Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Kristnir flýja ofsatrú og eyðingu í Sýrlandi

Helm­ing­ur krist­inna íbúa Sýr­lands er flú­inn eft­ir borg­ara­stríð og upp­gang öfga­fullra íslam­ista. Vest­ur­veld­in hafa unn­ið að víg­væð­ingu „hóf­samra“ íslam­ista í Sýr­landi gegn ein­ræði Bashars Al-Assad. Ómögu­legt er að greina hverj­ir eru hinir hóf­sömu og þeir hafa ekk­ert gert til að stöðva bók­stafstrú­aða íslam­ista.

Kristnir flýja ofsatrú og eyðingu í Sýrlandi
Aftur til Homs Kristnir íbúar borgarinnar Homs sneru aftur í hverfið sitt í miðborginni í maí í fyrra. Þeim mætti eyðilegging. Mynd: AFP

Kannski hafa ekki margir heyrt talað um bæinn Izra í Sýrlandi sem staðsettur er um 80 km suður af höfuðborginni Damascus. Íbúafjöldinn er svipaður og á Akureyri eða um 20.000 og rétt eins og á Akureyri eru flestir bæjarbúar þar kristinnar trúar. Ólíkt Akureyri kemur Izra töluvert við sögu í Biblíunni. Heimildir eru til um þetta svæði frá því 1334 fyrir Krist auk þess sem heimildir benda til að Izra sé eitt elsta samfélag kristinna manna í heiminum. Þessi landbúnaðarbær, sem segja má að sé af náttúrunnar hendi staðsettur í nokkurs konar virki á milli þriggja fjallgarða, hefur staðið af sér fjöldamörg ríkjasambönd í gegnum aldirnar en þar má helst nefna persneska- og arabíska heimsveldið. Eftir að borgarastyrjöldin í Sýrlandi braust út fyrir fjórum árum hefur þessi gamli bær í fyrsta sinn staðið frammi fyrir þeirri staðreynd að allir kristnir bæjarbúar fari í útlegð fyrir fullt og allt þar sem Jihadistar eða bókstafstrúaðir múslímar ráða nú ríkjum í flestum bæjum í grennd við Izra. Víglínan er nú komin í einungis þriggja kílómetra fjarlægð frá Izra.

Mikilvægt er gera sér grein fyrir því að í gegnum söguna hafa kristnir og múslimar átt afar farsælt samband í Sýrlandi en það stendur einmitt í Kóraninum að Múhameð hafi sagt að bera skuli virðingu fyrir kristnum.

Íslamskir vígamenn studdir af Vesturveldunum

Eins og með flestar borgarastyrjaldir er flókið að reyna að skilja til hlítar upphaf borgarastyrjaldarinnar í Sýrlandi sem og það hrottafengna stríð sem þar hefur átt sér stað undanfarin fjögur ár. En Vesturveldin með Bandaríkin í broddi flykingar hafa verið að þjálfa og vígbúa íslamska vígamenn sem þeir hafa litið á sem hófsama og hafa þeir nú í nokkur ár barist gegn stjórnarher landsins. Þess ber þó að geta að stjórnarher Sýrlands er að langstærstum hluta samansettur af múslimum. 

Forseti Sýrlands, Bashar al-Assad, er alavíti en alavítar eru hluti af einni grein sjía-íslams. Talið er að um 12% Sýrlendinga tilheyri þeirri grein sjía-­íslams. Rétt eins og gyðingar líta alavítar á sig sem hina útvöldu þjóð á meðan bókstafstrúaðir múslimar líta á þá sem trúvillinga. Langstærstur hluti Sýrlendinga eða um 87% eru múslímar og af þeim eru súnnítar fjölmennastir eða um 74% landsmanna en sjítar eru einungis 5% landsmanna. 10% Sýrlendinga eru síðan kristinnar trúar og um 3% drúsar en þeir eiga rætur að rekja til íslams þó langflestir múslimar líti á þá sem trúvillinga. Langstærsti hluti kristinna Sýrlendinga tilheyrir kirkjudeildum Austur-Evrópu en yfir hálf milljón Sýrlendinga eru hluti af grísku rétttrúnaðarkirkjunni. Auk þess er stór hópur kristinna Sýrlendinga hluti af kaþólsku kirkjunni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár