Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Stuðningsmenn landsliðsins segja íslensku flugfélögin okra á sér

WOW og Icelanda­ir selja nú flug­sæti til Frakk­lands á hækk­uðu verði. „Það er al­veg ljóst að nú á að okra dug­lega á okk­ur stuðn­ings­mönn­un­um,“ seg­ir stuðn­ings­mað­ur.

Stuðningsmenn landsliðsins segja íslensku flugfélögin okra á sér

Á sama tíma og samstaða Íslendinga, bæði innan vallar sem utan, vekur heimsathygli hafa íslensku flugfélögin verið á milli tannanna á fólki hér heima. Íslendingar sem vilja fljúga til Frakklands til þess að styðja íslenska landsliðið eru margir hverjir orðlausir yfir himinhárri álagningu sem virðist lögð á flugsætin í hvert skipti sem Ísland kemst lengra á Evrópumótinu í knattspyrnu. Flugsæti sem áður voru auglýst á 15 til 20 þúsund kosta nú frá 70-120 þúsund. Flug fram og tilbaka til Frakklands hefur því verið að kosta allt frá 100 þúsund krónum upp í rúmar 200 þúsund krónur – verð sem ekki hafa sést áður á flugi til Evrópu.

Ættu að skammast sín
Ættu að skammast sín Jón Gunnar segir að íslensku flugfélögin ættu að skammast sín, flugvélin sé nánast tóm en samt eru sætin á uppsprengdu verði. Gulu og rauðu sætin á myndinni eru laus en þau gráu upptekin.

Jón Gunnar Benjamínsson er einn þeirra sem flaug til Nice til þess að fylgjast með strákunum okkar etja kappi við enska landsliðið. Hann skoðaði í gær flug heim frá Nice með WOW. Engin taska var innifalin í verðinu, aðeins handfarangur. Samkvæmt skjáskoti sem hann tók af bókunarkerfi flugfélagsins þá kostaði ferð fyrir tvo aðra leið til Íslands hvorki meira né minna en 159.998 krónur. Þess má geta að slagorð WOW er „flugfélag fólksins.“ Jón Gunnar segir að íslensku flugfélögin ættu að skammast sín.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár