Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Lektor kallaður á fund ráðuneytis í kjölfar hótana

Bjarni Már Magnús­son, lektor við Há­skól­ann í Reykja­vík, var boð­að­ur á sér­stak­an fund í ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu vegna er­ind­is sem hann hugð­ist flytja í Shang­hæ skömmu eft­ir að for­stöðu­mað­ur Haf­rétt­ar­stofn­un­ar hafði var­að hann við því að flytja er­ind­ið.

Lektor kallaður á fund ráðuneytis í kjölfar hótana
Fyrrum undirmaður boðaði á fund Þremur dögum eftir að Tómas H. Heiðar þrýsti á Bjarna Má um að breyta erindi sínu, boðaði fyrrum undirmaður Tómasar Bjarna Má á sérstakan fund í utanríkisráðuneytinu.

Bjarni Már Magnússon, lektor við Háskólann í Reykjavík, var boðaður á sérstakan fund í utanríkisráðuneytinu vegna erindis sem hann hugðist flytja í Shanghæ í Kína. Fundarboðið barst nokkrum dögum eftir að Tómas H. Heiðar, forstöðumaður Hafréttarstofnunar Íslands og dómari við Alþjóðlega hafréttardóminn, hafði sent Bjarna Má tölvupósta þar sem þrýst var á lektorinn að sníða erindið að utanríkishagsmunum Íslands. Það var Birgir Búason, fyrrum undirmaður Tómasar þegar sá síðarnefndi var þjóðréttarfræðingur utanríkisráðuneytisins, sem sendi Bjarna boð um fundinn í ráðuneytinu undir þeim formerkjum að þar ætti að ræða landgrunnsmál.

Ráðuneytið hefur áður svarið af sér að hafa haft nokkra aðkomu að málinu. Í nýlegu svari Urðar Gunnarsdóttur, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins, við fyrirspurn Stundarinnar, var fullyrt að skilaboð sem Tómas sendi úr netfangi sínu hjá ráðuneytinu hefðu hvorki verið send í umboði ráðuneytisins, né hefðu tölvupóstssamskiptin tengst störfum hans hjá ráðuneytinu. Fyrrnefndur Birgir Búason og Kristján Andri Stefánsson, skrifstofustjóri laga- og stjórnsýsluskrifstofu ráðuneytisins sem einnig er formaður Lögfræðingafélags Íslands, voru á meðal þeirra sem sátu fundinn með lektornum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Dómsmál

Ógnaði heimilisfólki með heimagerðu sverði
FréttirDómsmál

Ógn­aði heim­il­is­fólki með heima­gerðu sverði

Hér­aðs­dóm­ur Vest­ur­lands dæmdi fyr­ir skömmu mann fyr­ir lík­ams­árás, hús­brot og akst­ur und­ir áhrif­um áfeng­is. Í lýs­ing­um vitna er sagt frá því að mað­ur­inn hafi kýlt heim­il­is­mann sem reyndi að koma í veg fyr­ir að mað­ur­inn kæmi inn um glugga á hús­inu. Þá er einnig sagt frá því að mað­ur­inn hafi á ein­um tíma­punkti dreg­ið fram heima­gert sverð á sveifl­að því í kring­um sig fyr­ir ut­an hús­ið.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár