Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

KK mótmælir misskiptingu: „Sárt að horfa upp á þetta því Ísland er ekki fátækt land“

Mót­mæl­end­ur Aust­ur­velli öskra: „Van­hæf rík­is­stjórn.“ Ræða Braga Páls: „Rík­is­stjórn þar sem Vig­dís Hauks­dótt­ir er formað­ur fjár­laga­nefnd­ar er van­hæf rík­is­stjórn.“

KK mótmælir misskiptingu: „Sárt að horfa upp á þetta því Ísland er ekki fátækt land“
Mótmælt á Austurvelli „Stöðvum arðránið,“ sagði Bragi Páll Sigurðsson í ræðu sinni í dag og fólkið öskraði vanhæf ríkisstjórn. Mynd: Snorri Þór Tryggvason / www.borgarmynd.com

Á Austurvelli hafa mótmælendur safnast saman til þess að andmæla gjörðum ríkisstjórnarinnar, en þar var boðað til byltingar, uppreisnar, kl. 17. Á meðal þeirra sem fram koma eru þau KK, Valdimar, Jónína Björg Magnúsdóttir, auk þess sem Bragi Páll Sigurðarson rithöfundur fer með erindi sem og Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir.

Á meðan blaðamaður ræðir við KK öskrar fólk á staðnum endurtekið: „Vanhæf ríkisstjórn!“ undir forystu Braga Páls, líkt í búsáhaldabyltingunni árið 2008.

Um leið og boðað var til byltingar voru gefnar upp 99 ástæður til að mæta. Fyrr í dag höfðu 6.700 manns boðað komu sína, flestir sögðu ástæðuna vera spillingu og 1.300 nefndu makrílfrumvarpið. „Íslenskar útgerðir mala gull. Eigendur þeirra fá gefins stærstu auðlind þjóðarinnar, borga ekkert fyrir rentuna og fá að borga eins lítið í skatt og þeim dettur í hug. Útgerðirnar halda að við getum ekki án þeirra verið. En það er akkúrat öfugt. Útgerðirnar gætu aldrei starfað ef það væri ekki fyrir íslenskan almenning. Íslenska sjómenn og fólkið í fiskvinnslunni. En í staðinn fyrir að auðlindin vinni í þágu þjóðarinnar þá er hún einkaeign örfárra moldríkra einstaklinga. Ég segi þjóðnýtum þær. Fáum þennan pening inn á okkar bankareikning. Stöðvum arðránið,“ sagði Bragi Páll í ræðu sinni.

„Núna eru engin úrræði fyrir einstæða móður með þrjú börn sem er verkakona á lágum launum.“

Fiskurinn og vatnið eru sameign þjóðarinnar

Húsnæðismálin í ólestri
Húsnæðismálin í ólestri Kristján segir að svo lengi sem hann hafi munað eftir sér hafi húsnæðismál hér á landi verið í ólestri. Það sé ekki boðlegt að fólk sé á valdi bankanna alla ævi fyrir að koma sér upp þaki yfir höfuðið.

Í samtali við Stundina, sagði Kristján Kristjánsson, betur þekktur sem KK, að misskipting auðs væri ástæðan fyrir veru hans þar. Auður safnaðist saman á örfáar hendur og fólk væri reitt. „Misskipting er vandamál á Íslandi, í Bretlandi og í Bandaríkjunum. Misskipting auðsins er rótin að óánægju og upplausnar í samfélögum. Sameign okkar eins og heita vatnið og fiskurinn á ekki að einkavæða. Það má ekki verða þannig að fjárfestar geti farið að leika sér að þessum hlutum eins og þeir eigi þetta prívat og persónulega. Það er reynsla af þessu öllu og hún er ekki góð.

Misskipting hefur farið versnandi. Þegar skattar hátekjufólks og þeirra alríkustu eru lækkaðir er það alltaf ávísun á misskiptingu. Þá þarf að sækja peningana annars staðar og það lendir á þeim sem síst skyldi.

Ef þú ætlar að hafa samfélag þá þarf það að uppfylla grunnskilyrði. Ef þú ert að byggja hús þá þarftu að hafa góðan grunn. Ef þú ert að byggja samfélag þá eru grunnskilyrðin, húsnæði, fæði og klæði. Síðan byggir þú ofan á það og tryggir öryggi, starfsöryggi, fjárhagslegt öryggi, menntun og annað slíkt. Þú byggir ofan á þennan grunn.“

„Þetta gæti verið paradís hérna.“

Húsnæðismálin í ólestri

„Eitt af því sem er ábótavant hjá okkur á Íslandi eru húsnæðismálin,“ segir Kristján. „Þau hafa verið í ólestri frá því að ég man eftir mér. Ég er 59 ára gamall og ég er búinn að búa á Íslandi í 50 ár og alltaf hafa húsnæðismálin verið slæm. Um tíma voru verkamannabústaðir en núna eru engin úrræði fyrir einstæða móður með þrjú börn sem er verkakona á lágum launum. Ég skil ekki hvernig fólk kemst af.

Það er svo sárt að horfa upp á þetta því Ísland er ekki fátækt land. Það er til nóg af öllu hérna. Þetta eru afleiðingar af misskiptingu, sem maður horfir upp á og það er sárt. Það finnst það öllum. Þess vegna er fólk komið hingað. Það er orðið þreytt á þessu. Þetta þarf ekki að vera svona. Þetta gæti verið paradís hérna.

„Húsnæði á ekki að vera verkfæri fyrir auðvaldið, bankana til að ná tangarhaldi á okkur, en húsnæðislánin fylgja okkur í gröfina.“

Menntun gæti verið mikið aðgengilegri og þessar grunnþarfir eins og húsnæði á ekki að vera verkfæri fyrir auðvaldið, bankana til að ná tangarhaldi á okkur, en húsnæðislánin fylgja okkur í gröfina. Allt þitt líf eiga bankarnir þig, af því að þú þarft að uppfylla þetta grunnskilyrði og koma þaki yfir höfuðið á þér. Þetta er bara eitt af mörgu, en það er mjög mikið óréttlæti í samfélaginu.“

Segir forsætisráðherra sýna vanvirðingu

Misbauð vanvirðingin
Misbauð vanvirðingin Jónína samdi Sveiattan þegar henni misbauð framganga vinnuveitandans sem bauð starfsfólkinni upp á íspinna fyrir að leggja hart að sér til að auka framlegð fyrirtækisins.

Jónína Björg Magnúsdóttir söng tvö lög á mótmælunum. Annars vegar lagið Sveiattan, en textann samdi hún við lag Braga Valdimars Skúlasonar í Baggalúti, og hins vegar gamalt herstöðvarandstæðingalag. „Mig langaði til að undirstrika að þeir sem svíkja loforðin sín fái það aftur í hausinn. Laginu lýkur með þessum orðum: „Hefnist þeim sem svíkur sína huldumey, honum verður erfiður dauðinn.“ Almennt trúi ég því að það góða sem þú gefur út í heiminn færðu til baka. Þegar ráðamenn koma kjánalega fram og tjá sig illa og af vanvirðingu við fólkið sem hefur kosið þá í þessa stöðu þá fái þeir það sama til baka. Í dag er vel tekið í trommur hér á Austurvelli.

Fólk er greinilega reitt vegna þeirrar vanvirðingar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur sýnt fólki þegar hann tjáir sig. Mér fannst líka mikil vanvirðing felast í því þegar hann rölti fram og fékk sér köku þegar hann átti að vera að svara óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi.

Ég er Íslendingur, ég borga launin hans. Hann á bara að vinna sína vinnu almennilega og gera það án þess að sýna fólki vanvirðingu.

„Það á að virða hvern mann. Ég er ekki bara fiskverkunarkona.“

Það á að virða hvern mann. Ég er ekki bara fiskverkunarkona. Ég hef verið helvítis útlendingur í Svíþjóð í átta ár og þekki þá stöðu. Ég er líka amma og á sjö ömmubörn, eitt lítið ljós á himni og það sjötta með lífi er væntanlegt á næstunni. Ég ber hag þeirra fyrir brjósti. Ég ber hag samborgara minna fyrir brjósti, fólks sem getur ekki tjáð sig sjálft. Það er svo margt sem maður stendur fyrir, í orði og á borði, vona ég.

Ef fólk hefur ekki orku til að stíga upp verður einhver annar að gera það. Það þýðir ekkert að sitja úti í horni og skammast yfir því að launin hækki ekki. Þú verður að gera það sem þú getur og grípa til aðgerða. Þú breytir engu á meðan þú situr við eldhúsborðið með sígarettuna og kaffibollann. En þú getur kannski breytt einhverju ef þú stendur upp og gerir eitthvað, jafnvel þótt það sé bara að fara niður á Austurvöll og standa þar með fólki.“

Áttu að fá íspinna fyrir framlagið

Sjálf hefur hún vakið athygli fyrir framgöngu sína á síðustu vikum. „Ég samdi textann við Sveiattan fyrir ári síðan þegar mér misbauð framganga fyrirtækisins. Við vorum að auka hagnað undir miklu álagi, með nýjar vélar og ekki búið að breyta húsnæðinu í samræmi við það. Um tíma gætti pirrings en það stóðu sig allir vel og þegar það fór að róast grínaðist fólk með það hvort það fengi ekki eitthvað fyrir. Jú, það var ís í boði. Ég hélt kannski að það væri eitthvað gott en þá var það íspinni. Ég er eiginlega fegin því þegar ég fer að yrkja þetta og fæ kjarkinn til að syngja það þá felur það kannski í sér einhverja lítillækun fyrir þá sem ganga fram með þessum hætti.“

„Það er að setja þetta þjóðféleg á hausinn en ekki það að litli maðurinn fái aðeins fleiri fiska á diskinn.“

Og hún er engan vegin hætt. „Ég mun syngja meira þegar tækifæri gefst. En ég vona svo innilega að það fari að komast á samningar og að fólk fari að hugsa í krónutölum en ekki prósentum. Ef ég hækka um 20 prósent þá fæ ég kannski 220 þúsund útborgað. Einhver sem er með tvær milljónir á mánuði hækkar á sama tíma um útborguð launin mín. Það er engan vegin sanngjarnt. Það er að setja þetta þjóðféleg á hausinn en ekki það að litli maðurinn fái aðeins fleiri fiska á diskinn.“

Vanhæf ríkisstjórn

Bragi Páll var með erindi á Austurvelli þar sem hann sagði ríkisstjórnina vanhæfa. Hér að neðan má lesa ræðu hans í heild sinni:

„Góðir Íslendingar.

Ástæðan fyrir því að við erum mætt hérna í dag er að okkur er fullkomlega misboðið. Ég ætla hér að telja upp það sem ég tel vera helstu ástæðurnar fyrir því.

Okkur langar kannski til þess að trúa því að við höfum búið við jöfn kjör, en án þess að ég ætli að fara of langt út í þá sálma hversu handónýtt kerfi hið kapítalíska feðraveldi er, þá hafa kjörin verið allt annað en jöfn.

„Útgerðirnar gætu aldrei starfað ef það væri ekki fyrir íslenskan almenning. Íslenska sjómenn og fólkið í fiskvinnslunni.“

Íslenskar útgerðir mala gull. Eigendur þeirra fá gefins stærstu auðlind þjóðarinnar, borga ekkert fyrir rentuna og fá að borga eins lítið í skatt og þeim dettur í hug. Útgerðirnar halda að við getum ekki án þeirra verið. En það er akkúrat öfugt. Útgerðirnar gætu aldrei starfað ef það væri ekki fyrir íslenskan almenning. Íslenska sjómenn og fólkið í fiskvinnslunni. En í staðinn fyrir að auðlindin vinni í þágu þjóðarinnar þá er hún einkaeign örfárra moldríkra einstaklinga. Ég segi þjóðnýtum þær. Fáum þennan pening inn á okkar bankareikning. Stöðvum arðránið.

Íslensku bankarnir skila methagnaði ár eftir ár. Þeir ræna íslenskan almenning með ofurvöxtum og okurlánum, allt í skjóli þess að þeir séu okkur ómissandi. En það er akkúrat öfugt. Bankarnir geta ekki án okkar verið! Þeir eiga að vinna fyrir okkur en eru í staðinn að vinna fyrir örfáa ofurríka eigendur sína. Þetta er óþolandi!

Íslenska ríkið er ekki til nema vegna fólksins í landinu. Alþingismenn eiga að vera að þjóna okkur en eru í staðinn að þjóna hagsmunum fjármagnseigenda. Ríkisstjórnin heldur að við getum ekki án hennar verið. Að án þessara vanhæfu þjófa þá færi hér allt á hliðina. En það er akkúrat öfugt. Við réðum þetta fólk. Þau eiga að vinna fyrir okkur. En í staðinn eru þau að vinna fyrir kvótaeigendur og frændur sína. Og það er þessvegna sem við erum að reka þau.

„Nú er Bjarni Ben að reyna að laga fylgi flokksins og ímynd sína með því að plata fólk með einhverri Diet útgáfu af stjórnarskránni sem var stolið af okkur.“

Nú er Bjarni Ben að reyna að laga fylgi flokksins og ímynd sína með því að plata fólk með einhverri diet útgáfu af stjórnarskránni sem var stolið af okkur.

Sumir segja að nýja stjórnarskráin hafi einmitt verið samin til þess að knésetja Sjálfstæðisflokkinn. Er það svo slæmt? Nasistaflokkurinn var bannaður í Þýskalandi eftir seinna stríð. Það heppnaðist ágætlega hjá þeim.

En Sjálfstæðisflokkurinn, hagsmunasamtök fjármagnseigenda, sá hópur sem ber stærsta einstaka ábyrgð á hruninu 2008, er enn starfandi. Enn mjög öflugur. Enn í óða önn að einkavæða alla helstu almannaþjónustu í hendurnar á auðmönnum. Gefa ríkasta fólki landsins meiri kvóta. Og þetta kýs stór hluti þjóðarinnar.

Lengi skildi ég ekki afhverju sjálfstæðisflokkurinn fékk alltaf fjórðung atkvæða í kosningum, en núna sé ég það. Að sjálfsögðu vill skynsamt fólk koma sér í mjúkinn hjá þeim sem öllu ráða. Fólk sleikir bláa sjálfstæðisfálkann í ömurlegri undirgefni og von um að nokkrir brauðmolar falli í munn þess þegar hann hristir fjaðrirnar. Lygararnir ljúga því að þeir muni bjarga hér öllu með ábyrgri peningastjórn og frösum eins og frelsi einstaklingsins. Botnlaust kjaftæði.

„Auðæfi ganga í erfðir. Fátækt gengur í erfðir. Leiðrétting Sigmundar Davíðs var jafn ömurlegur brandari.“

Mestu auðæfi Íslands eru á örfárra höndum. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar síðustu misseri sýna að þær hendur kæra sig ekkert um að þessari staðreynd sé breytt. Auðæfi ganga í erfðir. Fátækt gengur í erfðir. Leiðrétting Sigmundar Davíðs var jafn ömurlegur brandari í kosningabaráttunni og hún er í framkvæmd. Við erum að fylgjast með auðvaldinu gera allt sem það getur til þess að verja og auka vald sitt. Rústa tekjulitlum fjölskyldum með hækkun matarskatta. Skera sérstakan saksóknara á háls. Gefa ríkasta fólkinu í landinu ávinninginn.

Þegar málningin flagnar, þá skröpum við hana af. Þegar bleyjan lyktar, þá skiptum við um hana. Ég er ekki með lausnir eða svör við því hvað eigi að taka við, enda er það okkar allra að ákveða. Og er eitthvað meira spennandi en samfélag fólks að rífa niður stéttskipt hreysið sem það fékk í vöggugjöf, til þess að byggja saman upp réttlátt samfélag?

Brjótum upp þennan ömurlega vítahring. Sýnum heiminum. Verum fordæmið. Því þrátt fyrir fámenni og galla erum við mjög framsækin þjóð. Hættum að kóa með lygurum og þjófum. Stöndum upp og tökum okkur í hönd valdið sem réttilega er okkar.

„Stöndum upp og tökum okkur í hönd valdið sem réttilega er okkar.“

Því ríkisstjórn þar sem Bjarni Ben, maðurinn sem getur ekki borgaði í stöðumæli án þess að setja fyrirtæki á hausinn, er fjármálaráðherra er vanhæf ríkisstjórn.

Ríkisstjórn þar sem Sigmundur Davíð er forsætisráðherra, skammar þjóðina fyrir dónaskap og sakar hana svo um að vera veruleikafirrta, er vanhæf ríkisstjórn.

Ríkisstjórn þar sem Gunnar Bragi reynir að hætta með ESB eins og pennavin er vanhæf ríkisstjórn.

Ríkisstjórn þar sem Vigdís Hauksdóttir er formaður fjárlaganefndar er vanhæf ríkisstjórn.

Ríkisstjórn sem starfar í þágu auðvaldsins en ekki þjóðarinnar er vanhæf ríkisstjórn.“

„Við erum rík þjóð“ 

Hér er svo ræða Sigríðar Bylgju: 

„Góðan daginn elsku vinir

Lóan er komin og grasið grænkar, sól skín í heiði og lundin á að vera létt, full af tilhlökkun fyrir sumrinu og öllum þeim ævintýrum sem það ber í skauti sér. Hvað erum við þá að gera hérna? Í alvöru, hvað erum við að gera?

Jú, við erum að mótmæla. Mótmæla ríkisstjórn Íslands sem við sjáum núna að komst til valda á fölskum forsendum. Líkt og úlfar í sauðagæru laumast þau um og bíta þar sem þau geta.

„Það hrannast óveðursský fyrir ofan höfuðið á mér þegar ég heyri enn eina fréttina af verkum ríkisstjórnarinnar sem toppa hvert annað í fáránleika.“

Það er erfitt að tapa ekki gleðinni þegar nánast vikulega berast fréttir af hörmungum ríkisstjórnarinnar. Það hrannast óveðursský fyrir ofan höfuðið á mér þegar ég heyri enn eina fréttina af verkum ríkisstjórnarinnar sem toppa hvert annað í fáránleika.

Það er auðvelt að hætta að hlusta, setja sig í fréttabann og fylgjast ekki með því hvaða glapræði ríkisstjórninni hefur dottið til hugar þann daginn. En það megum við alls ekki gera. 

Spilling, Makrílfrumvarpið, launaójöfnuður, siðblinda, skortur á virðingu við þjóðaratkvæðagreiðslur, brotin kosningaloforð, heilbrigðiskerfið niðurbrotið, umhverfismál, engin tengsl við samfélagið. Þetta eru nokkur af þeim atriðum sem fólk nefndi á fésbókarviðburði fyrir þessa samkomu hér á Austurvelli.

Við erum hér samankomin af ólíkum ástæðum en saman styðjum við hvert annað og sýnum það hér í dag. Við erum nefninlega öll á sama báti. Við erum öll Íslendingar sem viljum lifa hérna og hrærast og geta notið landsins gæða. Saman. Því við erum samfélag.

 „Það er réttlát reiði sem við finnum fyrir og við megum svo sannarlega tjá hana.“

Orðræða. Við verðum að fylgjast með henni á gagnrýninn hátt. Við verðum að passa okkur að gleypa ekki við þeim villandi ummælum sem formenn ríkisstjórnarinnar ropa út úr sér til að fá okkur til að gleyma eða dreifa huganum frá því sem miður er að fara í samfélaginu okkar. Það er réttlát reiði sem við finnum fyrir og við megum svo sannarlega tjá hana. Samfélagið okkar logar í illindum og deilum sem ríkisstjórnin virðist ekki hafa nokkurn áhuga á að hlusta á eða leysa úr. Við lifum í samfélagi sem er veikt og þarf að hlúa að- í rauninni umturna.

Er það ósanngjörn krafa að staðið sé við gefin loforð og að farið sé að lögum?

Er það ósanngjörn krafa að fólk fái greidd lágmarkslaun sem duga fyrir framfærslu?

Er það ósanngjörn krafa að þjóðin njóti arðs af auðlindum sínum?

Við erum rík þjóð. Hér ætti hver einasti Íslendingur að geta lifað í vellystingum. En samfélagið okkar er óréttlátt, misskipt og okkur er ekki tryggður arður af auðlindunum okkar.

Nú þegar við stöndum hér saman hafa 39 þúsund manns skrifað undir áskorun til forseta Íslands um að vísa hverjum þeim lögum í þjóðaratkvæðagreiðslu sem Alþingi samþykkir þar sem fiskveiðiauðlindinni okkar er ráðstafað til lengri tíma en eins árs, á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá og þjóðinni ekki verið tryggt fullt gjald fyrir afnot þeirra.

„Hugsið ykkur. Við erum að berjast við okkar eigin ríkisstjórn um ráðstöfun náttúruauðlinda þjóðarinnar!“

Þið hafið bara engan rétt til að taka auðlindirnar okkar og gefa þær til nokkurra útvaldra aðila!

Hugsið ykkur. Við erum að berjast við okkar eigin ríkisstjórn um ráðstöfun náttúruauðlinda þjóðarinnar!

Í dag, líkt og síðustu tvær vikur, hefur staðið yfir umræða á Alþingi um rammaáætlun, áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Ríkisstjórnin er tilbúin að brjóta það faglega ferli sem samþykkt var með lögum um rammaáætlun til þess að styðja meirihluta atvinnuveganefndar og færa kosti, náttúruperlur okkar Íslendinga, í nýtingarflokk, þvert á faglegt mat og án umfjöllunar.

Sama hvar fólk er í flokk sett eða ef það stendur utan við stjórnmálaflokka, þá getum við þó verið sammála um það að Alþingi eigi að virða sett lög. Það eru mjög brýn mál sem þarf að takast á við í samfélaginu okkar en tímanum er sóað í óþarfa þras vegna þess að meirihluti atvinnuveganefndar ætlar að fá sínu framgengt með frekju og yfirgangi.

Nei nú þurfum við að standa saman öll sem eitt.

„Mig langar að minna á fólkið okkar. Það erum við. Fólkið. Amma og afi sem lifa á lúsarlaunum, lífeyrisgreiðslum, sem búið er að skerða margsinnis.“

Mig langar að minna á fólkið okkar. Það erum við. Fólkið. Amma og afi sem lifa á lúsarlaunum, lífeyrisgreiðslum, sem búið er að skerða margsinnis. Foreldrarnir sem eru að svigna undan afborgunum húsnæðislána sem bara hækka og hækka, unga fólkið sem berst á leigumarkaði eða skoðar hvort WOW, Icelandair eða Norræna bjóði hagstæðust kjörin úr landi. Launþegar sem standa í kjarabaráttu, þeirri undarlegustu sem farið hefur fram hér á landi vegna ummæla forsætisráðherra.

Og á meðan við stöndum hér, fólkið, sitja ráðamenn og skilja ekkert í því hversu veruleikafirrt við erum. Ef að veruleikinn okkar rímar ekki við veruleika þeirra, þá er líklega farsælast að þau fari frá áður en þjóðin ber meiri skaða af þeirra verkum sem hafa afleiðingar í okkar raunveruleika.

Það er nú einhvernvegin þannig, eins og hún Stella í orlofi vinkona allra Íslendinga orðar það ,,að vandamálin eru til að takast á við þau“. Ríkisstjórnin nýtur ekki trausts til þess að vinna okkur út úr þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir. Þvert á móti.

Ef fólk ekki stendur sig í vinnunni sinni, þá er því sagt upp. Ég vil líta svo á að þessi fundur sé uppsagnarbréf þjóðarinnar til ríkisstjórnarinnar.

„Skilið lyklunum, við viljum ykkur frá.“

Er það ósanngjörn krafa að þegar ríkisstjórnin nýtur ekki traust þjóðarinnar, að þá segi hún af sér?

Ykkar þjónustu er ekki lengur óskað. Það er deginum ljósara að þessi ríkisstjórn ætlar sér að byggja upp samfélag sem er mjög gott fyrir suma, en miður slæmt fyrir okkur flest hin. Það er ekki sanngjarnt og þessvegna vísum við ykkur á dyr.

Skilið lyklunum, við viljum ykkur frá.

Takk fyrir“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Mótmæli

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Vont að vita af þeim einum yfir hátíðarnar
2
Á vettvangi

Vont að vita af þeim ein­um yf­ir há­tíð­arn­ar

„Mað­ur velt­ir fyr­ir sér hvað varð til þess að hann var bara einn og var ekki í tengsl­um við einn né neinn,“ seg­ir lög­reglu­kona sem fór í út­kall á að­vent­unni til ein­stæð­ings sem hafði dá­ið einn og leg­ið lengi lát­inn. Á ár­un­um 2018 til 2020 fund­ust yf­ir 400 manns lát­in á heim­il­um sín­um eft­ir að hafa leg­ið þar í að minnsta kosti einn mán­uð. Þar af höfðu yf­ir eitt hundrað ver­ið látn­ir í meira en þrjá mán­uði og ell­efu lágu látn­ir heima hjá sér í eitt ár eða leng­ur.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
3
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár