Jón Gnarr hefur eftir nokkurra mánaða íhugun hætt við að bjóða sig fram sem forseti Íslands. Þetta upplýsir hann í pistli í Fréttablaðinu í dag. Þar rifjar hann upp að á þeim árum sem hann var kallaður Jónsi Pönk lét hann í ljósi áhuga á því að verða forseti. Hann uppskar hlátur skólafélaga sinna á Núpi í Dýrafirði. En þetta virtist skyndilega verða mögulegt þar sem kannanir sýndu mikinn stuðning við borgarstjórann og pönkarann fyrrverandi. Hann lætur hugann reika í pistlinum.
,,Auðvitað fylgir starfinu mikil ábyrgð. Ég kann það. Ég mundi glaður mæta á frumsýningar, bjóða nýja sendiherra velkomna til landsins, horfa á óperur og setja Búnaðarþing, halda móttökur og borða andalæri með kóngafólki í Danmörku. Það sem ég kann ekki af þessu get ég lært," skrifar Jón.
En svo kemst hann að niðurstöðu. Hann getur ekki sætt sig við þá tilætlunarsemi, frekju og dónaskap sem einkennir íslenska kjósendur.
,,Ég …
Athugasemdir