Lambakjötið undanþegið banni: „Ég vildi að ég ætti eitthvað í þessu“

Ág­úst Andrés­son, for­stöðu­mað­ur kjöt­af­urða­stöðv­ar Kaup­fé­lags Skag­firð­inga og kjör­ræð­is­mað­ur Rúss­lands á Ís­landi, seg­ir að við­bú­ið hafi ver­ið að lamba­kjöt, ær­kjöt, hrossa­kjöt og nið­ur­soð­ið fisk­meti yrði und­an­þeg­ið inn­flutn­ings­bann­inu.

Lambakjötið undanþegið banni: „Ég vildi að ég ætti eitthvað í þessu“

Innflutningsbannið til Rússlands tekur ekki til lambakjöts, ærkjöts, hrossakjöts og niðursoðins fiskmetis í dósum. Þetta er nokkur léttir fyrir Kaupfélag Skagfirðinga sem verið hefur leiðandi í markaðssetningu á íslensku lambakjöti í Rússlandi undanfarin ár.

„Þetta kom ekki á óvart. Þarna er verið að færa Ísland og fleiri lönd yfir á bannlistann og þessar vörur eru ekki á listanum yfir þær sem er bannað að flytja inn til Rússlands frá viðkomandi löndum,“ segir Ágúst Andrésson, forstöðumaður kjötafurðastöðvar Kaupfélags Skagfirðinga í samtali við Stundina. „Ég held í raun og veru að það hafi verið hálfgerð óskhyggja hjá útgerðinni og íslenskum yfirvöldum að það yrði gerður nýr listi fyrir Ísland og hin löndin sem nú hafa bæst á listann hjá Rússum. Það stóð eflaust aldrei til.“

Þann 19. nóvember í fyrra var Ágúst skipaður kjörræðismaður Rússlands, með ræðismannstign á Íslandi og aðsetur á Sauðárkróki. Aðspurður hvort honum hafi, sem kjörræðismanni, tekist að hafa áhrif á gang mála hlær hann og segir: „Nei, því miður, ég vildi að ég ætti eitthvað í þessu en þannig er það ekki.“ 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
5
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár