Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Stuðningsmenn landsliðsins segja íslensku flugfélögin okra á sér

WOW og Icelanda­ir selja nú flug­sæti til Frakk­lands á hækk­uðu verði. „Það er al­veg ljóst að nú á að okra dug­lega á okk­ur stuðn­ings­mönn­un­um,“ seg­ir stuðn­ings­mað­ur.

Stuðningsmenn landsliðsins segja íslensku flugfélögin okra á sér

Á sama tíma og samstaða Íslendinga, bæði innan vallar sem utan, vekur heimsathygli hafa íslensku flugfélögin verið á milli tannanna á fólki hér heima. Íslendingar sem vilja fljúga til Frakklands til þess að styðja íslenska landsliðið eru margir hverjir orðlausir yfir himinhárri álagningu sem virðist lögð á flugsætin í hvert skipti sem Ísland kemst lengra á Evrópumótinu í knattspyrnu. Flugsæti sem áður voru auglýst á 15 til 20 þúsund kosta nú frá 70-120 þúsund. Flug fram og tilbaka til Frakklands hefur því verið að kosta allt frá 100 þúsund krónum upp í rúmar 200 þúsund krónur – verð sem ekki hafa sést áður á flugi til Evrópu.

Ættu að skammast sín
Ættu að skammast sín Jón Gunnar segir að íslensku flugfélögin ættu að skammast sín, flugvélin sé nánast tóm en samt eru sætin á uppsprengdu verði. Gulu og rauðu sætin á myndinni eru laus en þau gráu upptekin.

Jón Gunnar Benjamínsson er einn þeirra sem flaug til Nice til þess að fylgjast með strákunum okkar etja kappi við enska landsliðið. Hann skoðaði í gær flug heim frá Nice með WOW. Engin taska var innifalin í verðinu, aðeins handfarangur. Samkvæmt skjáskoti sem hann tók af bókunarkerfi flugfélagsins þá kostaði ferð fyrir tvo aðra leið til Íslands hvorki meira né minna en 159.998 krónur. Þess má geta að slagorð WOW er „flugfélag fólksins.“ Jón Gunnar segir að íslensku flugfélögin ættu að skammast sín.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár