Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Jóhanna um Árna Pál: „Búinn að skjóta sig mjög alvarlega í fótinn“

Jó­hanna Sig­urð­ar­dótt­ir heyr­ist gagn­rýna Árna Pál Árna­son, arf­taka sinn í for­manns­stóli Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, harð­lega í nýrri heim­ild­ar­mynd sem tek­in var upp á síð­ustu dög­um henn­ar í embætti for­sæt­is­ráð­herra.

Jóhanna um Árna Pál: „Búinn að skjóta sig mjög alvarlega í fótinn“
Jóhanna Sigurðardóttir Heimildarmynd um síðustu daga hennar í embætti verður frumsýnd 15. október næstkomandi. Mynd: Pressphotoz

Jóhanna Sigurðardóttir færir fram harða gagnrýni á Árna Pál Árnason, arftaka hennar í stóli formanns Samfylkingarinnar, í heimildarmynd þar sem skyggnst er á bak við tjöldin í stjórnarráðinu síðustu daga hennar í embætti forsætisráðherra.

Í myndinni heyrist Jóhanna gagnrýna Árna Pál í samtali við Hrannar Björn Arnarson, aðstoðarmann hennar. „Ég held að hann sé búinn að skjóta sig mjög alvarlega í fótinn með þessu,“ segir Jóhanna. „Hann sagði sjálfur að hann hefði haft umboð þingflokksins sem hann hafði ekki,“ bætir hún við.

„Það er hreinlega allt brjálað í okkar röðum, heyrist mér,“ svarar Hrannar Björn Arnarsson, aðstoðarmaður hennar.

Það sem Jóhanna vísar til er ákvörðun Árna Páls að fresta því að ljúka samþykkt nýrrar stjórnarskrár fyrir alþingiskosningarnar sem haldnar voru í lok apríl 2013. Svo fór að Árni Páll lýsti því yfir opinberlega í byrjun mars 2013 að Alþingi gæti ekki klárað málið fyrir kosningar. Þess í stað vildi hann semja við stjórnarandstöðuflokkana um kafla frumvarps til nýrrar stjórnarskrár. Frumvarpið byggði á drögum stjórnlagaráðs, sem kosið var í beinni kosningu, og var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu í október 2012 að leggja drög stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá.

Í myndinni segir Jóhanna að hún hafi lagt „mjög mikinn metnað í það að þjóðin fái nýja stjórnarskrá.“

„Þingið hefur allar forsendur til að ljúka málinu með farsælum hætti áður en kjörtímabilinu lýkur,“ segir hún í ræðu sem sýnd er í myndinni. Svo fór hins vegar ekki. Fjallað var ítarlega um málið í forsíðugrein Stundarinnar í síðasta mánuði. 

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkurinn náðu tæpum meirihluta í kosningunum og var ákveðið að setja stjórnarskrána í nefnd. Ekki er útlit fyrir að stjórnarskrá stjórnlagaráðs verði samþykkt af Alþingi, en hins vegar hefur Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, lýst því yfir að breytingar geti verið gerðar á núverandi stjórnarskrá. Bjarni hefur lagt til að þjóðin kjósi um afmörkuð atriði stjórnarskrárinnar samhliða komandi forsetakosningum, en hins vegar hefur þegar verið kosið um þau atriði í þjóðaratkvæðagreiðslu. 

Plakat fyrir heimildarmyndina
Plakat fyrir heimildarmyndina Kvikmyndagerðarmaðurinn Björn B. Björnsson fylgdi Jóhönnu Sigurðardóttir eftir á síðustu vikum hennar sem forsætisráðherra.

Heimildarmyndin Jóhönnu heitir: Jóhanna - Síðasta orrustan. Hún hefst á landsfundi Samfylkingarinnar 2013 þegar Árni Páll Árnason tekur við af Jóhönnu. Í maí 2013 tók Sigmundur Davíð Gunnlaugsson við lyklunum að forsætisráðuneytinu af Jóhönnu. Þetta er í fyrsta skipti sem heimildarmynd af þessu tagi er gerð á Íslandi, þar sem fylgst er með stjórnmálamanni í valdastöðu og þeirri atburðarrás sem fylgirmeðferð Alþingis á stóru máli, samkvæmt upplýsingum frá framleiðendum myndarinnar. Leikstjóri og handritshöfundur er Björn Brynjólfur Björnsson og er hann jafnframt handritshöfundur ásamt Elísabetu Ronaldsdóttur. Jón Karl Helgason sá um kvikmyndatöku og tónlistin í myndinni er eftir Tryggva M. Baldursson. Myndin verður frumsýnd í Bíó paradís 15. október næstkomandi.

Niðurstöður skoðanakönnunar, sem birt var í síðustu viku, voru að 43 prósent teldu Jóhönnu hafa staðið sig best allra forsætisráðherra sem nefndir voru í könnuninni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnarskrármálið

„Ég er oft á milli steins og sleggju þegar kemur að viðkvæmum málum“
FréttirStjórnarskrármálið

„Ég er oft á milli steins og sleggju þeg­ar kem­ur að við­kvæm­um mál­um“

Þor­steinn Pálm­ars­son, eig­andi Allt-af ehf, fyr­ir­tæk­is­ins sem fjar­lægði veggl­ista­verk­ið „Hvar er nýja stjórn­ar­skrá­in?“ seg­ist oft upp­lifa sig á milli steins og sleggju í deilu­mál­um milli þeirra sem mála á veggi og þeirra sem biðja um að verk­in verði fjar­lægð. Hann vann við að hreinsa til eft­ir mót­mæli í Búsáhalda­bylt­ing­unni.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár