Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Kristnir flýja ofsatrú og eyðingu í Sýrlandi

Helm­ing­ur krist­inna íbúa Sýr­lands er flú­inn eft­ir borg­ara­stríð og upp­gang öfga­fullra íslam­ista. Vest­ur­veld­in hafa unn­ið að víg­væð­ingu „hóf­samra“ íslam­ista í Sýr­landi gegn ein­ræði Bashars Al-Assad. Ómögu­legt er að greina hverj­ir eru hinir hóf­sömu og þeir hafa ekk­ert gert til að stöðva bók­stafstrú­aða íslam­ista.

Kristnir flýja ofsatrú og eyðingu í Sýrlandi
Aftur til Homs Kristnir íbúar borgarinnar Homs sneru aftur í hverfið sitt í miðborginni í maí í fyrra. Þeim mætti eyðilegging. Mynd: AFP

Kannski hafa ekki margir heyrt talað um bæinn Izra í Sýrlandi sem staðsettur er um 80 km suður af höfuðborginni Damascus. Íbúafjöldinn er svipaður og á Akureyri eða um 20.000 og rétt eins og á Akureyri eru flestir bæjarbúar þar kristinnar trúar. Ólíkt Akureyri kemur Izra töluvert við sögu í Biblíunni. Heimildir eru til um þetta svæði frá því 1334 fyrir Krist auk þess sem heimildir benda til að Izra sé eitt elsta samfélag kristinna manna í heiminum. Þessi landbúnaðarbær, sem segja má að sé af náttúrunnar hendi staðsettur í nokkurs konar virki á milli þriggja fjallgarða, hefur staðið af sér fjöldamörg ríkjasambönd í gegnum aldirnar en þar má helst nefna persneska- og arabíska heimsveldið. Eftir að borgarastyrjöldin í Sýrlandi braust út fyrir fjórum árum hefur þessi gamli bær í fyrsta sinn staðið frammi fyrir þeirri staðreynd að allir kristnir bæjarbúar fari í útlegð fyrir fullt og allt þar sem Jihadistar eða bókstafstrúaðir múslímar ráða nú ríkjum í flestum bæjum í grennd við Izra. Víglínan er nú komin í einungis þriggja kílómetra fjarlægð frá Izra.

Mikilvægt er gera sér grein fyrir því að í gegnum söguna hafa kristnir og múslimar átt afar farsælt samband í Sýrlandi en það stendur einmitt í Kóraninum að Múhameð hafi sagt að bera skuli virðingu fyrir kristnum.

Íslamskir vígamenn studdir af Vesturveldunum

Eins og með flestar borgarastyrjaldir er flókið að reyna að skilja til hlítar upphaf borgarastyrjaldarinnar í Sýrlandi sem og það hrottafengna stríð sem þar hefur átt sér stað undanfarin fjögur ár. En Vesturveldin með Bandaríkin í broddi flykingar hafa verið að þjálfa og vígbúa íslamska vígamenn sem þeir hafa litið á sem hófsama og hafa þeir nú í nokkur ár barist gegn stjórnarher landsins. Þess ber þó að geta að stjórnarher Sýrlands er að langstærstum hluta samansettur af múslimum. 

Forseti Sýrlands, Bashar al-Assad, er alavíti en alavítar eru hluti af einni grein sjía-íslams. Talið er að um 12% Sýrlendinga tilheyri þeirri grein sjía-­íslams. Rétt eins og gyðingar líta alavítar á sig sem hina útvöldu þjóð á meðan bókstafstrúaðir múslimar líta á þá sem trúvillinga. Langstærstur hluti Sýrlendinga eða um 87% eru múslímar og af þeim eru súnnítar fjölmennastir eða um 74% landsmanna en sjítar eru einungis 5% landsmanna. 10% Sýrlendinga eru síðan kristinnar trúar og um 3% drúsar en þeir eiga rætur að rekja til íslams þó langflestir múslimar líti á þá sem trúvillinga. Langstærsti hluti kristinna Sýrlendinga tilheyrir kirkjudeildum Austur-Evrópu en yfir hálf milljón Sýrlendinga eru hluti af grísku rétttrúnaðarkirkjunni. Auk þess er stór hópur kristinna Sýrlendinga hluti af kaþólsku kirkjunni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
3
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
5
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár