Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Myndbönd: Flóttamannavinir umkringdu þjóðernissinna

Tug­ir þjóð­ern­is­sinna söfn­uð­ust sam­an á Aust­ur­velli og mót­mæltu mót­töku flótta­fólks. Marg­falt fleiri mættu þó á ann­an kröfufund, á sama tíma og sama stað, sem hald­inn var til stuðn­ings flótta­mönn­um, múslim­um og fjöl­menn­ingu.

Myndbönd: Flóttamannavinir umkringdu þjóðernissinna
Geiri / Pressphotos.biz Mynd: Pressphotos.biz

Nokkur togstreita ríkti á Austurvelli í dag þegar tveir hópar með andstæð sjónarmið blésu til mótmæla.

Annars vegar kom saman fólk úr Íslensku Þjóðfylkingunni, nýstofnuðum stjórnmálaflokki sem beitir sér gegn fjölmenningu og vill takmarka komu innflytjenda til Íslands í enn meira mæli en gert er nú þegar. Sá hópur boðaði til mótmæla gegn nýju útlendingalögunum og krafðist þess að engin moska yrði reist á Íslandi. 

Mun fleiri tilheyra þó hinum hópnum sem fjölmennti á Austurvöll til að sýna múslimum, flóttafólki og fjölmenningu stuðning. Gerði fólk hróp hvert að öðru, ekki síst eftir að hópurinn sem er vinveittur flóttafólki myndaði hring í kringum Austurvöll.

Tveir úr hópi fólksins sem mótmælti Þjóðfylkingunni tóku skilti af þjóðernissinna, hlupu með það afsíðis og brutu. Eigandi skiltisins og fleiri veittu þeim eftirför og kom til snarpra orðaskipta.

Þegar blaðamenn Stundarinnar svipuðust um á Austurvelli um hálffjögurleytið var aðeins einn lögregluþjónn sjáanlegur. Fleiri höfðu þó sendir þangað á fimmta tímanum. 

Lögreglan
Lögreglan var fámenn á svæðinu þrátt fyrir mikinn hita og átök á milli hópanna.

Eftir að hópurinn sem mótmælti Þjóðfylkingunni hafði sungið „Velkomið flóttafólk“ í nokkrar mínútur snéru meðlimir þjóðfylkingarinnar út úr orðunum og sungu „Velkomið okkar fólk.“

Hringurinn utan um Þjóðfylkinguna hélt áfram að syngja, meðal annars: „Minni fordóma, meiri ást:“

Þjóðfylkingarfólk sneri því á haus og söng: „Engir fordómar, lesið lögin.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Mótmæli

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
2
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár