Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Jóhanna um Árna Pál: „Búinn að skjóta sig mjög alvarlega í fótinn“

Jó­hanna Sig­urð­ar­dótt­ir heyr­ist gagn­rýna Árna Pál Árna­son, arf­taka sinn í for­manns­stóli Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, harð­lega í nýrri heim­ild­ar­mynd sem tek­in var upp á síð­ustu dög­um henn­ar í embætti for­sæt­is­ráð­herra.

Jóhanna um Árna Pál: „Búinn að skjóta sig mjög alvarlega í fótinn“
Jóhanna Sigurðardóttir Heimildarmynd um síðustu daga hennar í embætti verður frumsýnd 15. október næstkomandi. Mynd: Pressphotoz

Jóhanna Sigurðardóttir færir fram harða gagnrýni á Árna Pál Árnason, arftaka hennar í stóli formanns Samfylkingarinnar, í heimildarmynd þar sem skyggnst er á bak við tjöldin í stjórnarráðinu síðustu daga hennar í embætti forsætisráðherra.

Í myndinni heyrist Jóhanna gagnrýna Árna Pál í samtali við Hrannar Björn Arnarson, aðstoðarmann hennar. „Ég held að hann sé búinn að skjóta sig mjög alvarlega í fótinn með þessu,“ segir Jóhanna. „Hann sagði sjálfur að hann hefði haft umboð þingflokksins sem hann hafði ekki,“ bætir hún við.

„Það er hreinlega allt brjálað í okkar röðum, heyrist mér,“ svarar Hrannar Björn Arnarsson, aðstoðarmaður hennar.

Það sem Jóhanna vísar til er ákvörðun Árna Páls að fresta því að ljúka samþykkt nýrrar stjórnarskrár fyrir alþingiskosningarnar sem haldnar voru í lok apríl 2013. Svo fór að Árni Páll lýsti því yfir opinberlega í byrjun mars 2013 að Alþingi gæti ekki klárað málið fyrir kosningar. Þess í stað vildi hann semja við stjórnarandstöðuflokkana um kafla frumvarps til nýrrar stjórnarskrár. Frumvarpið byggði á drögum stjórnlagaráðs, sem kosið var í beinni kosningu, og var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu í október 2012 að leggja drög stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá.

Í myndinni segir Jóhanna að hún hafi lagt „mjög mikinn metnað í það að þjóðin fái nýja stjórnarskrá.“

„Þingið hefur allar forsendur til að ljúka málinu með farsælum hætti áður en kjörtímabilinu lýkur,“ segir hún í ræðu sem sýnd er í myndinni. Svo fór hins vegar ekki. Fjallað var ítarlega um málið í forsíðugrein Stundarinnar í síðasta mánuði. 

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkurinn náðu tæpum meirihluta í kosningunum og var ákveðið að setja stjórnarskrána í nefnd. Ekki er útlit fyrir að stjórnarskrá stjórnlagaráðs verði samþykkt af Alþingi, en hins vegar hefur Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, lýst því yfir að breytingar geti verið gerðar á núverandi stjórnarskrá. Bjarni hefur lagt til að þjóðin kjósi um afmörkuð atriði stjórnarskrárinnar samhliða komandi forsetakosningum, en hins vegar hefur þegar verið kosið um þau atriði í þjóðaratkvæðagreiðslu. 

Plakat fyrir heimildarmyndina
Plakat fyrir heimildarmyndina Kvikmyndagerðarmaðurinn Björn B. Björnsson fylgdi Jóhönnu Sigurðardóttir eftir á síðustu vikum hennar sem forsætisráðherra.

Heimildarmyndin Jóhönnu heitir: Jóhanna - Síðasta orrustan. Hún hefst á landsfundi Samfylkingarinnar 2013 þegar Árni Páll Árnason tekur við af Jóhönnu. Í maí 2013 tók Sigmundur Davíð Gunnlaugsson við lyklunum að forsætisráðuneytinu af Jóhönnu. Þetta er í fyrsta skipti sem heimildarmynd af þessu tagi er gerð á Íslandi, þar sem fylgst er með stjórnmálamanni í valdastöðu og þeirri atburðarrás sem fylgirmeðferð Alþingis á stóru máli, samkvæmt upplýsingum frá framleiðendum myndarinnar. Leikstjóri og handritshöfundur er Björn Brynjólfur Björnsson og er hann jafnframt handritshöfundur ásamt Elísabetu Ronaldsdóttur. Jón Karl Helgason sá um kvikmyndatöku og tónlistin í myndinni er eftir Tryggva M. Baldursson. Myndin verður frumsýnd í Bíó paradís 15. október næstkomandi.

Niðurstöður skoðanakönnunar, sem birt var í síðustu viku, voru að 43 prósent teldu Jóhönnu hafa staðið sig best allra forsætisráðherra sem nefndir voru í könnuninni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnarskrármálið

„Ég er oft á milli steins og sleggju þegar kemur að viðkvæmum málum“
FréttirStjórnarskrármálið

„Ég er oft á milli steins og sleggju þeg­ar kem­ur að við­kvæm­um mál­um“

Þor­steinn Pálm­ars­son, eig­andi Allt-af ehf, fyr­ir­tæk­is­ins sem fjar­lægði veggl­ista­verk­ið „Hvar er nýja stjórn­ar­skrá­in?“ seg­ist oft upp­lifa sig á milli steins og sleggju í deilu­mál­um milli þeirra sem mála á veggi og þeirra sem biðja um að verk­in verði fjar­lægð. Hann vann við að hreinsa til eft­ir mót­mæli í Búsáhalda­bylt­ing­unni.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár