Íslenskir nemendur komu illa út úr síðustu PISA könnuninni, en þeir stóðu sig verr í öllum liðum en meðaltal nemenda OECD-ríkjanna.
Íslenskt menntakerfi hefur verið gagnrýnt harðlega vegna niðurstöðunnar. Fráfarandi mennta- og menningarmálaráðherra segir að bregðast þyrfti við þessum niðurstöðum af fullum þunga. Ýmsir aðilar hafa hins vegar stigið fram í dag og gagnrýnt íslensku útgáfuna á þessari könnun fyrir málfar og framsetningu.
Í skjali sem Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslensku, deilir opinberlega, gerir hann athugasemdir við allar spurningar í öllum þáttum PISA prófsins. Hann segir í Facebook-færslu að hann hafi skoðað skýrsluna um PISA-könnunina og hafi verið hneykslaður á miklu „klúðurslegu orðalagi, ósamræmi, hnökrum í máli, prentvillum og öðrum göllum [sem] er að finna í prófinu,“ segir hann. „Því miður virðist þetta gilda um þau próf sem koma frá Menntamálastofnun“.
Forstöðumaður Menntamálastofnunar segir að löggiltir skjalaþýðendur hafi komið að þýðingunni, en Eiríkur lýsir efasemdum: „Til að sýna …
Athugasemdir