Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Íslendingar of hógværir við að segja sögu sína á netinu

Kristrún Lind Birg­is­dótt­ir og Hulda Þórey Garð­ars­dótt­ir reka ljós­mæðra­heim­ili í Hong Kong. Að­stoða Ís­lend­inga við fæð­ingu nýrra hug­mynda á sam­fé­lags­miðl­um.

Íslendingar of hógværir við að segja sögu sína á netinu

Mágkonurnar Kristrún Lind Birgisdóttir og Hulda Þórey Garðarsdóttir reka saman ljósmæðraheimilið Annerly í Hong Kong. Fyrirtækið hefur fengið verðskulda athygli að undanförnu og vann meðal annars til verðlauna Mediazone fyrr á þessu ári fyrir að veita framúrskarandi þjónustu. Kristrún Lind þakkar velgengnina meðal annars styrkleika þeirra á internetinu en þær Hulda vinna markvisst í því að kynna fyrirtækið á hinum ýmsu samfélagsmiðlum. 

„Við sátum kvöld eftir kvöld yfir YouTube myndböndum og lærðum að nota Google+, Facebook og aðra samskiptamiðla. Við þræluðum okkur í gegnum þetta, en erum núna með YouTube-rás, við erum með Facebook, Instagram, Pinterest og síðan erum við með blogg sem fær mjög mikinn lestur. Við erum með digga fjörtíu þúsund lesendur á hverjum mánuði. Þar erum við að skrifa um fæðingar, brjóstagjöf og allt sem tengist okkar þjónustu. En við notum okkur líka. Við drögum okkar persónur alltaf inn í fyrirtækið. Það virkar ótrúlega vel,“ segir Kristrún Lind, en þessa dagana eru þær Hulda Þórey staddar hér á landi að kenna námskeið sem snýr að því að virkja Íslendinga í því að skapa sér atvinnutækifæri í gegnum netið. 

Mágkonur ákváðu að fara í rekstur

Hulda flutti til Hong Kong ásamt eiginmanni sínum, Steindóri Sigurgeirssyni, árið 2000. Steindór er forstöðumaður fyrir Sæplast Asia í Hong Kong. Hulda er ljósmóðir að mennt og fékk hún fljótlega vinnu hjá ljósmæðrastofunni Annerly. Þegar í ljós kom að fyrirtækið væri til sölu ákváðu þau hjónin að kaupa reksturinn. „Síðan þvældist maðurinn minn, sem er bróðir Huldu, inn í Sæplastið en ég kynntist honum hér á Íslandi einhverju seinna. Hulda er nú búin að vera úti í Hong Kong í fimmtán ár, en ég flutti út árið 2007.“

Kristrún Lind hefur áður starfað sem grunnskólastjóri á Flateyri og þá var hún aðstoðarmaður samgönguráðherra í ráðherratíð Sturlu Böðvarssonar. En hvernig dróst hún inn í reksturinn í Hong Kong? „Hulda var búin að vera í þessu lengi sem fagmanneskja. Síðan ákváðum við að taka þetta skrefinu lengra. Þá keypti ég helminginn af fyrirtækinu á móti henni og við óðum í að koma fyrirtækinu betur á framfæri,“ svarar Kristrún. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár