Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Landhreinsun að afhjúpa svikamiðil

Frú Lára Ág­ústs­dótt­ir var fyr­ir 75 ár­um dæmd fyr­ir að halda mið­ils­fundi, enda lodd­ari. Lög­reglu­mað­ur kom upp um hana en Hall­dór Lax­ness fór á kost­um á henn­ar kostn­að.

Landhreinsun að afhjúpa svikamiðil
Frú Lára Hér má sjá miðilinn í ham. Takið eftir gardínunni.

Í kjölfar síðasta þáttar af Brestum fór af stað umræða um miðla og sitt sýndist hverjum um ágæti eða loddaraskap þeirra. Fyrir 75 árum var öldin þó önnur en þá voru miðlar dæmdir í fangelsi á Íslandi. Þann 26. október árið 1940 véku fréttir af heimstyrjöldinni af forsíðu Alþýðublaðsins fyrir þann merka atburð að „frú Lára“ svikamiðill væri komin í gæsluvarðhald ásamt hjálparmönnum sínum. Í dag koma blaðaútgefendur miðlum fremur til varnar en að segja frá gæsluvarðhaldi þeirra á forsíðum sínum.

„Frú Lára Ágústdóttir, sem alþekkt er hér í bænum og víðar af hinum svokölluðu miðilsfundum sínum, liggur nú í Landsspítalanum og er þar í gæzluvarðhaldi lögreglunnar. Hefur hún nú, eftir allnákvæma rannsókn lögreglunnar, játað að hafa framið svik í sambandi við hina svokölluðu andafundi sína, er hún hefir haft fjölda mörg undanfarin ár og selt aðgang að,“ segir í frétt Alþýðublaðsins. Frú Lára var síðar dæmd fyrir svik sín.

Þórhallur miðill
Þórhallur miðill Björn Ingi Hrafnsson kom Þórhalli til varnar á dögunum og sagði það ekkert trufla sig að einhverjir telji lítið vit í dulrænum hæfileikum Þórhalls.
 

Þrjár krónur á „líkamningafund“

Samkvæmt Alþýðublaðinu hafði frú Lára talsverðar tekjur af miðilsfundum sínum og var talið að hún hafi gabbað þúsundir Íslendinga. Aðgangsmiði að „líkamningafundum“ kostað þrjár krónur. „Það, sem gerðist á fundunum var þetta: Líkamningafyrirbrigði, afholdgunarfyrirbrigði, skygnilýsingar, útfrymi, samtöl, bréfaskriftir o. fl., allt „yfirnáttúrlegt“ með frú Láru sem miðil og ýmsa stjórnendur,“ segir í frétt blaðsins. Fréttinni lauk á þeim orðum að það væri landhreinsun að svik frú Láru hafi loksins verið afhjúpuð.

Gardínan kom upp um hana

Að sögn sömu fréttar var það Sigurður Magnússon, kennari og lögreglumaður, sem afhjúpaði frú Láru en hún hafði talið honum trú um að hún væri í sambandi við látna konu hans. „Rannsakaði hann lengi allar aðstæður og var loks talinn vera orðinn svo „góður fundarmaður“, að hann fékk að sitja í stól nr. 1, þ.e. næsta stól frúarinnar, þegar á fundi stóð,“ segir fréttinni. Sigurður laumaði sér inn í herbergið fyrir einn fund og fann þar gardínur í skáp. Eftir fundinn, sem var fremur ómerkilegur, opnaði Sigurður skápinn og fann þá þessa sömu gardínu á öðrum stað. Þótti sannað að þessi gardína hafi verið notuð í svikin. Kristján nokkur bólstrari í London viðurkenndi síðar að hafa útvegað frú Láru gardínuna.

Halldór Laxness
Halldór Laxness Nóbelskáldið gerði óspart grín að þeim sem trúa á miðla í grein í Tímariti Máls og menningar.

„Rændir sambandi við annað líf með lögregluvaldi“

Mál frú Láru vakti svo mikla athygli á sínum tíma að nóbelskáldið Halldór Laxness skrifaði pistil í Tímarit Máls og menningar um Láru og „andatrúarmenn“. „Mikið upplost varð nýlega í höfuðstaðnum kringum andatrúarkvenprest alþekktan, „séra Láru", sem allt í einu var „staðin að svikum", eins og blöðin komust að orði, og urðu málalyktir að flokkur sá, sem hún hafði um sig í Bjarnaborg, var rændur sambandi við annað líf með lögregluvaldi, a.m.k. um stundarsakir. Mun slík meðferð á trúflokkum vera fátíð hér á landi og tæplega meðmælaverð - jafnvel í augum þeirra, sem setja annars andatrú tiltölulega lágt meðal kristilegra sértrúarflokka. Því hvemig á lögregla eða fógeti að geta skorið úr því, hvar sannleikurinn endar og fölsunin byrjar í trúarbrögðunum?“ skrifaði Halldór.

„Því hvernig á lögregla eða fógeti að geta skorið úr því, hvar sannleikurinn endar og fölsunin byrjar í trúarbrögðunum?“

Geðbilaðir sem fara miðilsfundi

Halldór Laxness hélt áfram í grein sinni og sagði miðla vera ýmist lærða heimskingja eða trufluð gáfumenn. „Þekktur geðveikralæknir kvað hafa haft þau orð í gamni og alvöru um andatrú, að ekki séu aðeins allir miðlar geðbilaðir, heldur séu einnig allir, sem hafa tilhneigingu til að fara á miðilsfund að einhverju leyti geðbilaðir líka. Í ljósi þeirrar þekkingar, sem nútíminn á yfir að ráða, má náttúrlega segja eitthvað svipað um allan trúaráhuga á okkar dögum, þ.e.a.s. ef hann er ekki algerð venjutrú. En um andatrú má hiklaust fullyrða, að þótt iðkanir hennar séu að sínu leyti ekki sjúklegri en t.d. hjá „holy rollers" (Fíladelfíumönnum?), þá gerir þessi trúflokkur sig alveg sérstaklega hvimleiðan vegna þess moldviðris af uppgerðarvísindum og „fræðilegum dellubókum, sem heiðarlegir, lærðir heimskingjar eða truflaðir gáfumenn þyrla látlaust kringum þetta klúsaða sambland af brjálsemi, prakkaraskap og fimmtaflokks loddaralistum, sem nefnt er miðilsstarfsemi,“ skrifaði Halldór Laxness. Pistilinn má lesa í heild sinni hér.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Gamla fréttin

Mest lesið

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
1
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Sendu skip til Grænlands
3
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.
Lagði ekki upp með ótímabundið hvalveiðileyfi eins og varð raunin
5
Fréttir

Lagði ekki upp með ótíma­bund­ið hval­veiði­leyfi eins og varð raun­in

Bjarni Bene­dikts­son not­aði sína síð­ustu daga í embætti til að veita Hval hf. ein­stakt leyfi til veiða á lang­reyð­um. Leyf­ið renn­ur aldrei út. Í fyrstu taldi hann sig van­hæf­an til að taka ákvörð­un en skipti svo um skoð­un hálf­um mán­uði síð­ar. At­burða­rás­in kem­ur heim og sam­an við lýs­ing­ar á leyniupp­töku af syni og við­skipta­fé­laga Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns á hvað stæði til gera.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
6
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
2
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Indriði Þorláksson
5
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
6
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár