Vindurinn gnauðar og blandast taktföstum hávaða frá olíurafstöðvunum sem keyra á fullum snúningi utan við misreisulega spýtnakofa og tætingsleg tjöld. Megn brunalykt liggur í loftinu og sest í föt þeirra sem ganga fram og aftur leðjufullan veginn, fram hjá verslunum, veitingastöðum og kaffihúsum á borð við „Kabul Café“ og „Hamid Karzai Rastorant“. Ungur afganskur maður stendur kappdúðaður í einni dyragættinni og veifar helbláum vísifingri. Honum virðist ljóst að þennan fingur þurfi að höggva af og sýnir það æðrulaus á fingramáli. Í fjarska má sjá hópa svartklæddra óeirðarlögreglumanna standa vörð um skurðgröfur sem eru að jafna hrörleg híbýli við jörðu.
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.
Kakkalakkarnir í frumskóginum
Þúsundir einstaklinga halda til í flóttamannabúðum við Ermasundið sem hefur verið lýst sem þeim verstu í heimi. Þrátt fyrir bágbornar aðstæður í „frumskóginum“ eins og búðirnar eru kallaðar hefur íbúunum tekist að byggja upp samfélag sem þeir tilheyra. Þar til nýlega mátti finna ýmsa þjónustu í þorpinu, svo sem bókasöfn, menningarmiðstöðvar, veitingastaði, moskur, kaffihús og kirkjur. Frönsk yfirvöld rifu hins vegar niður stóran hluta búðanna og óvissa ríkir um framhaldið.
Athugasemdir