Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Myndbönd: Flóttamannavinir umkringdu þjóðernissinna

Tug­ir þjóð­ern­is­sinna söfn­uð­ust sam­an á Aust­ur­velli og mót­mæltu mót­töku flótta­fólks. Marg­falt fleiri mættu þó á ann­an kröfufund, á sama tíma og sama stað, sem hald­inn var til stuðn­ings flótta­mönn­um, múslim­um og fjöl­menn­ingu.

Myndbönd: Flóttamannavinir umkringdu þjóðernissinna
Geiri / Pressphotos.biz Mynd: Pressphotos.biz

Nokkur togstreita ríkti á Austurvelli í dag þegar tveir hópar með andstæð sjónarmið blésu til mótmæla.

Annars vegar kom saman fólk úr Íslensku Þjóðfylkingunni, nýstofnuðum stjórnmálaflokki sem beitir sér gegn fjölmenningu og vill takmarka komu innflytjenda til Íslands í enn meira mæli en gert er nú þegar. Sá hópur boðaði til mótmæla gegn nýju útlendingalögunum og krafðist þess að engin moska yrði reist á Íslandi. 

Mun fleiri tilheyra þó hinum hópnum sem fjölmennti á Austurvöll til að sýna múslimum, flóttafólki og fjölmenningu stuðning. Gerði fólk hróp hvert að öðru, ekki síst eftir að hópurinn sem er vinveittur flóttafólki myndaði hring í kringum Austurvöll.

Tveir úr hópi fólksins sem mótmælti Þjóðfylkingunni tóku skilti af þjóðernissinna, hlupu með það afsíðis og brutu. Eigandi skiltisins og fleiri veittu þeim eftirför og kom til snarpra orðaskipta.

Þegar blaðamenn Stundarinnar svipuðust um á Austurvelli um hálffjögurleytið var aðeins einn lögregluþjónn sjáanlegur. Fleiri höfðu þó sendir þangað á fimmta tímanum. 

Lögreglan
Lögreglan var fámenn á svæðinu þrátt fyrir mikinn hita og átök á milli hópanna.

Eftir að hópurinn sem mótmælti Þjóðfylkingunni hafði sungið „Velkomið flóttafólk“ í nokkrar mínútur snéru meðlimir þjóðfylkingarinnar út úr orðunum og sungu „Velkomið okkar fólk.“

Hringurinn utan um Þjóðfylkinguna hélt áfram að syngja, meðal annars: „Minni fordóma, meiri ást:“

Þjóðfylkingarfólk sneri því á haus og söng: „Engir fordómar, lesið lögin.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Mótmæli

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár