eiga að binda“

Hátt í 100 manns hafa lát­ið líf­ið vegna árás­ar­inn­ar í Nice.

Lilja sendir Frökkum samúðarkveðjur: „Biðjum fyrir þeim sem um sárt eiga að binda“

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra sendi í dag samúðarkveðju til Jean-Marc Ayrault, utanríkisráðherra Frakklands, vegna árásarinnar í Nice þar sem minnst 84 létust og yfir 100 slösuðust, þar af 18 lífshættulega. Árásarmaðurinn, Mohamed Lahouaiej Bouhlel, var skotinn til bana af lögreglu, en hann var 31 árs gamall Nice-búi ættaður frá Túnis. 


„Það var skelfilegt að fá fregnir af fjölda óbreyttra borgara sem lét lífið við hátíðarhöld á þjóðhátíðardegi Frakklands í Nice í gær. Þessi hryllilegu voðaverk beindust að frönsku þjóðinni og á sama tíma einnig að þeim gildum sem við öll höldum í heiðri - frelsi, jafnrétti og bræðralagi,“ segir í samúðarkveðjunni frá Lilju. „Ég færi þér og frönsku þjóðinni mínar innilegustu samúðarkveðjur. Við hugsum til og biðjum fyrir þeim sem um sárt eiga að binda.“


Utanríkisráðuneytið sendi út fréttatilkynningu á tólfta tímanum þar sem því er komið á framfæri við Íslendinga í Nice að Rauði krossinn veitir sálrænan stuðning vegna atburðanna. Hjálparsími Rauða krossins er 1717 og svara þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar símtölum. Ef hringt er erlendis frá er númerið +3545801710.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
3
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár