Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Myndbönd: Flóttamannavinir umkringdu þjóðernissinna

Tug­ir þjóð­ern­is­sinna söfn­uð­ust sam­an á Aust­ur­velli og mót­mæltu mót­töku flótta­fólks. Marg­falt fleiri mættu þó á ann­an kröfufund, á sama tíma og sama stað, sem hald­inn var til stuðn­ings flótta­mönn­um, múslim­um og fjöl­menn­ingu.

Myndbönd: Flóttamannavinir umkringdu þjóðernissinna
Geiri / Pressphotos.biz Mynd: Pressphotos.biz

Nokkur togstreita ríkti á Austurvelli í dag þegar tveir hópar með andstæð sjónarmið blésu til mótmæla.

Annars vegar kom saman fólk úr Íslensku Þjóðfylkingunni, nýstofnuðum stjórnmálaflokki sem beitir sér gegn fjölmenningu og vill takmarka komu innflytjenda til Íslands í enn meira mæli en gert er nú þegar. Sá hópur boðaði til mótmæla gegn nýju útlendingalögunum og krafðist þess að engin moska yrði reist á Íslandi. 

Mun fleiri tilheyra þó hinum hópnum sem fjölmennti á Austurvöll til að sýna múslimum, flóttafólki og fjölmenningu stuðning. Gerði fólk hróp hvert að öðru, ekki síst eftir að hópurinn sem er vinveittur flóttafólki myndaði hring í kringum Austurvöll.

Tveir úr hópi fólksins sem mótmælti Þjóðfylkingunni tóku skilti af þjóðernissinna, hlupu með það afsíðis og brutu. Eigandi skiltisins og fleiri veittu þeim eftirför og kom til snarpra orðaskipta.

Þegar blaðamenn Stundarinnar svipuðust um á Austurvelli um hálffjögurleytið var aðeins einn lögregluþjónn sjáanlegur. Fleiri höfðu þó sendir þangað á fimmta tímanum. 

Lögreglan
Lögreglan var fámenn á svæðinu þrátt fyrir mikinn hita og átök á milli hópanna.

Eftir að hópurinn sem mótmælti Þjóðfylkingunni hafði sungið „Velkomið flóttafólk“ í nokkrar mínútur snéru meðlimir þjóðfylkingarinnar út úr orðunum og sungu „Velkomið okkar fólk.“

Hringurinn utan um Þjóðfylkinguna hélt áfram að syngja, meðal annars: „Minni fordóma, meiri ást:“

Þjóðfylkingarfólk sneri því á haus og söng: „Engir fordómar, lesið lögin.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Mótmæli

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár