Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Lambakjötið undanþegið banni: „Ég vildi að ég ætti eitthvað í þessu“

Ág­úst Andrés­son, for­stöðu­mað­ur kjöt­af­urða­stöðv­ar Kaup­fé­lags Skag­firð­inga og kjör­ræð­is­mað­ur Rúss­lands á Ís­landi, seg­ir að við­bú­ið hafi ver­ið að lamba­kjöt, ær­kjöt, hrossa­kjöt og nið­ur­soð­ið fisk­meti yrði und­an­þeg­ið inn­flutn­ings­bann­inu.

Lambakjötið undanþegið banni: „Ég vildi að ég ætti eitthvað í þessu“

Innflutningsbannið til Rússlands tekur ekki til lambakjöts, ærkjöts, hrossakjöts og niðursoðins fiskmetis í dósum. Þetta er nokkur léttir fyrir Kaupfélag Skagfirðinga sem verið hefur leiðandi í markaðssetningu á íslensku lambakjöti í Rússlandi undanfarin ár.

„Þetta kom ekki á óvart. Þarna er verið að færa Ísland og fleiri lönd yfir á bannlistann og þessar vörur eru ekki á listanum yfir þær sem er bannað að flytja inn til Rússlands frá viðkomandi löndum,“ segir Ágúst Andrésson, forstöðumaður kjötafurðastöðvar Kaupfélags Skagfirðinga í samtali við Stundina. „Ég held í raun og veru að það hafi verið hálfgerð óskhyggja hjá útgerðinni og íslenskum yfirvöldum að það yrði gerður nýr listi fyrir Ísland og hin löndin sem nú hafa bæst á listann hjá Rússum. Það stóð eflaust aldrei til.“

Þann 19. nóvember í fyrra var Ágúst skipaður kjörræðismaður Rússlands, með ræðismannstign á Íslandi og aðsetur á Sauðárkróki. Aðspurður hvort honum hafi, sem kjörræðismanni, tekist að hafa áhrif á gang mála hlær hann og segir: „Nei, því miður, ég vildi að ég ætti eitthvað í þessu en þannig er það ekki.“ 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár