Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Lambakjötið undanþegið banni: „Ég vildi að ég ætti eitthvað í þessu“

Ág­úst Andrés­son, for­stöðu­mað­ur kjöt­af­urða­stöðv­ar Kaup­fé­lags Skag­firð­inga og kjör­ræð­is­mað­ur Rúss­lands á Ís­landi, seg­ir að við­bú­ið hafi ver­ið að lamba­kjöt, ær­kjöt, hrossa­kjöt og nið­ur­soð­ið fisk­meti yrði und­an­þeg­ið inn­flutn­ings­bann­inu.

Lambakjötið undanþegið banni: „Ég vildi að ég ætti eitthvað í þessu“

Innflutningsbannið til Rússlands tekur ekki til lambakjöts, ærkjöts, hrossakjöts og niðursoðins fiskmetis í dósum. Þetta er nokkur léttir fyrir Kaupfélag Skagfirðinga sem verið hefur leiðandi í markaðssetningu á íslensku lambakjöti í Rússlandi undanfarin ár.

„Þetta kom ekki á óvart. Þarna er verið að færa Ísland og fleiri lönd yfir á bannlistann og þessar vörur eru ekki á listanum yfir þær sem er bannað að flytja inn til Rússlands frá viðkomandi löndum,“ segir Ágúst Andrésson, forstöðumaður kjötafurðastöðvar Kaupfélags Skagfirðinga í samtali við Stundina. „Ég held í raun og veru að það hafi verið hálfgerð óskhyggja hjá útgerðinni og íslenskum yfirvöldum að það yrði gerður nýr listi fyrir Ísland og hin löndin sem nú hafa bæst á listann hjá Rússum. Það stóð eflaust aldrei til.“

Þann 19. nóvember í fyrra var Ágúst skipaður kjörræðismaður Rússlands, með ræðismannstign á Íslandi og aðsetur á Sauðárkróki. Aðspurður hvort honum hafi, sem kjörræðismanni, tekist að hafa áhrif á gang mála hlær hann og segir: „Nei, því miður, ég vildi að ég ætti eitthvað í þessu en þannig er það ekki.“ 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
5
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár