Klíníkin, einkarekna lækningafyrirtækið sem verið hefur til umfjöllunar í fjölmiðlum síðustu vikurnar, hefur sótt um leyfi hjá heilbrigðisráðuneytinu til að framkvæma umfangsmiklar skurðaðgerðir við upppbygingu á brjóstum kvenna. Þetta herma heimildir Stundarinnar.
Slíkar aðgerðir eru til dæmis framkvæmdar á konum sem gengið hafa í gegnum krabbameinsmeðferð. Klíníkin mun opna þann 19. júní næstkomandi samkvæmt orðum Sigríðar Snæbjörnsdóttur, framkvæmdastjóra og eins hluthafa fyrirtækisins, í Morgunblaðinu um helgina.
Athugasemdir