Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Leyniher, skotæfingar og persónunjósnir

Svavar Gests­son fjall­ar um Sjálf­stæð­is­flokk for­tíð­ar og hjól­ar í Styrmi Gunn­ars­son

Leyniher, skotæfingar og persónunjósnir

Styrmir Gunnarsson var viðstaddur skotæfingar á barnsaldri með hópi manna sem lögðu stund á slíkt með stuðningi þáverandi lögreglustjóra í Reykjavík, Sigurjóns Sigurðssonar sem lánaði byssurnar.

Þetta kemur fram í bók Styrmis, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins og áhrifamanns í Sjálfstæðisflokknum, Í köldu stríði. Æfingarnar voru skipulagðar af Birgi Kjaran, sem þá var starfsmaður Sjálfstæðisflokksins en hafði áður starfað í flokki þjóðernissinna með lögreglustjóranum og föður Styrmis. 

Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, fjallar um bók Styrmis í ítarlegri grein sem birtist í Tímariti Máls og menningar og hefur vakið athygli í netheimum undanfarna daga. Setur hann frásögn Styrmis í samhengi við upplýsingar sem áður hafa komið fram í bókum eftir Val Ingimundarson og Guðna Th. Jóhannesson. 

„Var hér í undirbúningi varalið framhjá lögum og reglum landsins um leið og lög um meðferð skotvopna voru brotin? Þessi frásögn Styrmis um skot­æfingarnar er eina heimildin sem til er um að pólitísk samtök hafi verið að æfa sig í byssunotkun – með byssum frá yfirmanni lögreglunnar í Reykjavík!” skrifar Svavar. Hann bendir á að samkvæmt gömlu ákvæði vopnalaga má enginn eignast eða nota skotvopn nema að fengnu skotvopnaleyfi. „Þarna fór Sjálfstæðisflokkurinn yfir mörkin sem lögin settu og lögin eru sett lýðræðislega af meirihluta alþingis,” skrifar hann.

Þá telur Svavar eðlilegt að skoða upplýsingar Styrmis í samhengi við frásögn Ásgeirs Péturssonar fyrrverandi sýslumanns og alþingismanns og formanns orðunefndar í ævisögu sinni Haustlitum. Þar kemur fram að starfrækt hafi verið um 900 manna varalið til hliðar við lögregluna, án lagaheimilda. Einnig er vitnað til þess að í bókinni Óvinir ríkisins eftir Guðna Th. Jóhannesson er greint frá því að þann 30. mars árið 1949, þegar óreiðir áttu sér stað á Austurvelli vegna inngöngu Íslands í NATO földu 85 manns með hjálma, kylfur og armbönd í fánalitunum í þingflokksherbergi Sjálfstæðisflokksins. „Þessi hópur var í beinu sambandi við lögreglustjórann og tengiliðirnir í átökunum voru meðal annarra Ásgeir Pétursson og Eyjólfur Konráð Jónsson.”

Í fyrrnefndribók Styrmis Gunnarssonar viðurkennir hann að hafa stundað njósnir um pólitíska andstæðinga Sjálfstæðisflokksins, aflað upplýsinga sem veittar voru forystumönnum í flokknum og líklega einnig bandaríska sendiráðinu. Svavar fjallar um þetta og lýsir því hvernig „völdum Sjálfstæðisflokksins fylgdi víðtæk skráning á skoðunum fólks og enginn fékk að vera óhultur”. Hann vitnar til víðtækrar skráningar persónuupplýsinga, t.d. hvernig gerðar voru nákvæmar spjaldskrár yfir kennara í landinu, og tekinn var listi yfir alla íbúa á Skólavörðustíg og stjórnmálaskoðanir þeirra. Segir hann flokkinn hafa getað „vegna stærðar sinnar notfært sér þessar upplýsingar við að ráða fólk í vinnu, við að dæma fólk, við að neita öðrum um vinnu.”

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
3
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár