Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Landhreinsun að afhjúpa svikamiðil

Frú Lára Ág­ústs­dótt­ir var fyr­ir 75 ár­um dæmd fyr­ir að halda mið­ils­fundi, enda lodd­ari. Lög­reglu­mað­ur kom upp um hana en Hall­dór Lax­ness fór á kost­um á henn­ar kostn­að.

Landhreinsun að afhjúpa svikamiðil
Frú Lára Hér má sjá miðilinn í ham. Takið eftir gardínunni.

Í kjölfar síðasta þáttar af Brestum fór af stað umræða um miðla og sitt sýndist hverjum um ágæti eða loddaraskap þeirra. Fyrir 75 árum var öldin þó önnur en þá voru miðlar dæmdir í fangelsi á Íslandi. Þann 26. október árið 1940 véku fréttir af heimstyrjöldinni af forsíðu Alþýðublaðsins fyrir þann merka atburð að „frú Lára“ svikamiðill væri komin í gæsluvarðhald ásamt hjálparmönnum sínum. Í dag koma blaðaútgefendur miðlum fremur til varnar en að segja frá gæsluvarðhaldi þeirra á forsíðum sínum.

„Frú Lára Ágústdóttir, sem alþekkt er hér í bænum og víðar af hinum svokölluðu miðilsfundum sínum, liggur nú í Landsspítalanum og er þar í gæzluvarðhaldi lögreglunnar. Hefur hún nú, eftir allnákvæma rannsókn lögreglunnar, játað að hafa framið svik í sambandi við hina svokölluðu andafundi sína, er hún hefir haft fjölda mörg undanfarin ár og selt aðgang að,“ segir í frétt Alþýðublaðsins. Frú Lára var síðar dæmd fyrir svik sín.

Þórhallur miðill
Þórhallur miðill Björn Ingi Hrafnsson kom Þórhalli til varnar á dögunum og sagði það ekkert trufla sig að einhverjir telji lítið vit í dulrænum hæfileikum Þórhalls.
 

Þrjár krónur á „líkamningafund“

Samkvæmt Alþýðublaðinu hafði frú Lára talsverðar tekjur af miðilsfundum sínum og var talið að hún hafi gabbað þúsundir Íslendinga. Aðgangsmiði að „líkamningafundum“ kostað þrjár krónur. „Það, sem gerðist á fundunum var þetta: Líkamningafyrirbrigði, afholdgunarfyrirbrigði, skygnilýsingar, útfrymi, samtöl, bréfaskriftir o. fl., allt „yfirnáttúrlegt“ með frú Láru sem miðil og ýmsa stjórnendur,“ segir í frétt blaðsins. Fréttinni lauk á þeim orðum að það væri landhreinsun að svik frú Láru hafi loksins verið afhjúpuð.

Gardínan kom upp um hana

Að sögn sömu fréttar var það Sigurður Magnússon, kennari og lögreglumaður, sem afhjúpaði frú Láru en hún hafði talið honum trú um að hún væri í sambandi við látna konu hans. „Rannsakaði hann lengi allar aðstæður og var loks talinn vera orðinn svo „góður fundarmaður“, að hann fékk að sitja í stól nr. 1, þ.e. næsta stól frúarinnar, þegar á fundi stóð,“ segir fréttinni. Sigurður laumaði sér inn í herbergið fyrir einn fund og fann þar gardínur í skáp. Eftir fundinn, sem var fremur ómerkilegur, opnaði Sigurður skápinn og fann þá þessa sömu gardínu á öðrum stað. Þótti sannað að þessi gardína hafi verið notuð í svikin. Kristján nokkur bólstrari í London viðurkenndi síðar að hafa útvegað frú Láru gardínuna.

Halldór Laxness
Halldór Laxness Nóbelskáldið gerði óspart grín að þeim sem trúa á miðla í grein í Tímariti Máls og menningar.

„Rændir sambandi við annað líf með lögregluvaldi“

Mál frú Láru vakti svo mikla athygli á sínum tíma að nóbelskáldið Halldór Laxness skrifaði pistil í Tímarit Máls og menningar um Láru og „andatrúarmenn“. „Mikið upplost varð nýlega í höfuðstaðnum kringum andatrúarkvenprest alþekktan, „séra Láru", sem allt í einu var „staðin að svikum", eins og blöðin komust að orði, og urðu málalyktir að flokkur sá, sem hún hafði um sig í Bjarnaborg, var rændur sambandi við annað líf með lögregluvaldi, a.m.k. um stundarsakir. Mun slík meðferð á trúflokkum vera fátíð hér á landi og tæplega meðmælaverð - jafnvel í augum þeirra, sem setja annars andatrú tiltölulega lágt meðal kristilegra sértrúarflokka. Því hvemig á lögregla eða fógeti að geta skorið úr því, hvar sannleikurinn endar og fölsunin byrjar í trúarbrögðunum?“ skrifaði Halldór.

„Því hvernig á lögregla eða fógeti að geta skorið úr því, hvar sannleikurinn endar og fölsunin byrjar í trúarbrögðunum?“

Geðbilaðir sem fara miðilsfundi

Halldór Laxness hélt áfram í grein sinni og sagði miðla vera ýmist lærða heimskingja eða trufluð gáfumenn. „Þekktur geðveikralæknir kvað hafa haft þau orð í gamni og alvöru um andatrú, að ekki séu aðeins allir miðlar geðbilaðir, heldur séu einnig allir, sem hafa tilhneigingu til að fara á miðilsfund að einhverju leyti geðbilaðir líka. Í ljósi þeirrar þekkingar, sem nútíminn á yfir að ráða, má náttúrlega segja eitthvað svipað um allan trúaráhuga á okkar dögum, þ.e.a.s. ef hann er ekki algerð venjutrú. En um andatrú má hiklaust fullyrða, að þótt iðkanir hennar séu að sínu leyti ekki sjúklegri en t.d. hjá „holy rollers" (Fíladelfíumönnum?), þá gerir þessi trúflokkur sig alveg sérstaklega hvimleiðan vegna þess moldviðris af uppgerðarvísindum og „fræðilegum dellubókum, sem heiðarlegir, lærðir heimskingjar eða truflaðir gáfumenn þyrla látlaust kringum þetta klúsaða sambland af brjálsemi, prakkaraskap og fimmtaflokks loddaralistum, sem nefnt er miðilsstarfsemi,“ skrifaði Halldór Laxness. Pistilinn má lesa í heild sinni hér.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Gamla fréttin

Mest lesið

Vont að vita af þeim einum yfir hátíðarnar
1
Á vettvangi

Vont að vita af þeim ein­um yf­ir há­tíð­arn­ar

„Mað­ur velt­ir fyr­ir sér hvað varð til þess að hann var bara einn og var ekki í tengsl­um við einn né neinn,“ seg­ir lög­reglu­kona sem fór í út­kall á að­vent­unni til ein­stæð­ings sem hafði dá­ið einn og leg­ið lengi lát­inn. Á ár­un­um 2018 til 2020 fund­ust yf­ir 400 manns lát­in á heim­il­um sín­um eft­ir að hafa leg­ið þar í að minnsta kosti einn mán­uð. Þar af höfðu yf­ir eitt hundrað ver­ið látn­ir í meira en þrjá mán­uði og ell­efu lágu látn­ir heima hjá sér í eitt ár eða leng­ur.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
2
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár