Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Kæru mótmælenda á hendur lögreglu vísað frá

Rík­is­sak­sókn­ari mun ekki hefja op­in­bera rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­reglu við vinnslu og miðl­un skýrslu Geirs Jóns Þór­is­son­ar. Per­sónu­vernd taldi per­sónu­vernd­ar­lög brot­in þeg­ar born­ar voru rang­ar sak­ir á nafn­greinda ein­stak­linga og dylgj­að um stjórn­mála­skoð­an­ir og geð­heilsu mót­mæl­enda.

Kæru mótmælenda á hendur lögreglu vísað frá
„Anarkistar“ undir sérstöku eftirliti Skýrslan um mótmæli á tímabilinu 2008 til 2011 sýnir að lögregla dró mótmælendur í dilka eftir stjórnmálaskoðunum. Mynd: E.Ól.

Ríkissaksóknari hefur vísað frá kæru á hendur starfsmönnum lögreglunnar vegna vinnubragðanna sem viðhöfð voru við vinnslu, miðlun og birtingu svonefndrar Samantektar á skipulagi lögreglu við mótmælin 2008 til 2011. „Er það mat ríkissaksóknara að ekki sé grundvöllur til að hefja opinbera rannsókn vegna kærunnar og það eigi að vísa henni frá,“ segir í niðurfellingarbréfi embættisins. 

Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, er höfundur skýrslunnar en í henni er fjallað um mótmælin og fjöldi fólks nafngreindur ásamt kennitölum. Þegar úrskurðarnefnd um upplýsingamál skikkaði lögregluna á höfuðborgarsvæðinu til að afhenda skýrsluna haustið 2014 mistókst að afmá nöfn og persónugreinanlegar upplýsingar. Í kjölfarið komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu, þann 25. febrúar 2015, að lögreglan hefði farið á svig við persónuverndarlög.

Með niðurfellingu ríkissaksóknara liggur fyrir að enginn starfsmaður lögreglunnar mun þurfa að svara til saka fyrir ólöglega skráningu og úrvinnslu persónuupplýsinga né þau mistök sem ollu því að 75 einstaklingar voru nafngreindir og kennitölur þeirra birtar.

Í skýrslunni er fjallað um börn og unglinga og fjölskyldutengsl mótmælenda; leiddar eru líkur að því að nafngreindir aðilar eigi við geðræn vandamál að stríða auk þess sem nokkrir mótmælendur eru ranglega sagðir hafa verið kærðir fyrir ofbeldi gegn opinberum starfsmanni. Embætti ríkissaksóknara telur ekkert af þessu gefa tilefni til að hefja sakamálarannsókn á athæfi lögreglunnar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Búsáhaldaskýrslan

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár